Greinar mánudaginn 2. nóvember 2020

Fréttir

2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 64 orð

Áhyggjur af uppbyggingu Rússa

Robert Burke, flotaforingi og yfirmaður bandaríska sjóhersins, segir að samstarf Íslands og Bandaríkjanna sé gríðarlega mikilvægt í þágu NATO. Bandaríkjaher vill fjölga sínum valkostum og lítur sérstaklega til Íslands vegna landfræðilegs mikilvægis... Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

Baski Skagamaður í fótspor meistaranna

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

„Margir uggandi um sinn hag“

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir marga bændur uggandi um sinn hag vegna riðuveiki sem greinst hefur í firðinum. Staðfest tilfelli eru á fjórum sauðfjárbúum í Skagafirði, þ.e. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 63 orð | 2 myndir

Dísætir tónar í boði á hádegistónleikum Hafnarborgar á morgun

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran kemur ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara fram á hádegistónleikum Hafnarborgar á morgun, þriðjudag, kl. 12. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Eggert

Brauðið Að gefa öndunum brauð er athöfn sem hvert mannsbarn ætti að kannast við. En þá vaknar spurningin: Ætli brauðið sé hollt fyrir endurnar? Eða er það kannski eins og... Meira
2. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 300 orð

England kann að loka til jóla

Breski ráðherrann Michael Gove segir það sína einlægustu ósk að lokun landsins vegna stríðsins gegn kórónuveirunni ljúki 2. desember nk. Aðstæður myndu þó ráða niðurstöðunni og ná þyrfti sýkingarstuðlinum (R) niður fyrir einn. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fengu nýja slökkvistöð

„Við erum að fara úr algjörlega óviðunandi húsnæði, sem byggt var árið 1967, yfir í nútímann,“ segir Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, en slökkviliðið er að flytja í glænýtt 2.252 fermetra húsnæði. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 517 orð | 4 myndir

Færa slökkvistöð til nútímans

Sviðsljós Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Starfsmenn slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja (BS) eru nú í óðaönn að koma sér fyrir í nýrri slökkvistöð sem reist var við Flugvelli í Reykjanesbæ. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Geta ekki byggt vegna ofanflóðahættu

Eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar síðastliðnum þarf að endurskoða hættumat undir nokkrum varnargörðum sem reistir hafa verið hér á landi á síðustu árum, að mati Veðurstofu Íslands. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Glaðningurinn sem léttir lund nemenda í einangrun

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Umhyggja er inntak þessa verkefnis og í því felst heilmikill lærdómur fyrir krakkana. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 316 orð

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur...

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið sett á sölu. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 691 orð | 1 mynd

Hafi jákvæð áhrif á jafnrétti á heimilum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meiri frítími með fleiri gæðastundum, jafnari fjölskylduábyrgð, sveigjanleika á vinnustað og aukinni starfsánægju. Þetta er meðal þess sem vænst er að félagsmenn BSRB njóti með styttingu vinnutímans frá næstu áramótum. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 591 orð | 2 myndir

Í leit að aðstöðu til að mæta Rússum

Fréttaskýring Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Vaxandi ágengni rússneska flotans og rússneska flughersins á norðurslóðum hefur verið áberandi síðustu ár og hafa því fylgt aukin hernaðarumsvif á Norður-Atlantshafi, einnig umhverfis Ísland. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Kári segir tillöguna ekki vera sína

Kári Stefánsson viðraði þá hugmynd í hlaðvarpi Viljans, við Björn Inga Hrafnsson þáttastjórnanda, að álitlegt væri að hlúð yrði að Covid-sjúklingum annars staðar en á Landspítalanum. Meira
2. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Lokasókn á leifturhraða

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Donald Trump forseti og mótframbjóðandinn Joe Biden unnu sér ekki hvíldar um helgina heldur hófu mikinn endasprett baráttunnar um hylli kjósenda fyrir bandarísku forsetakosningarnar, sem fram fara á morgun. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 326 orð

Markmið aðgerða að halda skólunum opnum

Andrés Magnússon andres@mbl.is Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi var gefin út seint í gærkvöldi og tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 3. nóvember. Meira
2. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Morðárás að nóttu í Quebec

