Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég tel að einvígi sem þetta verði aldrei endurtekið,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, en bók hans „Einvígi allra tíma“ kom út á dögunum. Þar skrifar hann um reynslu sína af heimsmeistaraeinvígi Bobbys Fischers og Boris Spasskís, sem fram fór hér á Íslandi árið 1972, en það hefur jafnan gengið undir nafninu „einvígi aldarinnar“. Guðmundur var þá forseti Skáksambands Íslands, og upplifði því frá fyrstu hendi allt það er gekk á í einvíginu.
Meira