Greinar þriðjudaginn 10. nóvember 2020

Fréttir

10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 550 orð | 5 myndir

Björgunarsveit fyrir opnu hafi

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðstæður hér í Grindavík, sjávarbyggð fyrir opnu hafi, bókstaflega kröfðust þess að hægt væri að bregðast við slysum við sjóinn. Árið 1930 var þörfin mikil og er enn, þótt aðstæður hafi breytst. Starfsemin okkar er meðal mikilvægra innviða samfélagsins,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Bóluefni glæðir vonir

Lyfjafyrirtækið Pfizer greindi frá því í gær að bóluefni þess, sem þróað hefur verið gegn kórónuveirunni, sýndi allt að 90% virkni gegn henni. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 314 orð

Dregur upp dökka mynd

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft í för með sér mikinn kostnaðarauka og tekjutap í rekstri Ríkisútvarpsins. Áætlað tap á rekstri RÚV á þessu ári er 250 milljónir króna, sem má eingöngu rekja til áhrifa af faraldrinum. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Eggert

Minnisvarði Þó að geirfuglinn sé horfinn úr lífríki Íslands stendur enn bronsstytta á Valahnjúki á Reykjanesi og horfir í átt til Eldeyjar. Þar er talið að síðasti geirfuglinn hafi verið drepinn árið 1844. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Fá hátt verð fyrir hrogn síldarinnar

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Spurn eftir síldarhrognum frá Noregi hefur verið meiri í ár heldur en nokkru sinni áður og verðið hefur hækkað í samræmi við eftirspurnina. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 586 orð | 2 myndir

Geti dregið gjafir til almannaheilla frá skatti

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Lagt er til í frumvarpsdrögum fjármála- og efnahagsráðuneytisins að einstaklingum verði heimilt að draga einstaka fjárframlög til lögaðila sem starfa til almannaheilla frá skattskyldum tekjum. Að hámarki 350 þúsund kr. á hverju ári og að lágmarki má framlagið eða gjöfin þó ekki vera lægri en tíu þúsund kr. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 63 orð

Gjafir til almannaheilla til frádráttar

Einstaklingum verður heimilað að draga frá tekjuskatti fjárframlög til lögaðila sem starfa til almannaheilla ef tillögur í frumvarpsdrögum verða lögfestar. Frádráttarbært framlag einstaklings má þá að hámarki vera 350 þúsund kr. á ári og tíu þúsund kr. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Heimsþing kvenna haldið í Hörpu með fjarfundabúnaði

Þýska stjórnmálakonan Silvana Koch Mehrin, stofnandi Samtaka þingkvenna, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Women Political Leaders, settu í gær Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Heldur eftir 51 þúsundi

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúi á hjúkrunarheimili sem greiðir tæpar 71 þúsund kr. sem kostnaðarþátttöku til heimilisins á mánuði heldur eftir tæplega 51 þúsund kr. til eigin þarfa. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Hlaut hvatningarverðlaun

Laufey Eyjólfsdóttir, kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla, hlaut í gær hvatningarverðlaun sem afhent voru á degi gegn einelti. Almenningur gat tilnefnt einstaklinga eða verkefni til verðlaunanna. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

Hvanneyri sameinast Reykholti

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Kirkjuþing samþykkti á fundi sínum á laugardaginn tillögu biskups um að Hvanneyrar- og Reykholtsprestakall í Borgarfirði sameinist í eitt nýtt prestakall, Reykholtsprestakall. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Íkonar úr einkasafni sr. Ragnars Fjalars Lárussonar á uppboði

„Gluggi til himins, trúarleg mynd máluð á tré, ...lítill himneskur hluti til okkar kominn, okkar sem búum á þessari efniskenndu jörð.“ Þannig lýsti sr. Ragnar Fjalar Lárusson á sínum tíma fyrir lesendum Morgunblaðsins hvað íkon væri. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Kranaskoðun í endurskoðun

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eftirlitsmaður frá Vinnueftirlitinu fór í tvígang á staðinn til að skoða krana sem féll í Mosagötu í Urriðaholti sl. fimmtudag og var svo gefin út skýrsla sem bannar notkun hans, að því er segir í svari eftirlitsins. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Landlægur skortur á gúrkum í tvo mánuði

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Skortur hefur verið á gúrkum hér á landi undanfarna tvo mánuði. Í flestum verslunum hafa nær engar íslenskar gúrkur verið á boðstólum. Þetta segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Landspítalinn af neyðarstigi síðar í vikunni

