Greinar fimmtudaginn 12. nóvember 2020

Fréttir

12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 96 orð

Allir fari í skimun

Góður árangur við að ná niður innanlandssmitum af völdum kórónuveirunnar þýðir að mögulega verður hægt að létta á núverandi hömlum, svo sem takmörkunum á heimsóknum á dvalarheimili Hrafnistu. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Ágúst vill 2. sætið

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs þar, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi á næsta ári. Meira
12. nóvember 2020 | Innlent - greinar | 967 orð | 1 mynd

„Hvernig á maður að vita hvar mörkin liggja“

Rebekka Ellen Daðadóttir ræddi við þau Kristínu Sif, Jón Axel og Ásgeir Pál í morgunþættinum Ísland vaknar um mikilvægi þess að opna umræðuna um hefndarklám í samfélaginu. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 916 orð | 2 myndir

„Þurfum að sýna sveigjanleika“

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Unnið er að því þessa dagana að kanna hvort unnt er að leigja viðbótarhúsnæði fyrir kennslu framhaldsskólanna svo fleiri nemendum verði gert kleift að stunda nám í staðnámi. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 746 orð | 5 myndir

Brugðist við breyttum aðstæðum

Sviðsljós Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Þetta ár hefur verið skrítið, svo vægt sé til orða tekið, og horfum við inn í annan veruleika með ströngum samskiptareglum og samkomubanni. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 1258 orð | 3 myndir

Covid-ástandið hentar ágætlega

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Hvað sem líður hörmungum og hremmingum sem ganga yfir þjóðfélagið geta landsmenn gengið að því vísu að 1. nóvember ár hvert kemur út ný bók eftir Arnald Indriðason. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Dásemdarsnúðar að dönskum hætti

Sumar uppskriftir eru svo girnilegar að maður bókstaflega ræður ekkert við sig. Þessi uppskrift er í þeim flokki og sjálfsagt margir sem geta ekki beðið eftir að prufa að baka þessa dásamlegu dönsku kanilsnúða. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 672 orð | 2 myndir

Engar undanþágur frá banni

Baksvið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 493 orð | 2 myndir

Fáar flugferðir og fólk vestra er ósátt

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nokkurrar óánægju gætir meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum yfir strjálum flugferðum Air Iceland Connect til og frá Ísafirði. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 142 orð | 14 myndir

Fáðu kokkinn heim

Hvernig hljómar kvöldstund með þínum nánustu þar sem kokkurinn af uppáhaldsveitingastaðnum þínum mætir heim til þín, eldar fyrir þig og gengur frá eftir sig? Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Fá lífræna vottun á lax

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fiskeldi Austfjarða hefur fengið lífræna vottun samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins. Tryggir þetta fyrirtækinu eftirsóttan markað fyrir hágæða laxaafurðir í Evrópu. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 170 orð | 2 myndir

Fjölskyldubingó á mbl.is í kvöld

Fjölskyldubingó mbl.is verður haldið í þriðja sinn í kvöld og hefst kl. 19 á mbl.is og rás 9 í Sjónvarpi Símans. Stjórnendur sem fyrr eru Siggi Gunnars og Eva Ruza. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 548 orð | 3 myndir

Flugið fái byr undir báða vængi

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Söguefnin í fluginu eru óteljandi og mér finnst gaman að koma þeim á framfæri. Til slíks er hlaðvarpið hentugt form og viðbrögð hlustenda hafa verið bæði sterk og góð,“ segir Jóhannes Bjarni Guðmundsson flugstjóri. Hann setti nýlega í loftið podcastsíðu með viðtölum við fólk sem tengist fluginu eða starfar á þeim vettvangi. Þætti þessa má nálgast undir Spotify og Apple podcast undir heiti þeirra sem Flugvarpið. Meira
12. nóvember 2020 | Innlent - greinar | 777 orð | 3 myndir

