Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókaútgáfan Sæmundur hefur gefið út bókina Öldufax, sjónarrönd af landi, eftir Valgerði Kr. Brynjólfsdóttur íslenskufræðing. „Eftir að ég hætti að hafa tíma til að sinna fræðunum fékk ég útrás fyrir þörfina til að skrifa með þessum hætti,“ segir Valgerður um þessa fyrstu ljóðabók sína, en hún starfaði áður meðal annars á Árnastofnun og skrifaði þá fræðigreinar um bókmenntir auk þess sem ljóð eftir hana hafa birst í tímaritum.
Meira