Greinar laugardaginn 14. nóvember 2020

Fréttir

14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 376 orð | 2 myndir

Afmælisgleði og söngur í Hagaborg

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Leikskólinn Hagaborg við Fornhaga í Reykjavík er 60 ára í dag. Haldið var upp á afmælið í gær með samsöng og öðrum skemmtilegheitum. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 745 orð | 3 myndir

Álag á félögum Rauða krossins um allan heim

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mikil spurn er um allan heim eftir starfskröftum Rauða krossins vegna kórónuveikifaraldursins og aðgerða sem tengjast honum, að sögn Atla Viðars Thorstensen, sviðsstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 930 orð | 4 myndir

Ástand spítalans ófullnægjandi

Guðni Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir „Frumniðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á Covid-19-tilfellum á Landakoti benda til þess að smit hafi borist inn á stofnunina með nokkrum einstaklingum en einnig er talið hugsanlegt að sum smit á milli starfsmanna megi rekja til eðlilegra náinna samskipta vegna fjölskyldu- og vinatengsla utan vinnustaðar,“ segir í skýrslu um alvarlega hópsýkingu á Landakoti sem Landspítalinn kynnti í gær. Meira
14. nóvember 2020 | Erlendar fréttir | 704 orð | 1 mynd

Brottfall í liði Boris Johnsons

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Dominic Cummings, hinn umdeildi stjórnandi baráttunnar 2016 fyrir því að Bretar færu úr Evrópusambandinu (ESB), ætlar að hætta sem aðalráðgjafi Boris Johnsons um næstkomandi áramót, eða þegar Brexit gengur endanlega í gegn, að sögn breskra fjölmiðla. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Bændur ákveða að loka uppboðshúsinu

Grundvöllur Kopenhagen Fur uppboðshússins í Danmörku er brostinn og eigendur þess, danskir minkabændur, hafa ákveðið að slíta félaginu og leggja niður starfsemina á næstu tveimur til þremur árum. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 14 orð | 1 mynd

Eggert

Skreytingar Jólalegt er orðið um að litast á Skólavörðustíg, þar sem Hallgrímskirkja gnæfir... Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Eini rafvirkinn á Raufarhöfn er 91 árs

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eitt sinn rafvirki, alltaf til þjónustu reiðubúinn, hljómar fyrir eyrum þegar rætt er við Helga Ólafsson á Raufarhöfn. „Ég er eini rafvirkinn á staðnum og stekk til þegar kallið kemur,“ segir meistarinn, sem verður 92 ára á næsta ári og hefur unnið við iðnina síðan hann útskrifaðist frá Iðnskóla Siglufjarðar 1950, í 70 ár. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Ein Lyklafellslína í stað tveggja öflugri

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Í nýju umhverfismati fyrir lagningu og niðurrifi háspennulína á höfuðborgarsvæðinu er aðeins gert ráð fyrir einni 220 kílóvolta Lyklafellslínu en ekki tveimur mun öflugri línum. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Geti vel sinnt almannaþjónustu

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar hf., sem rekur m.a. Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, segir félagið vel geta tekið að sér almannaþjónustuhlutverk sem RÚV er einu falið í lögum í dag. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Heimavellir í sókn á markaði

Stefán E. Stefánsson Baldur Arnarson Íslenska leigufélagið Heimavellir mun skipta um nafn og nefnast Heimstaden Iceland, gangi áætlanir eiganda þess, Fredensborg AS, eftir á nýju ári. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Íbúðir innréttaðar í Rúgbrauðsgerðinni

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík gerir ekki athugasemd við það að efstu hæðum hins sögufræga húss Rúgbrauðsgerðarinnar í Borgartúni 6 verði breytt úr skrifstofum í íbúðir. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Jólakort Thorvaldsensfélagsins 2020

Thorvaldsensfélagið hefur gefið út sitt árlega jólakort. Að þessi sinni prýðir kortið mynd eftir Sigrúnu Eldjárn og heitir „Ömmujól“. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Ómerkti dóm vegna útboðs Isavia

Landsréttur ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þar sem Isavia var sýknað af skaðabótakröfu Drífu ehf. en Drífa rekur meðal annars Icewear-verslanirnar. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Prestaköll sameinuð

Nú á dögunum tók gildi sú breyting að Selfoss- og Eyrarbakkaprestaköll í Suðurpófastdæmi voru sameinuð, skv. því sem Kirkjuþing samþykkti á dögunum. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Rokkandi vatnshæð veldur skaða