Hleypur á hlaupabrettinu og „sukkar heilsusamlega“

Valgerður Matthíasdóttir, eða Vala Matt. eins og hún er kölluð, er ein af jákvæðustu manneskjum þessa lands. Hún keypti sér hlaupabretti til að stytta sér stundir og hleypur heima til þess að andast ekki úr leiðindum. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 999 orð | 2 myndir

Hlýnun seinkar mögulega ísöld

Viðtal Guðni Einarsson gudni@mbl.is Grein Páls Bergþórssonar, veðurfræðings og fyrrverandi veðurstofustjóra, Loftslag frá 1975 og 100 ára spá, í Morgunblaðinu fyrir viku vakti mikla athygli. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 672 orð | 2 myndir

Hræsni og hálfsannleikur um kosningar

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Forsetakosningarnar vestanhafs í liðinni viku voru æsispennandi og samsæriskenningar á báða bóga um kosningasvindl og deilur um gildi póstatkvæða. Repúblikaninn Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því, vill bíða lokatalna og umfjöllunar dómstóla ef þarf og neitar í þokkabót að viðurkenna ósigur. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Húka úti í biðröðum í kulda og trekki

Það eru ekki bara fagmenn sem fara núna um þennan inngang Byko í Breiddinni en versluninni er skipt upp í nokkur hólf vegna samkomutakmarkana yfirvalda. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Kanna að leigja viðbótarhúsnæði

Verið er að kanna hvort unnt sé að leigja viðbótarhúsnæði fyrir kennslu framhaldsskólanna svo hægt sé að gera fleiri nemendum kleift að stunda nám í staðnámi. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd

Laugavegurinn endurnýjaður

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir hluta Laugavegar, milli Klapparstígs og Frakkastígs, hefur verið auglýst og er athugasemdafrestur til 11. desember nk. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 488 orð | 2 myndir

Lömbin aldrei verið þyngri en í haust

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lömb komu sérlega væn af fjalli og til slátrunar í haust. Fallþungi var að meðaltali 16,89 kíló sem er 370 grömmum meira en á síðasta ári og meiri fallþungi en áður hefur sést. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 491 orð | 2 myndir

Mikil fjölgun í iðn- og tæknifræðinámi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aðsókn að námi í iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík (HR) hefur aukist hratt og er deildin nú orðin sú fjórða stærsta við skólann. Þar stunda um 500 manns nám í iðnfræði, tæknifræði og byggingafræði. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Minni matarsóun

Hægt er að fá lifrarpylsu í sneiðum í verslunum. SS hefur hafið pökkun á tveimur sneiðum saman í áleggsbréfi, á svipaðan hátt og sviðasultan er framreidd. Er þá hægt að fá sér eina sneið eða tvær með nestinu eða grjónagrautnum. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Nýtt fjölmiðlafrumvarp í bígerð

Andrés Magnússon andres@mbl.is Ríkisstjórnarflokkarnir ræða nú sín í millum nýjar leiðir til þess að styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla, en sem kunnugt er hefur reynst erfitt að þoka frumvarpi menningarmálaráðherra um fjölmiðlastyrki í gegnum þingið. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Ógeðfellt krot við Austurbæjarskóla

Það var ófögur sjón sem blasti við nemendum og starfsfólki Austurbæjarskóla á mánudaginn. Í hjólageymslu við skólann höfðu ýmsar niðrandi áletranir verið krassaðar á veggi, kynþáttaníð og óhróður um samkynhneigða. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Óskemmtileg aðkoma eftir veggjakrot næturinnar

„Þetta er einhver nýr á markaðinum og hann fór víða um,“ segir Örn Karlsson, verktaki við þrif hjá Reykjavíkurborg. Krotað hafði verið á mörg hús við Skólavörðustíg og á Skólavörðuholti í byrjun vikunnar og var það þrifið á þriðjudag. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Samið við Breta um sjávarútveg

Komið hefur verið á reglulegu samráði milli Íslands og Bretlands á sviði sjávarútvegsmála. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 429 orð | 3 myndir

