Fótbolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Sveindís Jane Jónsdóttir er besti leikmaður úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, annað árið í röð. Sveindís fékk 21 M í 15 leikjum með Breiðabliki í sumar. Lék hún aðeins einn leik án þess að fá M og þá skoraði hún 14 mörk í 15 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki. Sveindís var lánuð til Kópavogsfélagsins fyrir tímabilið frá Keflavík og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti þegar tímabilið var blásið af, en Breiðablik var með 42 stig, tveimur stigum meira en Valur, og með leik til góða þegar leik var hætt á Íslandsmótinu.
Meira