Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Heiðagæs hefur í auknum mæli numið land á láglendi á síðustu árum. Þekkt var að hún sótti neðar í Skagafirði, en á síðustu árum hefur þetta einnig gerst í Öxarfirði, á Úthéraði, sunnan Vatnajökuls og víðar, að sögn Halldórs Walters Stefánssonar, fuglafræðings hjá Náttúrustofu Austurlands. Hann segir heiðagæs vera ótrúlega tegund, sem hafi sýnt mikla aðlögunarhæfni.
Meira