Segir engan samning við Tan til staðar

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og borgarfulltrúi Samfylkingar, fór í gær hörðum orðum um áform kaupsýslumannsins Tans Sri Vincents Tans um byggingu hótels á Miðbakkanum í Reykjavík, sem greint var frá í ViðskiptaMogganum í gær, en hún sagði í samtali við mbl.is að áform hans væru langt umfram skipulag og gildandi skipulagslýsingu. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Smitum fjölgaði á ný

Alls greindust 26 kórónuveirusmit innanlands í fyrradag. Þar af voru 19 í sóttkví við greiningu, eða 73%. Er þetta mestur fjöldi smita í um átta daga, eða frá 3. nóvember sl. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Sundabrautarskýrslan frestast

Enn verður bið á útkomu skýrslu starfshóps sem samgönguráðherra skipaði í sumar til að endurmeta áætlanir um Sundabraut. Vegagerðin leiðir starfið og stóð til að skýrsla starfshópsins yrði tilbúin í ágúst sl. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Súkkulaðihúðaðar piparkökur slá í gegn

Piparkökukúlur kallast þær og eru það heitasta heitt í sælgætisgeiranum um þessar mundir. Um er að ræða piparkökur sem búið er að hjúpa með dökku, hvítu eða hefðbundnu súkkulaði og útkoman er alvarlega ávanabindandi. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 542 orð | 2 myndir

Svarthvítu hetjurnar

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hugur margra landsmanna er nú við þjóðarleikvang Ungverjalands í Búdapest, en þar leika heimamenn og Íslendingar í kvöld um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta, sem til stendur að fari fram um víðan völl í álfunni næsta sumar. Völlurinn er nefndur eftir miðherjanum Ferenc Puskás, frægasta knattspyrnumanni Ungverjalands. „Hann var aðalhetjan og mitt fyrsta átrúnaðargoð í fótboltanum,“ segir Guðmundur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í KR. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 524 orð | 3 myndir

Tugþúsundir tóku þátt í Degi einhleypra

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Dagur einhleypra eða „Singles day“ var haldinn hátíðlegur hér á landi í gær. Gríðarlegur fjöldi landsmanna tók þátt í fjörinu, en um er að ræða stærsta netsöludag heims. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 247 orð

Vilja ekki tengingu við aðalkjarasamning

Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir að yfirstandandi kjaradeila flugvirkja Landhelgisgæslunnar og Landhelgisgæslunnar strandi ekki á launum eða of háum kröfum um laun. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 91 orð | 4 myndir

Villibráðarveisla heim

Nú þurfa villibráðarunnendur ekki að örvænta lengur þótt hlaðborðið fræga hjá Úlfari Finnbjörns á Grand hóteli hafi verið blásið af því nú er hægt að panta veisluna heim. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 201 orð

Vill ræða hótel Tans í stjórn Faxaflóahafna

Viðar Guðjónsson vidar@mbl. Meira
12. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 578 orð | 2 myndir

Yfir fjórir milljarðar í nýjan Kársnesskóla

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samþykkt var með 11 samhljóða atkvæðum á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í fyrrakvöld að ráðast í útboð á byggingu nýs Kársnesskóla. Byggingin er ætluð fyrir leikskóla og yngri deildir grunnskóla, þ.e. Meira

Ritstjórnargreinar

12. nóvember 2020 | Leiðarar | 482 orð

Heildarendurskoðun

Ríkisútvarpið verður að taka breytingum og sýna hófsemd í stað hroka Meira
12. nóvember 2020 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Stríðsyfirlýsing Samfylkingar

Samfylkingin er um margt sérkennilegur flokkur og afskaplega ófarsæll. Meira
12. nóvember 2020 | Leiðarar | 212 orð