Jóhann Ólafsson Ragnhildur Þrastardóttir Fimm létust vegna Covid-19 á Landspítala um helgina og alls hafa þá 13 látist í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Eru það þremur fleiri en létust í fyrstu bylgju faraldursins. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Lánasjóðurinn láni hótelkeðjum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar stærstu hótelkeðja landsins og Samtök ferðaþjónustunnar hafa farið þess á leit við sveitarfélögin að greiðslu fasteignagjalda verði frestað með útgáfu skuldabréfa. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Loka á gagnaflæði til Meniga

Landsbankinn hefur lokað á gagnaflæði til Meniga og þar með til snjallforrits Arion banka. Þannig hefur verið dregið úr þjónustunni, sem gerði notendum framangreinds snjallforrits kleift að skoða hreyfingar reikninga hjá Landsbankanum. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 380 orð | 3 myndir

Misræmi milli laga og þjónustusamnings

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það er alveg ljóst að það þarf að skýra þetta betur svo engin álitaefni séu uppi um það. Það er verið að vinna að því,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri RÚV. Vísar hann þar til mats fjölmiðlanefndar á því hvort RÚV hafi uppfyllt almannaþjónustuhlutverk sitt á árinu 2018, en í matinu kom fram að athugasemd væri gerð við hvernig RÚV skilgreinir kaup sín af sjálfstæðum framleiðendum. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Missir af leiknum gegn Ungverjum vegna kórónuveirusmits liðsfélaga

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason verður fjarri góðu gamni þegar íslenska karlalandsliðið mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um laust sæti á EM á Puskás Aréna í Búdapest í Ungverjalandi á fimmtudaginn. Meira
10. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Ofurlest prófuð með farþega innanborðs

Þróun ofurhraðlestarinnar Virgin Hyperloop færist nær endamarkinu en gerðar voru tilraunir með farþega í þróunarlestinni í Nevadaeyðimörkinni í fyrradag, sunnudag. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Sinnti Ísak og Kötlu og hlýddi á fyrirlestur um leið

Ólöf Helga Hilmarsdóttir, knapi frá unga aldri, kembir hér hestana Ísak og Kötlu í nóvemberveðrinu í Víðidal. „Ég var þarna að hlusta á fyrirlestur í háskólanum og bara að dunda mér við að kemba á meðan. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 578 orð | 4 myndir

Teikn eru um að sjálfsvígum sé að fjölga

Alls bárust 30.094 gildar undirskriftir í undirskriftasöfnun á síðunni 39.is sem lauk á sunnudagskvöld. Fólk skrifaði nöfn sín til að hvetja til aðgerða til að setja geðheilsu í forgang. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Undirbúa skimun á minkabúum

Matvælastofnun er að vinna áætlun um skimun minka fyrir kórónuveirusmiti. Verður hafist handa við sjálfa skimunina einhvern næstu daga, að sögn Sigríðar Gísladóttur, sérgreinadýralæknis hjá Mast. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 139 orð

Upplýsa fjölda innbrota í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst fjölda innbrota í Sunnusmára í Kópavogi í síðasta mánuði. Um var að ræða innbrot í bæði geymslur og hjólageymslur og stálu þjófarnir öllu steini léttara, m.a. reiðhjólum, matvælum og húsmunum af ýmsu tagi. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 114 orð

Verkfall gæti haft áhrif á björgunargetu

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, er enn útkallshæf að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, en flugvirkjar gæslunnar hófu ótímabundið verkfall í síðustu viku. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Vilja útsýnispalla á bjargið

Umhverfisstofnun hefur heimilað Hafnarfjarðarbæ að grafa allt að tíu rannsóknarholur við Krýsuvíkurbjarg í því skyni að kanna þar jarðveg fyrir undirstöður útsýnispalla sem setja á upp við bjargbrún. Meira
10. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Örbylgjuloftnet trufla farsímasambandið

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar, PFS, aftengdu um 800 úrelt örbylgjuloftnet í Reykjavík í sumar og um 400 í fyrra, en talið er að um 3.500 loftnet séu enn til vandræða og valdi truflunum. Meira

Ritstjórnargreinar

10. nóvember 2020 | Leiðarar | 742 orð

Samræðustjórnmálin

Samfylkingin styður samstarf í Bandaríkjunum en hafnar því hér á landi Meira
10. nóvember 2020 | Staksteinar | 230 orð | 1 mynd