Tveir óbreyttir borgarar létu lífið og fimm eru með alvarleg stungusár eftir morðárás manns í miðaldaklæðum í gamla borgarhluta Quebec-borgar í Kanada í fyrrinótt. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

NATO með færri valkosti en Rússar

Gunnlaugur Snær Ólafsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir Robert Burke, flotaforingi og yfirmaður bandaríska sjóhersins í Evrópu, segir að á vissan hátt sé áríðandi að Atlantshafsbandalagið styrki stöðu sína á norðurslóðum. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 713 orð | 2 myndir

Olíumengun í Nýja Skerjafirði

Andrés Magnússon andres@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna áforma um Nýja Skerjafjörð, íbúðahverfi á landfyllingu í Skerjafirði á útjaðri flugvallarsvæðisins. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Óskert skólastarf með takmörkunum

Andrés Magnússon andres@mbl.is Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir markmið nýrrar reglugerðar um takmarkanir á skólastarfi miðast við að setja menntun í fyrirrúm, án þess að slaka í neinu á sóttvörnum. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

SÁÁ slítur samstarfi við Íslandsspil

SÁÁ mun hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta tengsl sín við Íslandsspil, en framkvæmdastjórn SÁÁ samþykkti þetta nýverið. SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Sean Connery látinn, níræður að aldri

Skoski leikarinn Sean Connery er látinn, níræður að aldri, en tilkynnt var um andlát hans á laugardaginn var. Connery var ein mesta kvikmyndastjarna Bretlandseyja og öðlaðist heimsfrægð og aðdáun fyrir frammistöðu sína í hlutverki James Bond. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Skyttum bannað að veiða en tímabilið hafið

Ljóst er að allur gangur er á því hvort farið er eftir tilmælum almannavarna til rjúpnaskytta, en þeim er ráðlagt að halda sig heima. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Vilja hækka framlög til íslenskukennslu

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til að 130 þúsund krónum verði að lágmarki úthlutað fyrir hvert barn sem fær rauða niðurstöðu á málkönnunarprófi, líkt og skóla- og frístundaráð hefur lagt til. Meira
2. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 123 orð

Öllu stolið úr nýju húsnæði útvarpsstöðvar í Reykjavík

Brotist var inn í ný húsakynni útvarpsstöðvarinnar Útvarp 101 í Reykjavík aðfaranótt sunnudags og voru öll tæki til útvarpssendinga tekin ófrjálsri hendi. Meira

Ritstjórnargreinar

2. nóvember 2020 | Leiðarar | 413 orð

Áhugaverð tillaga

Leynist meiri fjársjóður við strendur landsins en margan hefur grunað? Meira
2. nóvember 2020 | Leiðarar | 260 orð

Barist á tvennum vígstöðvum

Íslamskir öfgamenn hafa á síðustu árum drepið hundruð franskra borgara Meira
2. nóvember 2020 | Staksteinar | 230 orð | 1 mynd

Ráðið sem missti hlutverk sitt

Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Allnokkrar umsagnir hafa borist Alþingi vegna málsins, meðal annars frá Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins. Athygli vekur að hvor tveggja telja að tímabært sé að leggja niður Jafnréttisráð. Meira

Menning

2. nóvember 2020 | Bókmenntir | 1810 orð | 2 myndir

Barnalán á Ytri-Á

Bókarkafli | Hjónin Mundína Þorláksdóttir og Sigurbjörn Finnur Björnsson bjuggu á Ytri-Á á Kleifum við vestanverðan Ólafsfjörð. Þau eignuðust tuttugu börn á tuttugu og átta árum og komust sextán barnanna til fullorðinsára. Óskar Þór Halldórsson rekur sögu hjónanna í bókinni Á Ytri-Á. Meira
2. nóvember 2020 | Bókmenntir | 324 orð | 3 myndir

Heimildarit eða skáldskapur?