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sveiflan á hæð Skorradalsvatns er slík að landspjöll hljótast af. Frá hausti til vors getur þetta munað einum og hálfum metra. Á veturna þegar íshrannir rekur á land hér við norðurbakka vatnsins eru þær beittar eins og rakvélarblöð og brjóta landið,“ segir Pétur Davíðsson, bóndi á Grund í Skorradal. Bændur þar í sveit fara þess nú á leit við Orku náttúrunnar að fyrirtækið gæti hófs við miðlun til Andakílsárvirkjunar úr Skorradalsvatni. Fundir eru haldnir og lausna er leitað. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 397 orð | 6 myndir

Samgöngusáttmálinn í uppnámi

Andrés Magnússon andresmbl. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Skagfirsk matvæli fyrir 700 fjölskyldur afhent

Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki afhentu í gær Fjölskylduhjálp Íslands rúm fjögur tonn af matvælum. Það er fyrsti hlutinn af um 40 þúsund matarskömmtum sem fyrirtækið mun afhenda hjálparstofnunum vegna matarúthlutunar fram til jóla. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 681 orð | 3 myndir

Skiptar skoðanir á valdsviði neyðarstjórnar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefur verið gríðarlegur styrkur af því fyrir borgina og viðbrögð hennar að hafa tilbúnar viðbragðsáætlanir og samhæfða neyðarstjórn til að takast á við þau verkefni sem faraldurinn hefur kallað á,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 634 orð | 2 myndir

Sólin hverfur bak við fjöllin á morgun

Úr bæjarlífinu Sigurður Ægisson Siglufirði Veturinn minnti á sig á dögunum, þegar allt í einu hvít jörð blasti óvænt við Siglfirðingum einn morguninn. Enn liggur föl yfir, hvað sem verður. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 556 orð | 2 myndir

Spá 12,2% heildaratvinnuleysi í desember

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnuleysið fer stigvaxandi frá mánuði til mánaðar og jókst alls staðar á landinu í seinasta mánuði. Almennt atvinnuleysi fór í 9,9% í október og verulega hefur fjölgað í hópi þeirra sem eru í minnkuðu starfshlutfalli og fóru á hlutabætur en atvinnuleysi tengt því fór í 1,2%. Heildaratvinnuleysi á landinu var því 11,1% í október og er að lítið eitt meira en Vinnumálastofnun (VMST) hafði reiknað með að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Hún segir greinilegt að áhrif hertra sóttvarnaráðstafana í þriðju bylgju veirufaraldursins komi fram í þessum atvinnuleysistölum og fjölgun á hlutabótaleiðinni, ekki síst vegna lokana í veitingaþjónustu. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Sturlaugur stoltur af því að gera fyrsta óáfenga jólabjórinn

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Froðusleikir er þegar uppseldur hjá okkur og byrjaður að klárast í ákveðnum verslunum. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Stýrihópur um Elliðaárdalinn

Elliðaárdalur og framtíð mannvirkja Elliðaárstöðvar og Árbæjarlóns voru rædd á fundi borgarráðs Reykjavíkur í fyrradag. Borgarstjóri lagði fram tillögu á fundinum um drög að erindisbréfi stýrihóps um Elliðaárdal. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Svört skýrsla um smitin

Guðni Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir Pétur Magnússon Ástand húsnæðis, loftskipta og aðbúnaðar á Landakoti er talið ófullnægjandi með tilliti til sýkingarvarnasjónarmiða, og er líklega meginorsök dreifingar kórónuveirusmita þegar hópsýking kom þar... Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Úrbætur á stoppistöðvum

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu samgöngustjóra og borgarhönnunar um að átak verði gert í úrbótum á strætóstoppistöðvum í borginni. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Valgeir samdi og hljóðritaði lag við kvæði Hannesar Hafsteins um Jónas

Valgeir Guðjónsson hefur samið lag við kvæði Hannesar Hafsteins um Jónas Hallgrímsson, „Hraun í Öxnadal“, og hljóðritað það með sveit sinni, Tóneyki Valgeirs. Meira
14. nóvember 2020 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Vilja samninginn án hagræðingar