Tökin hert í Hong Kong

Kínverski kommúnistaflokkurinn minnir á sig Meira

Menning

12. nóvember 2020 | Bókmenntir | 289 orð | 1 mynd

Bók með kvæðum Skáld-Guðnýjar

Hugurinn einatt hleypur minn er heiti nýrrar bókar með kvæðum Guðnýjar Árnadóttur (1813-1897), sem kölluð var Skáld-Guðný, og ítarlegri ritgerð um kveðskap hennar og ævi eftir Helga Hallgrímsson og Rósu Þorsteinsdóttur. Meira
12. nóvember 2020 | Kvikmyndir | 767 orð | 2 myndir

Filmu minninga flett af sársaukanum

Leikstjórn og handrit: Joanna Hogg. Kvikmyndataka: David Raedeker. Aðalleikarar: Honor Swinton Byrne, Tom Burke, Tilda Swinton. Bretland, 2019. 120 mín. Meira
12. nóvember 2020 | Bókmenntir | 766 orð | 4 myndir

Frá harki til heiðurslauna

Eftir Árna Matthíasson. JPV útgáfa, 2020. Kilja í stóru broti, 271 bls, með heimilda-, mynda- og nafnaskrá. Meira
12. nóvember 2020 | Tónlist | 792 orð | 2 myndir

Gefast ekki upp þótt á móti blási

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stafræna tónlistarhátíðin Live from Reykjavík fer fram á morgun og hinn, 13. og 14. Meira
12. nóvember 2020 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Hópur listamanna með gjörninga í streymisdagskrá annað kvöld

Listamannahópurinn Sunday Seven mun senda út gjörningadagskrá í streymi annað kvöld, föstudagskvöld. Dagskráin hefst kl. 20 og stendur í á þriðju klukkustund. Meira
12. nóvember 2020 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Hrakfallabálkur með stórt hjarta

Breska leikkonan Phoebe Waller-Bridge hefur lítið sést í íslensku sjónvarpi en á streymisveitunni Amazon Prime er nú hægt að horfa á sjónvarpsþættina Fleabag sem hún bæði samdi og leikur aðalhlutverkið í. Meira
12. nóvember 2020 | Bókmenntir | 336 orð | 3 myndir

Óður til ljósmæðra

Eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Benedikt, 2020. Innbundin, 208 bls. Meira
12. nóvember 2020 | Tónlist | 1213 orð | 4 myndir

Samsuða margra heima

Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hrafnagaldur Óðins , samstarfsverkefni Sigur Rósar, tónskáldsins og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar og kvæðamannsins Steindórs Andersen, kemur loksins út á plötu 4. Meira
12. nóvember 2020 | Bókmenntir | 274 orð | 3 myndir

Sannleikurinn er lyginni líkastur

Eftir Ryan Green. Gísli Rúnar Jónsson þýddi. Bókaútgáfan Ugla 2020. Kilja, 174 bls. Meira
12. nóvember 2020 | Tónlist | 433 orð | 3 myndir

Sungið á hljómborð

Schubert: Three sonatas from 1817. Edda Erlendsdóttir píanó. Teknar upp í París jan. 2020. Útg.: ERMA 200.010. Lengd: 68:19. Meira
12. nóvember 2020 | Kvikmyndir | 287 orð | 1 mynd

Tilnefningar til EFA 2020 liggja nú fyrir

Tilnefningar til EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, hafa nú allar verið kunngjörðar. Meira

Umræðan

12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Árbæjarlón þurrkað upp eftir furðuleg vinnubrögð

Eftir Björn Gíslason: "Umhverfisráð Reykjavíkurborgar hefur ekkert fjallað um þetta mál og fékk ekkert að vita af ráðabrugginu fyrr en í sjónvarpsfréttum er búið var að tæma lónið í síðasta sinn." Meira
12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

Borgarlínuverkefni í felulitum – Hvar er Teresa?

Eftir Svein Óskar Sigurðsson: "En Teresa, hún fékk aðeins notið 4% ávöxtunarkröfu en það virðist alveg hafa nægt fyrir Ólöfu og Metu til að fylla hana." Meira
12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 750 orð | 1 mynd

Er rammaáætlun nauðsynleg eða skaðleg?

