Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lið Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri varð í þriðja sæti á eftir liðum frá Noregi og Kanada í alþjóðlegri hjólakeppni aldraðra, sem fram fór á dögunum með þátttöku um 120 liða. Liðsmenn Hlíðar hjóluðu samtals 9.063 km og þar af hjólaði Aðalheiður Einarsdóttir 832 km, lengst Íslendinga í keppninni. „Ég varð í 6. sæti kvenna á heimsvísu og þetta var ekki sérstaklega erfitt, ég hjólaði um tvo tíma á dag í 20 daga,“ segir hjólreiðakappinn, sem er 96 ára.
Meira