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

14. nóvember 2020 | Reykjavíkurbréf | 1420 orð | 1 mynd

Margt verður ljósara

Þegar horft er til baka um aldir þykir nútímamanni varnarleysi fólks, í svo mörgum efnum, vera óskiljanlegt. Það þurfti oft svo lítið til. Mótlæti í efnislegum gæðum eða minni háttar brestur sem varð í almennu heilsufari og í hendingskasti virtust flestar bjargir bannaðar. Allur þorrinn var í jafn veikri stöðu. Einstaklingar voru stundum „betur af guði gerðir en aðrir“ eða bjuggu örlítið betur en allur fjöldinn, en líka þeir máttu ekki við miklu. En oftast nær áttu allir hinn aukna vanda sameiginlega. Kal varð í túnum víðast hvar. Aðrir veðurfarslegir afturkippir slepptu fæstum. Ís varð landfastur. Eldvirkni jókst. Pestir gátu farið sér hægt. Áratugir liðu án þess að þær bærust en gerðu svo skyndilega mikinn usla. Annmarkar ófrelsis þjóðarinnar og verslunarhömlur léku þjóðina grátt. Meira
14. nóvember 2020 | Leiðarar | 396 orð

Máttur einfaldleikans

Regluverk á Íslandi er allt of íþyngjandi og einföldun þess er tímabær Meira
14. nóvember 2020 | Staksteinar | 201 orð | 2 myndir

Ómerkilegur popúlismi

Formaður Viðreisnar leitar sífellt nýrra leiða til að draga flokkinn niður í ómerkilegan popúlisma og virðist telja að nú þegar innan við ár er í kosningar þurfi smáflokkurinn með slæma málstaðinn að herða þennan róður. Meira
14. nóvember 2020 | Leiðarar | 402 orð

Súrt í broti

Tapið í Búdapest á ekki að skyggja á frábæran árangur Meira

Menning

14. nóvember 2020 | Fjölmiðlar | 206 orð | 1 mynd

Frelsarinn kom teiknaður í heiminn

Oft og tíðum fer óhemjumikill tími í að velja hvað eigi að horfa á þegar sest er í sófann. Vandamálið getur hins vegar verið úr sögunni þessa helgina þar sem Netflix hefur kynnt til leiks hálfleiknu og hálfteiknuðu þættina The Liberator eða Frelsarinn. Meira
14. nóvember 2020 | Bókmenntir | 614 orð | 3 myndir

Hestar eru hagaljómi

Eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring. Angústúra, 2020. Kilja, 184 bls. Meira
14. nóvember 2020 | Leiklist | 279 orð | 2 myndir

Hljóðleikhús hefur göngu sína í vikunni

Þjóðleikhúsið mun næstu fimm fimmtudaga kl. 20 vera með beinar vikulegar útsendingar í nýstofnuðu Hljóðleikhúsi og flytja landsmönnum þekktar perlur leiklistarsögunnar í bland við verk sem lítið hafa verið leikin. Meira
14. nóvember 2020 | Bókmenntir | 896 orð | 1 mynd

Manneskjan er alltaf söm við sig

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel við að skrifa bók eins og þessa. Aðalpersónan Þorgerður er rammheiðin og fyrir vikið fer ég alla leið inn í heiðnina í gegnum hennar upplifanir. Meira
14. nóvember 2020 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Margrét og Ársæll stjórna söngstund

Hannesarholt býður söngstundir í beinu streymi alla sunnudaga kl. 14 í kófinu og á morgun stjórna stundinni Margrét Pálsdóttir og Ársæll Másson. Meira
14. nóvember 2020 | Tónlist | 1005 orð | 2 myndir

Melankólísk og týnd ást

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Egill Sæbjörnsson, myndlistar- og tónlistarmaður, gaf nýverið út breiðskífuna Moonlove, eða Tunglást , og er sú poppplata en síðasta poppplata Egils, Egill S , kom út fyrir ellefu árum. Meira
14. nóvember 2020 | Tónlist | 125 orð | 1 mynd

Plata Ólafs beint á breska listann

Ný plata Ólafs Arnalds, Some kind of peace , sem kom á markað fyrir viku, stökk beint í 17. sæti breska vinsældalistans, en er það í fyrsta skipti sem plata með tónlist hans fer inn á topp 40-listann þar í landi. Meira
14. nóvember 2020 | Bókmenntir | 419 orð | 3 myndir

Reimleikar og veruleiki

Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Bókaútgáfan Veröld 2020. Innb., 302 bls. Meira
14. nóvember 2020 | Myndlist | 145 orð | 1 mynd

