Í ritstjórnargreininni Óðinn í Viðskiptablaðinu var í liðinni viku fjallað um útþenslu tryggingagjaldsins og hins opinbera í heild sinni. Rifjað var upp að launaskattur hefði verið lagður á árið 1965 og hann hefði verið 1%. Í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem fjármálaráðherra hefði gjaldið orðið tryggingagjald og þá í raun farið í 3,8% en væri nú 6,35% eftir að hafa hæst farið í 8,65% í tíð vinstri stjórnarinnar á árunum 2010 og 2011.
Meira