Eftir Kristínu Steinsdóttur. Vaka-Helgafell, 2020. 317 bls. Meira
2. nóvember 2020 | Tónlist | 577 orð | 3 myndir

Sköpun sem fer sínar eigin leiðir

Öll lög og textar eftir Benedikt H. Hermannsson nema DAVÍÐ 51, sem er Davíðssálmur nr. 51. Hljóðfæraleikur, söngur og upptökustjórn: Benedikt H. Hermannsson. Meira

Umræðan

2. nóvember 2020 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Auðlindaákvæðið – Hvað er í umbúðunum?

Eftir Jón Jónsson: "Við skoðun ákvæðisins kemur í ljós að umbúðir um þau efnisatriði sem eru meginástæður lagasetningarinnar eru miklar." Meira
2. nóvember 2020 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Kreppulausnir fyrr og nú

Eftir Ævar Halldór Kolbeinsson: "Forðum daga kom fulllestað skip frá Englandi með björg í bú vegna kreppu á Íslandi. Vel þegið þá, en hvað nú?" Meira
2. nóvember 2020 | Pistlar | 428 orð | 1 mynd

Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum

S tafræn tækni hefur umbylt samskiptum mannkynsins, bæði að efni og formi. Þetta felur í sér gríðarleg tækifæri til framfara, en einnig möguleika til þess að festa í sessi skaðlega hegðun og háttsemi sem birtist með nýjum hætti. Meira
2. nóvember 2020 | Velvakandi | 160 orð | 1 mynd

Ofskömmtun í boði ríkisins

Það var gott framtak hjá Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneyti að koma á umboðsskyldu við afgreiðslu lyfja og skilríkjaskyldu þess sem tekur út. Meira
2. nóvember 2020 | Aðsent efni | 387 orð | 2 myndir

Sóknarfæri í skólamálum

Eftir Þorstein Þorsteinsson og Gunnlaug Sigurðsson: "Á næstu vikum og misserum er sérstaklega mikil þörf á að sinna vel þeim hluta nemendahópsins sem hefur staðið höllum fæti." Meira
2. nóvember 2020 | Aðsent efni | 533 orð | 1 mynd

Vangaveltur um gagnsemi nýrrar stjórnarskrár

Eftir Eydísi Ýri Jónsdóttur: "Er ekki skynsamlegra að taka fyrir einstaka ákvæði stjórnarskrárinnar, laga þau að breyttum aðstæðum og eftir atvikum að bæta við ákvæðum gerist þess þörf?" Meira
2. nóvember 2020 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

Vísindaleg sáttargjörð um fiskeldi

Eftir Teit Björn Einarsson: "Ráðherra hefur ekki heimild samkvæmt fiskeldislögum til að loka hafsvæðum ef ekki liggja fyrir lögbundnar vistfræðilegar rannsóknir." Meira
2. nóvember 2020 | Aðsent efni | 779 orð | 1 mynd

Öldrun þjóðarinnar og tækifæri innan hjúkrunarheimila

Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur: "En það eru ekki aðeins aldraðir sem fá þjónustu í hjúkrunarrýmum því í lok sl. árs dvöldu 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum." Meira

Minningargreinar

2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1107 orð | 1 mynd

Björn Smári Sigurðsson

Björn Smári Sigurðsson fæddist 18. september 1966. Hann lést 19. október 2020. Útför Björns Smára var gerð 29. október 2020. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 241 orð | 1 mynd

Einar Guðmundsson

Einar Guðmundsson frá Kvígindisfirði fæddist 27. júlí 1926. Hann andaðist 26. september 2020. Einar var jarðsunginn frá Lindakirkju 30. október 2020. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 855 orð | 1 mynd

Elsa Hreindal Sigurðardóttir

Elsa Hreindal Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1941. Hún lést á heimili sínu 15. október 2020. Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson, f. 14. febrúar 1897, d. 28. nóvember 2001, og Kristjana Bjarnadóttir, f. 3. september 1910, d. 5. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 765 orð | 1 mynd

Jytta Kathrine Íselda Eiriksson

Jytta Kathrine Íselda Eiriksson fæddist 12. október 1927 á Jótlandi í Danmörku. Hún lést 26. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Harald Laursen, f. 1884, d. 1965, og Olga, f. 1899, d. 1985. Systkin Jyttu voru Karin, f. 1919, Anna, f. 1920, og Børge, f. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1765 orð | 1 mynd