Víti til varnaðar í Færeyjum

Í nýjasta hefti Þjóðmála er viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, þar sem rætt er um átök um fiskveiðistjórnarkerfið hér á landi og ítrekaðar og vanhugsaðar hugmyndir um að brjóta það upp. Meira

Menning

10. nóvember 2020 | Myndlist | 910 orð | 2 myndir

„Á oft í miklu stríði við strigann“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þótt sýningarsalir séu víðast hvar lokaðir þessa dagana þá eru nokkrar sýningar opnar, að viðhöfðum tilskildum sóttvarnareglum. Meira
10. nóvember 2020 | Fólk í fréttum | 1024 orð | 5 myndir

„Stórkostlega skemmtilegt ferðalag“

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tölvuleikurinn Assassin's Creed: Valhalla kemur út í dag og fer leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson með eitt af aðalhlutverkum hans, hlutverk víkingsins Sigurd Styrbjornson. Meira
10. nóvember 2020 | Fjölmiðlar | 226 orð | 1 mynd

Veisla fyrir augu en ekki síður eyru

Nú í Covid-tíð horfi ég meira á sjónvarpsefni en áður. Kemur það væntanlega til af því að meiri tíma er varið heima við en áður. Meira

Umræðan

10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 1213 orð | 1 mynd

Að þrauka í gegnum Covid-faraldurinn

Eftir Rúnar Helga Andrason: "Samfélagsmiðlar hafa breytt möguleikum okkar til samskipta þar sem við getum nú verið stöðugt í tengslum og samskiptum við annað fólk." Meira
10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Afskriftir skulda skulu ná yfir okkur öll en ekki bara fáa útvalda

Eftir Sigurjón Hafsteinsson: "Staðan er því áframhaldandi óviss og verður meira krefjandi með hverjum deginum sem líður en vonlaus er hún ekki." Meira
10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 731 orð | 1 mynd

Auðlindaákvæðið – Breytileiki eignarréttar og hlutverk ríkis vegna almannagæða

Eftir Jón Jónsson: "Krafan um skilyrðislausa gjaldtöku felur í sér breytingu á grundvallarhlutverki ríkisins að stýra nýtingu almannagæða í þágu heildarhagsmuna." Meira
10. nóvember 2020 | Pistlar | 385 orð | 1 mynd

Aukum geðheilbrigði

Geðhjálp stendur nú fyrir áskorun til stjórnvalda og samfélagsins alls um að setja geðheilsu í forgang. Félagið stendur fyrir undirskriftasöfnun í samstarfi við Píeta-samtökin og hefur opnað vefsíðuna www.39.is. Meira
10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 609 orð | 1 mynd

Breytt heimsmynd

Eftir Guðm. Jónas Kristjánsson: "Allt stefnir í að íslensk þjóð verði orðin minnihlutahópur í eigin landi eftir fáa áratugi með sama áframhaldi." Meira
10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

KÁ 90 ára

Eftir Jón Ólaf Vilhjálmsson: "Samvinnurekstrarformið er ekki úrelt og í dag eru nokkur kaupfélög starfandi" Meira
10. nóvember 2020 | Velvakandi | 183 orð | 1 mynd

Mögur ár og feit

„Alllt sem fer upp, það fer niður aftur,“ sagði bankafræðingurinn og leit yfir gestina á námskeiðinu. Hann var að tala um hlutabréf og bætti við að það ætti að kaupa þegar verðið væri lágt, en selja væri það hátt. Meira
10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Óþolandi brot Tryggingastofnunar á jafnréttisreglu stjórnsýslulaga

Eftir Sigurð T. Garðarsson: "Það að gera mun á tekjum frá eftirlaunasjóði eða lífeyrissjóði er orðhengilsháttur." Meira
10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Reykspúandi lýðheilsa

Eftir Höllu Sigrúnu Mathiesen: "Auk þess að minnka óþarfa neikvæð áhrif núverandi kerfis gæti það bjargað rekstri fjölmargra fyrirtækja, og þar með tryggt störf." Meira
10. nóvember 2020 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Sígarettur eða skólasókn?

