Einn mesti töffari kvikmyndasögunnar er fallinn frá, Skotinn Sean Connery, sem skaut upp á stjörnuhimininn með túlkun sinni á njósnaranum James Bond í fyrstu Bond-myndinni. Dr. No, árið 1962. Connery var níræður þegar hann lést, 31. október, á heimili sínu á Bahama-eyjum og hafði þá glímt við langvarandi veikindi, að sögn sonar hans, Jasons.
Meira