Karl Óskar Agnarsson

Karl Óskar Agnarsson fæddist í Reykjavík 19. júní 1952. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 22. október 2020. Foreldrar hans voru Agnar Líndal Hannesson, f. 16. júlí 1931, d. 10. janúar 1983 og Guðríður Lillý Karlsdóttir, f. 3. sept 1930, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 579 orð | 1 mynd

Kristín Björg Einarsdóttir

Kristín Björg Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. júní 1945. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. október 2020. Dóttir hjónanna Guðrúnar Magnúsínu Brandsdóttur og Einars Jóns Morits Karlssonar (bæði látin). Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 3215 orð | 1 mynd

Sigurður Hallur Sigurðsson

Sigurður Hallur Sigurðsson fæddist á Hvammstanga 11. febrúar 1967. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 23. október 2020. Sigurður Hallur var annað barn foreldra sinna, Sigurðar Sigurðssonar, f. 1. ágúst 1932, d. 20. maí 2011, og Ásu Guðmundsdóttur, f. Meira  Kaupa minningabók
2. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1037 orð | 1 mynd

Svava Sigurðardóttir

Svava Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 22. mars 1931. Hún lést á Hrafnistu Laugarási 18. október 2020. Foreldrar Svövu voru Svanhildur Þórðardóttir saumakona, f. 3.11. 1897 í Votmúla í Sandvíkurhreppi, d. 13.10. 1981, og Sigurður Magnús Sveinsson, fv. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 815 orð | 3 myndir

Eiga enn mikið inni á Indlandi

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Undanfarin ár hafa indversk stjórnvöld lagt ríka áherslu á að styrkja efnahagsleg tengsl landsins við Ísland, hinar Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsríkin. T. Meira
2. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 103 orð | 1 mynd

Segja ósanngjarnt að Amazon auglýsi tilboð

Netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið að auglýsa ekki útsölur í kringum afsláttardaginn svarta föstudag (e. Black Friday) í Frakklandi af tillitssemi við þær verslanir þar í landi sem hefur þurft að loka tímabundið vegna hertra smitvarnaaðgerða. Meira

Fastir þættir

2. nóvember 2020 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e5 3. dxe5 Rg4 4. Bf4 Rc6 5. Rf3 Bb4+ 6. Rc3 Bxc3+ 7...

1. d4 Rf6 2. c4 e5 3. dxe5 Rg4 4. Bf4 Rc6 5. Rf3 Bb4+ 6. Rc3 Bxc3+ 7. bxc3 De7 8. Dd5 f6 9. exf6 Rxf6 10. Dd1 d6 11. e3 O-O 12. Be2 Re4 13. Hc1 Kh8 14. h4 Bg4 15. h5 Hae8 16. Meira
2. nóvember 2020 | Í dag | 889 orð | 3 myndir

„Át ofan í mig brandarann og þáði starfið“

Bryndís Loftsdóttir fæddist 2. nóvember 1970 í Reykjavík og ólst upp á Háaleitisbraut þar til hún varð fimm ára. Þá fluttist hún í Norðurfell í Breiðholti. Eftir grunnskólanám í Fellaskóla hóf hún nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Meira
2. nóvember 2020 | Árnað heilla | 83 orð | 1 mynd

Erla Sóley Frostadóttir

30 ára Erla Sóley er Reykvíkingur en býr núna í Hafnarfirði. Hún er lögfræðingur og vinnur hjá sendinefnd Evrópusambandsins. Meira
2. nóvember 2020 | Árnað heilla | 77 orð | 1 mynd

Fríða Thoroddsen

40 ára Fríða er Reykvíkingur en er nýflutt til Egilsstaða sem eru heimabær eiginmanns hennar. Fríða er lögmaður og starfar sem slíkur á Pacta Lögmönnum á Egilsstöðum. Helstu áhugamál Fríðu eru félagsstörf, útihlaup og síðan ljósmyndun. Meira
2. nóvember 2020 | Í dag | 327 orð

Limrur frá ýmsum tímum

Góður vinur hringdi í mig og fór með tvær limrur eftir Hlymrek, – Jóhann S. Meira
2. nóvember 2020 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Límd fyrir framan skjáinn sem aldrei fyrr

