Í umræðum sl. fimmtudag um þingsályktunartillögu Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og á þriðja tugs annarra þingmanna úr sex flokkum, um þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll, voru rifjaðar upp ýmsar staðreyndir um málefni vallarins. Ein þeirra, sem Njáll Trausti nefndi í ræðu sinni, er að Reykjavíkurborg stefnir að því að loka annarri flugbraut vallarins eftir tvö ár. Með því væri flugvellinum í raun lokað að fullu.
Meira