Eftir Völu Pálsdóttur: "Hvernig ætlum við að halda úti skólastarfi ef núverandi ástand heldur áfram?" Meira

Minningargreinar

10. nóvember 2020 | Minningargreinar | 848 orð | 1 mynd

Bernhard Schmidt

Bernhard Schmidt fæddist 20. maí 1938 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. október 2020. Foreldrar hans voru Kristjana Schmidt, f. 7. desember 1911, d. 11. febrúar 1981, og Róbert Schmidt, f. 15. maí 1911, d. 14. apríl 1982. Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1835 orð | 1 mynd

Bjarni Pétursson

Bjarni Pétursson fæddist á Grund í Skorradal 30. apríl 1936. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 29. október 2020. Foreldrar Bjarna voru hjónin Pétur Bjarnason, bóndi og hreppstjóri í Skorradal, f. 8.12. 1903, d. 10.12. Meira  Kaupa minningabók
10. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1275 orð | 1 mynd

Maríus Theodór Arthúrsson

Maríus Theodór Arthúrsson, fv. sjómaður og vörubílstjóri, síðar fisksali í Kópavogi í 25 ár, fæddist í Sóleyjartungu á Akranesi 30. ágúst 1924. Hann lést á dvalarheimilinu Höfða Akranesi 29. október 2020. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Bjart yfir hlutabréfum vegna frétta af bóluefni

Hlutabréf flestra félaga hækkuðu mikið í Kauphöll Íslands í gær í kjölfar jákvæðra tíðinda af þróun bóluefnis sem Pfizer hyggst beita gegn kórónuveirunni. Var þróunin á sömu lund í flestum kauphöllum austanhafs og vestan. Meira
10. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 766 orð | 3 myndir

Leggja til skuldabréfaleið

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar stærstu hótelkeðja landsins leggja til að sveitarfélögunum verði heimilað að fresta fasteignagjöldum fyrirtækjanna. Meira
10. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 181 orð | 1 mynd

Strengur vill eignast Skeljung að fullu

Þrír núverandi hluthafar í Skeljungi, sem fara samanlagt með ríflega 36% hlut í félaginu , hafa komið á fót samstarfi sín í milli og hefur með því skapast skylda á þeim til að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Meira

Fastir þættir

10. nóvember 2020 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4...

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 Bg7 7. Bc4 c5 8. Re2 Rc6 9. Be3 0-0 10. 0-0 b6 11. Dd2 Bb7 12. Hac1 Hc8 13. h4 e6 14. h5 cxd4 15. cxd4 Dh4 16. h6 Bf6 17. Bd3 Hcd8 18. Dc3 Hd7 19. Hfd1 Hfd8 20. Bb5 Hd6 21. f3 Bg5 22. Meira
10. nóvember 2020 | Árnað heilla | 86 orð | 1 mynd

Ásdís Halla Sigríðardóttir

40 ára Ásdís Halla ólst upp á Akranesi en býr núna í Mosfellsbænum. Hún er stuðningsfulltrúi í Helgafellsskóla. Ásdís fór í háskóla í Bretlandi, í Newcastle, þar sem hún lærði dýrafræði. Meira
10. nóvember 2020 | Í dag | 883 orð | 3 myndir

„Ég vil vinna að góðum málum“

Ingvar Sverrisson fæddist í Reykjavík 10. nóvember 1970 og ólst upp í Breiðholtinu. „Ég var í Fellaskóla alla mína grunnskólagöngu og það sem helst stendur upp úr er hversu góða vini ég eignaðist í hverfinu. Blaðamenn voru svolítið að tala niður hverfið á sínum tíma en þarna var ógrynni af krökkum og mikil orka og gaman. Svo var líka fínt að pabbi var forstöðumaður í Fellahelli.“ Ingvar segist þó alltaf fá sting í hjartað þegar hann er beðinn um að rifja upp æskuna, því þá kemur upp sorg yfir að hafa misst yngri bróður sinn, Friðþjóf, sem lést af slysförum, og hafði sá missir mikil áhrif á Ingvar og fjölskylduna alla. Meira
10. nóvember 2020 | Árnað heilla | 75 orð | 1 mynd

Magnús Stefán Sigurðsson

30 ára Magnús er Reykvíkingur og hefur alltaf búið þar fyrir utan stutta viðkomu á Selfossi. Magnús er tæknimaður og umsjónarmaður viðhalds hjá Hreyfingu. Helstu áhugamálin eru almenn útivist og þá helst ísklifur, fjallaskíði og straumvatnsbjörgun. Meira
10. nóvember 2020 | Í dag | 58 orð

Málið

Dæll merkir vingjarnlegur , þægilegur . Sést varla nema í félagi við annað; dæmi: indæll ; og í orðtakinu að gera sér dælt við e-n : vera áleitinn , frakkur við e-n , en líka: vera vingjarnlegur við e-n , sýna e-m áhuga . Meira
10. nóvember 2020 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Ragna Elísa Gunnarsdóttir fæddist 15. desember 2019 kl. 0.03...