Eftir Magnús Björgvin Jóhannesson: "Tvöfalt kerfi er í gildi í dag því verkefni sem fara í gegnum rammaáætlun þurfa að fara í gegnum umhverfismat og uppfylla önnur lög." Meira
12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Grillur dr. Ólínu

Eftir Björn Bjarnason: "Tilgangurinn er að fæla menn frá öðru en lofi á bókina. Hún snýst um að dr. Ólína sé ekki metin að verðleikum." Meira
12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 143 orð | 1 mynd

Hæ Íslandsbanki

Nú er ég kominn með í síma minn eitthvað sem heitir „app“ frá Íslandsbanka. Get ég þar til dæmis fært fé milli reikninga, sem til gamans bera 0,05% vexti á hverju ári. Fleira er skemmtilegt við „appið“. Meira
12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 618 orð | 2 myndir

Katrín Jak. og Bjarni Ben. – hér er tillaga

Eftir Sigmar Vilhjálmsson og Óla Val Steindórsson: "Með þessari tillögu er verið að veita öllum lífvænlegum fyrirtækjum, sem hafa þurft að þola miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun, ákveðið svigrúm og andrými til að standa við sínar skuldbindingar." Meira
12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 946 orð | 2 myndir

Listahátíð í Reykjavík fimmtíu ára

Eftir Svein Einarsson: "Listahátíð hefur reynst gjöfult uppátæki og róluvöllur fyrir sköpunargleði og fjölbreytni." Meira
12. nóvember 2020 | Aðsent efni | 377 orð | 1 mynd

Símenntun – nauðsynlegur liður í rafiðnaðargreinum

Eftir Kristján Daníel Sigurbergsson: "Á sama tíma og huga þarf að nýliðun í greininni er símenntun nauðsynlegur liður í starfsumhverfi rafiðnaðarins." Meira
12. nóvember 2020 | Pistlar | 415 orð | 1 mynd

Tilraunin strandaði á skeri Sjálfstæðisflokksins

Nú virðist tilraun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um sérvaldar breytingar hennar á stjórnarskránni hafa strandað á skeri Sjálfstæðisflokksins. Meira

Minningargreinar

12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1345 orð | 1 mynd

Aðalbjörg Vagnsdóttir

Aðalbjörg Vagnsdóttir (Abba) fæddist á Sauðárkróki 21. nóvember 1951. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 28. október 2020. Foreldrar Öbbu voru Vagn Gíslason, f. 6. nóvember 1901, d. 4. október 1986, og Fjóla Stefánsdóttir, f. 9. október 1914, d. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 3636 orð | 1 mynd

Benedikt Ragnar Lövdahl

Benedikt Ragnar Lövdahl fæddist 5. október 1953. Hann lést 30. október 2020. Foreldrar Benedikts voru Hulda Benediktsdóttir Lövdahl, f. 1916, d. 1998, og Ragnar Kornelíus Lövdahl, f. 1910, d. 1979. Systkini Benedikts eru Edvard Lövdahl, f. 1937, d. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1220 orð | 1 mynd

Jóhanna Jóhannsdóttir

Jóhanna Jóhannsdóttir fæddist í Hafnarfirði 20. júlí 1935. Hún lést á Landakotsspítala 1. nóvember 2020. Foreldrar Jóhönnu voru Kristín Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Efri-Tungu, Fróðárhreppi, f. 2.11. 1905, d, 22.1. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 660 orð | 1 mynd

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson fæddist 8. mars 1946. Hann lést 25. október 2020. Útför hans fór fram 6. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 3600 orð | 1 mynd

Már B. Gunnarsson

Már fæddist 21. febrúar 1945 á Patreksfirði og ólst þar upp fyrstu þrjú árin. Hann lést 12. október 2020 á gjörgæsludeild Landspítalans. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1846 orð | 1 mynd