Tolli sýnir ný vatnslitaverk í Þulu

Sýning á vatnslitaverkum eftir Tolla Morthens verður opnuð í Þulu, gallerínu við Hjartatorg við Laugaveg, í dag, laugardag, klukkan 14. Sýninguna kallar Tolli „Landflæði“. Meira
14. nóvember 2020 | Tónlist | 588 orð | 3 myndir

Trauðla svo tormelt

Fjórða plata Báru Gísla kallast HIBER. Hægt en bítandi hefur Bára verið að afla sér virðingar sem eitt helsta nútímatónskáld landsins, hvar tilraunastarfsemi er legíó á meðan ekki er gefinn þumlungur eftir í grjóthörðu og nánast miskunnarlausu tónmálinu. Meira
14. nóvember 2020 | Bókmenntir | 101 orð | 1 mynd

Töfralandið í Fjölskyldustund

Bókin Töfralandið eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur verður til umfjöllunar í dag í viðburðaröðinni Fjölskyldustund menningarhúsanna í Kópavogi og mun Bergrún lesa upp úr bókinni og ræða við Guðrúnu Láru Pétursdóttur bókmenntafræðing. Meira
14. nóvember 2020 | Bókmenntir | 324 orð | 2 myndir

Ættmóðir í sveit

Eftir Sigríði Hafstað. Sæmundur, 2020. Innb., 256 bls. Meira

Umræðan

14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 496 orð | 1 mynd

Á að vernda gömul timburhús?

Eftir Ólaf Stefánsson: "Eldvarnaeftirlit í íbúðarhúsum er eingöngu í formi öryggis- og lokaúttektar áður en húsnæðið er tekið í notkun." Meira
14. nóvember 2020 | Pistlar | 328 orð

Ánægjuvél Nozicks

Næsta mánudag á bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick afmæli. Hann fæddist 16. nóvember 1938 og lést langt fyrir aldur fram 23. janúar 2002. Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

Blóðbankinn á tímum Covid

Eftir Ólaf Helga Kjartansson: "Blóðbankinn var stofnaður 14. nóvember 1953. Án hans gengur heilbrigðiskerfið ekki. Þrátt fyrir Covid þarfnast hann blóðgjafa sem aldrei fyrr." Meira
14. nóvember 2020 | Pistlar | 869 orð | 1 mynd

Fordómar og þröngsýni

Hvar er „Arnarholt“ nú? Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 632 orð | 1 mynd

Gagnbyltingarmaðurinn Stalín

Eftir Erling Hansson: "Stalín lét drepa alla þá sem höfðu forystu um byltingu í Rússlandi í nóvember 1917" Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 464 orð | 1 mynd

Hér vantar slagdeild!

Eftir Þóri Steingrímsson: "Heilablóðfall er þriðja stærsta dánarorsökin í heiminum í dag og hér á landi eru nær tveir á dag sem eiga rétt á sérhæfðri meðferð á sérstakri slagdeild." Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 869 orð | 1 mynd

Hver veit?

Eftir Helga Laxdal: "Getur verið að oftrúin á sérfræðinga og pillur hafi fært okkur frá trúnni á almættið og tilurð þess?" Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 151 orð | 1 mynd

Ingibjörg Jónsdóttir

Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1933, dóttir Jóns Sveinssonar útgerðarmanns og Magneu Jóhönnu Magnúsdóttur. Hún lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1953. Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Innan þjónustusvæðis

Eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur: "Á aðalfundi Ssh í gær lagði ég til aukna þjónustu við íbúa með aðgangskortum, þvert á sveitarfélög, fyrir sundlaugar, menningarhús og bókasöfn." Meira
14. nóvember 2020 | Pistlar | 425 orð | 1 mynd

Kjaragliðnun í boði fjórflokksins

Ríkisstjórn Katrínar (VG), Bjarna (D) og Sigurðar Inga (B) hefur nú í þrjú ár unnið ötullega að því að auka fátækt fatlaðs og langveiks fólks í stað þess að bæta kjör þess. Það er sorgleg staðreynd að stór hópur öryrkja býr við sárafátækt. Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 281 orð | 1 mynd

Léleg efnahagsstjórnun kemur af stað verðbólgu

Eftir Jón Frímann Jónsson: "Það er léleg efnahagsstjórnun á Íslandi og það er að koma af stað verðbólgu og kjaraskerðingum hjá almenningi." Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Til varnar vísindum

Eftir Teit Björn Einarsson: "Eina leiðin í átt að vitrænni niðurstöðu um mörk auðlindanýtingar er leið vísindanna" Meira
14. nóvember 2020 | Pistlar | 453 orð | 2 myndir

