Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það hefur gengið furðuvel,“ segir Elías Tjörvi Halldórsson, en tíu vikur eru liðnar síðan veitingahúsið ÚPS á Höfn í Hornafirði tók til starfa. Elías á og rekur staðinn ásamt bróður sínum, Þorgrími Tjörva, og Birnu Jódísi Magnúsdóttur. Þeir bræður standa vaktina í veitingahúsinu, elda og þjóna, og segir Elías að þeim hafi fundist vanta samkomustað fyrir heimafólk og að Hornfirðingar hafi tekið staðnum vel. „Ferðamenn eru sannarlega líka velkomnir, þegar þeir koma,“ segir Elías.
Meira