Siggi Gunnars og Logi Bergmann heyrðu í Ingva Hrafni Jónssyni sem stjórnaði Bingó-Lottó á Stöð tvö á sínum tíma. Ingvi, sem var sá fyrsti í bingóbransanum í sjónvarpinu, segir tímann sem hann stjórnaði þáttunum hafa verið svakalega skemmtilegan. Meira
2. nóvember 2020 | Í dag | 54 orð

Málið

Sem betur fer muna aðeins elstu menn þá tíð þegar kynt var með kolum. Þá var kynt undir pottum , pönnum og kötlum í bókstaflegri merkingu: eldur látinn loga undir því. Kynt undir því í þágufalli , eins sjá má. Meira

Íþróttir

2. nóvember 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Aftur skoraði Guðlaugur Victor

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði í öðrum leiknum í röð er Darmstadt vann 4:3-sigur á Karlsruhe á útivelli í þýsku B-deildinni. Guðlaugur jafnaði metin fyrir gestina í 2:2 á 65. mínútu, sem unnu að lokum dramatískan sigur. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 102 orð

Albert með tvennu annan leikinn í röð

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er hann gerði annað og þriðja mark AZ Alkmaar í 3:0-sigri á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Beið í nærri 400 daga eftir marki

Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard batt enda á 392 daga bið á laugardag er hann skoraði loks sitt annað mark fyrir Real Madríd í 4:1-sigri á Huesca í spænsku deildinni. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Bjarki ekki með gegn Litháum

Orri Freyr Þorkelsson hefur verið kallaður inn í íslenska karlalandsliðið í handknattleik en frá því var greint í fréttatilkynningu sem HSÍ sendi frá sér í gær. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

England Newcastle – Everton 2:1 • Gylfi Þór Sigurðsson lék...

England Newcastle – Everton 2:1 • Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Manchester United – Arsenal 0:1 • Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekk Arsenal. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford síðan 2006 kom á góðum tíma

Manchester United er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sjö umferðir og hefur ekki unnið leik á heimavelli til þessa. Í gær tapaði liðið á heimavelli fyrir Arsenal, 0:1. Arsenal þurfti einnig á stigum að halda en er nú í 9. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 428 orð | 2 myndir

Fyrsti sigur Arsenal í 14 ár

England Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Arsenal vann 1:0-sigur á Manchester United á Old Trafford í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Íslensk mörk í Frakklandi

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu báðar í frönsku knattspyrnunni um helgina. Sara skoraði fjórða mark Lyon í sannfærandi útisigri á Montpellier en lokatölur urðu 5:0. Skoraði Sara þar með í öðrum leiknum í röð. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Löwen og Kiel á toppnum

Rhein-Neckar Löwen er ásamt Kiel á toppi þýsku 1.deildarinnar í handknattleik eftir sex umferðir en liðið vann 36:27-stórsigur á Balingen í Íslendingaslag. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen en Alexander Petersson var ekki með liðinu. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Mögnuð frammistaða Antons

Anton Sveinn McKee heldur áfram að fara á kostum í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest í Ungverjalandi. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 1189 orð | 2 myndir

Sitt sýnist hverjum um ákvörðun KSÍ

Fréttaskýring Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, ákvað að hætta keppni á bæði Íslandsmótinu og í bikarkeppninni á fundi sínum á föstudaginn síðasta vegna hertra sóttvarnaaðgerða ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 48 orð | 1 mynd

Spánn Valencia – Real Madrid 78:86 • Martin Hermannsson...

Spánn Valencia – Real Madrid 78:86 • Martin Hermannsson skoraði 2 stig og tók 1 frákast hjá Valencia. Andorra – Zaragoza Frestað • Haukur Helgi Pálsson leikur með Andorra. • Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza. Meira
2. nóvember 2020 | Íþróttir | 265 orð | 1 mynd

Þýskaland RN Löwen – Balingen 36:27 • Ýmir Örn Gíslason...

Þýskaland RN Löwen – Balingen 36:27 • Ýmir Örn Gíslason skoraði 1 mark fyrir Löwen en Alexander Petersson er meiddur. • Oddur Gretarsson skoraði 5 mörk fyrir Balingen. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.