Pétur Bjarnason

Pétur Bjarnason fæddist í Reykjavík 20. september árið 1955. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. október 2020. Foreldrar Péturs voru Jón Bjarni Kristinsson, f. 11.2. 1922, d. 19.8. 1975, og Erna Árnadóttir, f. 15.12. 1922, d. 18.5. 2008. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1880 orð | 1 mynd

Rebekka Elín Guðfinnsdóttir

Rebekka Elín fæddist 14. maí 1937. Hún lést 3. nóvember 2020 á Hjúkrunarheimilinu Nesvöllum. Foreldrar hennar voru Guðfinnur Sigmundsson vélsmíðameistari, Ísafirði síðan Keflavík, f. 30. okt. 1898 að Oddsflöt í Grunnavík, d. 24. des. 1986, o.k.h. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 2619 orð | 1 mynd

Svanheiður Ólöf Friðþjófsdóttir

Svanheiður Ólöf Friðþjófsdóttir, ávallt kölluð Svana, fæddist í Rifi á Snæfellsnesi 8. september 1939. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 30. október 2020. Foreldrar hennar voru Friðþjófur Guðmundsson f. 1904, d. Meira  Kaupa minningabók
12. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1535 orð | 1 mynd

Þorgrímur Eiríksson

Þorgrímur Eiríksson fæddist 11. október 1938 í Kaupmannahöfn. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 5. október 2020. Foreldrar hans voru Eiríkur Magnússon kennari frá Hurðarbaki í Austur-Húnavatnssýslu, fæddur 3. apríl 1904, lést 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Icelandair hækkar

Hlutabréf Icelandair Group hafa verið á mikilli siglingu í Kauphöll Íslands síðustu daga og hefur markaður með þau verið líflegur. Þannig hækkuðu bréf félagsins um 9,12% í tæplega 690 milljóna viðskiptum í gær. Meira
12. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 316 orð | 2 myndir

Opna í miðjum faraldri

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tómas A. Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar, segir rekstur nýjustu Búllunnar í Reykjanesbæ hafa gengið framar vonum. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hafi aðsóknin verið góð. Meira
12. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 316 orð | 2 myndir

Sænskt félag í fasteignaráðgjöf horfir til Íslands

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sænska fasteignaráðgjafarfyrirtækið Croisette Real Estate Partner mun opna skrifstofur hér á landi í komandi mánuði. Þetta staðfesta forsvarsmenn fyrirtækisins í samtali við Morgunblaðið. Meira

Daglegt líf

12. nóvember 2020 | Daglegt líf | 401 orð | 1 mynd

Fallegir jurtalitirnir eru nú í 1.000 púslum

Dægradvöl lita og bita. Fræðandi púsluspil og hnyklar í litum, Guðrún í Hespuhúsinu nú á nýjum slóðum með skemmtilegt dund fyrir fjölskylduna. Meira
12. nóvember 2020 | Daglegt líf | 676 orð | 5 myndir

Gefur til baka til samfélagsins

Sigrún Gunnarsdóttir greindist með brjóstakrabbamein fyrir tæpum þremur árum. Hún vill gefa samfélaginu til baka, þakka fyrir að hafa fengið lækningu og hjúkrun. Meira
12. nóvember 2020 | Daglegt líf | 546 orð | 1 mynd

Hreyfipillan er besta forvörnin

Einn af kennurunum mínum í læknadeild Háskóla Íslands sagði einhverju sinni við okkur nemendur sína að ef hreyfing væri tafla eða pilla myndu allir læknar skrifa upp á slíka lyfseðla fyrir skjólstæðinga sína. Ég tek heilshugar undir þessi orð. Meira

Fastir þættir

12. nóvember 2020 | Árnað heilla | 93 orð | 1 mynd

Ágúst Garðarsson

50 ára Ágúst ólst upp í Mosfellsbænum frá 3ja ára aldri og bjó þar í 20 ár. Ágúst er málarameistari og á fyrirtækið ÁG málun í Kópavogi. Helstu áhugamálin eru skotveiði, stangaveiði og golf. Síðan eru ferðalög vinsæl og hann á annað heimili á Spáni. Meira
12. nóvember 2020 | Í dag | 336 orð