Reykjavík Ragna Elísa Gunnarsdóttir fæddist 15. desember 2019 kl. 0.03. Hún vó 3.565 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Gunnar Steinn Aðalsteinsson og Sigríður Elísa Eggertsdóttir... Meira
10. nóvember 2020 | Í dag | 81 orð | 1 mynd

Viðbrögð að mestu leyti jákvæð

Þeir Logi Bergmann og Siggi Gunnars heyrðu í Magnúsi Árnasyni, framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Nova, til þess að fá að vita hvernig nýja auglýsingin þeirra hefði gengið og hvort fólk hefði raunverulega náð tilgangi hennar. Meira
10. nóvember 2020 | Í dag | 291 orð

Vísur um vín og núll-núll-sjö

Hólmfríður Bjartmarsdóttir skrifar á Boðnarmjöð: „Fyrst menn eru að senda vísur um vín þá“: Þó hreystin væri sjálfsagt sönn sem í arf við fengum. Alla nagar tímans tönn tíminn gleymir engum. Loks er fúnar lífs míns tré við lífið segi ég... Meira
10. nóvember 2020 | Fastir þættir | 175 orð

Æpandi þögn. S-NS Norður &spade;ÁD2 &heart;84 ⋄D953 &klubs;9642...

Æpandi þögn. S-NS Norður &spade;ÁD2 &heart;84 ⋄D953 &klubs;9642 Vestur Austur &spade;65 &spade;G984 &heart;D1053 &heart;ÁG76 ⋄KG2 ⋄86 &klubs;10873 &klubs;DG5 Suður &spade;K1073 &heart;K92 ⋄Á1074 &klubs;ÁK Suður spilar 3G. Meira

Íþróttir

10. nóvember 2020 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Anton Sveinn synti til sigurs í Búdapest

Anton Sveinn McKee kom fyrstur í mark í 200 metra bringusundi í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest í Ungverjalandi í gærmorgun. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

„Ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn!“ Ef ég fengi...

„Ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn!“ Ef ég fengi tíkall fyrir hvert skipti sem ég hef skrifað þessa setningu eftir kappleik í íþróttum þá væri ég milljónamæringur, jafnvel milljarðamæringur. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Breytingar á U21-árs landsliðinu

Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson hefur verið kallaður inn í U21-árs landslið Íslands sem mætir Ítalíu, Írlandi og Armeníu í undankeppni EM á næstu dögum. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 578 orð | 2 myndir

Ekki teflt á tvær hættur hjá íslenska landsliðinu

Landsliðið Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Engir áhorfendur verða á Puskás Aréna í Búdapest í Ungverjalandi á fimmtudagskvöld þegar heimamenn taka á móti Íslandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumeistaramótinu næsta sumar. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Elsti útispilarinn áfram í Fylki

Knattspyrnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson hefur skrifað undir eins árs samning við uppeldisfélag sitt Fylki. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 145 orð | 1 mynd

Fjórir möguleikar í stöðunni hjá Íslandi og Englandi

Fjórir möguleikar eru í stöðunni hvað viðkemur leik Englands og Íslands í Þjóðadeild UEFA. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Katar Deildabikarinn, B-riðill: Al-Arabi – Al-Kharitiyath 2:1...

Katar Deildabikarinn, B-riðill: Al-Arabi – Al-Kharitiyath 2:1 • Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Al-Arabi þar sem hann er staddur í verkefni með íslenska karlalandsliðinu. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 343 orð | 3 myndir

*Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í...

*Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í litháíska körfuknattleiknum en hann var í gær valinn í lið umferðarinnar í efstu deild þar í landi í annað skipti á tímabilinu. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 849 orð | 1 mynd

Óvænt Íslandsmeistari á hóteli í Frakklandi

Frakkland Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Framherjinnn Berglind Björg Þorvaldsdóttir er byrjuð að minna á sig í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu með Le Havre en hún gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki í byrjun september. Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Pólland Kielce – Tarnów 37:26 • Sigvaldi Björn Guðjónsson...

Pólland Kielce – Tarnów 37:26 • Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Kielce, Haukur Þrastarson er... Meira
10. nóvember 2020 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Þakklátur íslenskum stjórnvöldum

Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, á von á mjög erfiðum leik gegn Glasgow City í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu 18. nóvember næstkomandi en leikurinn fer fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda. Meira

Ýmis aukablöð

10. nóvember 2020 | Blaðaukar | 802 orð | 1 mynd

Nýtt bóluefni brátt í dreifingu

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.