Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hugur margra landsmanna er nú við þjóðarleikvang Ungverjalands í Búdapest, en þar leika heimamenn og Íslendingar í kvöld um sæti í Evrópukeppni landsliða í fótbolta, sem til stendur að fari fram um víðan völl í álfunni næsta sumar. Völlurinn er nefndur eftir miðherjanum Ferenc Puskás, frægasta knattspyrnumanni Ungverjalands. „Hann var aðalhetjan og mitt fyrsta átrúnaðargoð í fótboltanum,“ segir Guðmundur Pétursson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í KR.
Meira