Átvaglið og frúin í Odda

Ólafur Stefánsson yrkir „Átvaglið“ og skýrir sig sjálft: Hann snæðir geitur frá Gana gráðost af þjóðlegum vana, sagó úr skál eins savoy-kál, og Haítí-bardagahana. Meira
12. nóvember 2020 | Fastir þættir | 170 orð

Hundalógík. A-Allir Norður &spade;53 &heart;D843 ⋄7 &klubs;ÁD8432...

Hundalógík. A-Allir Norður &spade;53 &heart;D843 ⋄7 &klubs;ÁD8432 Vestur Austur &spade;92 &spade;Á64 &heart;2 &heart;ÁG109 ⋄ÁDG1092 ⋄8643 &klubs;K1075 &klubs;G6 Suður &spade;KDG1087 &heart;K765 ⋄K5 &klubs;9 Suður spilar 4&spade;. Meira
12. nóvember 2020 | Í dag | 950 orð | 5 myndir

Kona sem gengur í öll störf

Guðrún Pálsdóttir fæddist á Flateyri 12. nóvember 1950 og ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu og þremur systkinum móður sinnar á Sæbóli 3 á Ingjaldssandi. Meira
12. nóvember 2020 | Í dag | 56 orð

Málið

„Hvorugur unnti hinum neins.“ Hér er t -i ofaukið. „Það voru 9 salthnetur eftir í pokanum en hann var svo eigingjarn að hann gat ekki unnt mér þess að fá 5.“ Þarna er t . Meira
12. nóvember 2020 | Í dag | 65 orð | 1 mynd

Ófeimna stjarnan í Nova-auglýsingunni

Sindra Frey Bjarnason ættu flestir ef ekki allir Íslendingar að kannast vel við en hann fór með eitt af aðalhlutverkunum í nýjustu Nova-auglýsingunni þegar hann gekk um allsnakinn í Sundhöll Reykjavíkur. Meira
12. nóvember 2020 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

Reykjavík Rafnar Freyr Fannarsson fæddist 12. nóvember 2019 kl. 23.47 og...

Reykjavík Rafnar Freyr Fannarsson fæddist 12. nóvember 2019 kl. 23.47 og er því eins árs í dag. Hann vó 3.170 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Fannar Freyr Markússon og Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir... Meira
12. nóvember 2020 | Fastir þættir | 142 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á bandaríska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu en...

Staðan kom upp á bandaríska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu en teflt var á skákþjóninum lichess.org og var umhugsunartíminn 25 mínútur ásamt fimm sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik. Meira
12. nóvember 2020 | Árnað heilla | 84 orð | 1 mynd

Tjörvi Guðjónsson

30 ára Tjörvi fæddist á Akranesi og hefur búið þar og í Reykjavík og fimm ár í Englandi. Tjörvi er framkvæmdastjóri hjá Ice Medica, sem sinnir heilbrigðismarkaðnum. Meira

Íþróttir

12. nóvember 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Enskir taka ákvörðun í dag

Enska knattspyrnusambandið reiknar með því að bresk yfirvöld taki ákvörðun í dag um hvort leyfa skuli íslenska karlalandsliðinu að ferðast til Englands fyrir fyrirhugaðan landsleik þjóðanna í Þjóðadeildinni á miðvikudag í næstu viku. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Ég reikna með því að landsliðsþjálfarinn, Erik Hamrén, veðji á reynda...

Ég reikna með því að landsliðsþjálfarinn, Erik Hamrén, veðji á reynda leikmenn í leiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi í Búdapest í dag. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Guðjón aftur í Vesturbæinn

KR-ingar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin á Íslandsmóti karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili. Framherjinn Guðjón Baldvinsson hefur gert tveggja ára samning við KR en hann lék með liðinu á árunum 2008-2011 og varð tvívegis Íslandsmeistari með... Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Íslensku leikmennirnir hafa notið velgengni en eru enn hungraðir

„Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 456 orð | 2 myndir

Íslensku strákarnir ekki hættir

Fótbolti Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is „Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir eru ennþá hungraðir. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 10 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA EM U21 árs karla: Víkingsvöllur: Ísland – Ítalía 13:15...

KNATTSPYRNA EM U21 árs karla: Víkingsvöllur: Ísland – Ítalía... Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 759 orð | 2 myndir

Leikirnir sem hjálpa mönnum að taka næsta skref

Fótbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is U21-árs landslið Íslands í knattspyrnu er í sannkölluðu dauðafæri að komast á sitt fyrsta stórmót síðan árið 2011 þegar liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM eftir umspil gegn Skotum. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu Zaragoza – Nizhnij Novgorod 78:75 &bull...

Meistaradeild Evrópu Zaragoza – Nizhnij Novgorod 78:75 • Tryggvi Snær Hlinason spilaði í 12 mínútur og tók tvö... Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Mótmæli KKÍ breyta engu á Krít

Ekki er útlit fyrir annað en Ísland mæti Slóveníu í undankeppni EM kvenna í körfuknattleik á Krít í Grikklandi í dag klukkan 15 þótt á ýmsu hafi gengið þar ytra. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi voru alla vega ekki upplýsingar um annað. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 72 orð

Óvenjuleg tímasetning

Masters-mótið í golfi, eitt af risamótum fjórum í karlaflokki, hefst á Augusta National í Georgíuríki í Bandaríkjunum í dag. Mótið fer árlega fram á Augusta í apríl og er þá ávallt fyrsta risamót ársins hjá körlunum í íþróttinni. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Pablo Punyed frá KR til Víkings

„Ég þekki Arnar mjög vel og þeir [Víkingar] spila frábæran fótbolta. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Sá fimmti stigahæsti

Anton Sveinn McKee og liðsfélagar hans í Toronto Titans eru komnir áfram í undanúrslit atvinnumannadeildarinnar í sundi sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi þessa dagana. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 391 orð | 1 mynd

Sætur sigur Íslands fyrir 28 árum

Þegar Ísland og Ungverjaland mætast í leiknum mikilvæga í dag verður það í tólfta skipti sem þjóðirnar mætast í A-landsleik karla í knattspyrnu. Hafa Ungverjar sjö sinnum unnið, Íslendingar þrisvar og einu sinni hefur orðið jafntefli. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Unnu loks gegn tíu marka Bjarka

Bjarki Már Elísson skoraði tíu mörk úr ellefu skotum er Lemgo tapaði 26:32 á heimavelli gegn Oddi Gretarssyni og félögum í Balingen í þýsku efstu deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Vináttulandsleikir karla Malta – Liechtenstein 3:0 • Helgi...

Vináttulandsleikir karla Malta – Liechtenstein 3:0 • Helgi Kolviðsson er landsliðsþjálfari Liechtenstein. Danmörk – Svíþjóð 2:0 Ítalía C-deild: Perugia – Padova 3:0 • Emil Hallfreðsson lék fyrstu 71 mínútuna fyrir Padova. Meira
12. nóvember 2020 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Þýskaland Magdeburg – RN Löwen 31:33 • Ómar Ingi Magnússon...

Þýskaland Magdeburg – RN Löwen 31:33 • Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt. • Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen og Alexander Petersson var ekki með. Meira

Ýmis aukablöð

12. nóvember 2020 | Blaðaukar | 857 orð | 1 mynd

Byrjað að sprauta í byrjun 2021

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Heilsufarsstofnun Evrópusambandsins (ESB) sagði í gær að fyrstu Evrópubúarnir til að fá bóluefni gegn kórónuveirunni yrðu að öllum líkindum sprautaðir á fyrsta fjórðungi næsta árs, 2021, að sögn yfirmanns stofnunarinnar, Andreu Ammon. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.