Tveggja þúsalda tryggð

Elstu heimildir um germönsk mál eru frumnorrænar áletranir sem ritaðar voru með rúnaletri. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir sex fyrstu rúnunum og á elstu tíð (150-550 e.Kr.) hafði kerfið 24 rúnir. Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Viðurkennum Artsakh

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur: "Duttlungar Stalíns 1921 ættu ekki að standa í vegi fyrir kröfu íbúa Artsakh um sjálfstæði í nútímanum." Meira
14. nóvember 2020 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

Von kviknar með bóluefni

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur: "Líkt og annars staðar er undirbúningur bólusetningar hafinn hérlendis, þar sem forgangshópar hafa verið skilgreindir og skipulag er í vinnslu." Meira

Minningargreinar

14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 3030 orð | 1 mynd

Aðalbjörn Arnar Aðalbjörnsson

Aðalbjörn Arnar Aðalbjörnsson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 14. apríl 1935. Hann lést á dvalarheimilinu Nausti 8. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Aðalbjörn Arngrímsson, f. 8. mars 1907, d. 23. jan. 1989, og Jóhanna María Jónsdóttir, f. 27. nóv. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1330 orð | 1 mynd

Ársæll Hannesson

Ársæll Hannesson bóndi fæddist á Stóra-Hálsi í Grafningi 1. janúar árið 1929. Hann lést á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 23. október 2020. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jóhannsdóttir, f. 1888, d. 1965, og Hannes Gíslason, f. 1882, d. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1679 orð | 1 mynd

Bárður Guðmundsson

Bárður Guðmundsson fæddist 10. apríl 1964 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann lést 7. nóvember 2020 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar hans eru Guðmundur Sigfússon, f. 27. ágúst 1921 á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1041 orð | 1 mynd

Gunnar Már Kristófersson

Gunnar Már Kristófersson fæddist á Ísafirði 19. júlí 1944. Hann lést á Landakoti 6. nóvember 2020. Hann var sonur Kristófers Sigvalda Snæbjörnssonar bifreiðarstjóra og Svanhildar Snæbjörnsdóttur húsmóður. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 771 orð | 1 mynd

Gunnþórunn Friðriksdóttir

Gunnþórunn Friðriksdóttir fæddist á Felli í Skeggjastaðahreppi í Norður-Múlasýslu 28. september 1929. Hún lést á Dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri þann 31. október 2020. Foreldrar hennar voru Friðrik Jóhann Oddsson bóndi, f. 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1277 orð | 1 mynd | ókeypis

Haukur Þorsteinn Pálsson

Haukur Þorsteinn Pálsson fæddist í Sauðanesi í Austur-Húnavatnssýslu 29. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 9. nóvember 2020 eftir skammvinn veikindi.Haukur var næstyngstur af 12 systkinum. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1748 orð | 1 mynd

Haukur Þorsteinn Pálsson

Haukur Þorsteinn Pálsson fæddist í Sauðanesi í Austur-Húnavatnssýslu 29. ágúst 1929. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 9. nóvember 2020 eftir skammvinn veikindi. Haukur var næstyngstur af 12 systkinum. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 597 orð | 1 mynd

Helga Þórhallsdóttir

Helga Þórhallsdóttir fæddist á Ormsstöðum í Eiðaþinghá þann 3. júní 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði þann 4. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Sigrún Guðlaugsdóttir frá Fremstafelli í Köldukinn, S-Þing, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1021 orð | 1 mynd

Jón Skagfjörð Stefánsson

Jón Skagfjörð Stefánsson fæddist á Gauksstöðum á Skaga 7. júní 1931. Hann andaðist á HSN Sauðárkróki þann 31. október 2020. Foreldrar hans voru Stefán Pétur Jónsson, f. 18. febrúar 1888, d. 17. apríl 1951 og Stefanía Elísabet Sigurfinnsdóttir, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 1016 orð | 1 mynd

Kristín Jóhannsdóttir

Kristín Jóhannsdóttir fæddist í Bæ í Hrútafirði 21. febrúar 1932. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 5. nóvember 2020. Kristín var dóttir hjónanna Jóhanns Jónssonar, f. 18. júní 1890, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 394 orð | 1 mynd

Sigurður Hallur Sigurðsson

Sigurður Hallur Sigurðsson fæddist 11. febrúar 1967. Hann lést 23. október 2020. Útför Sigurðar Halls fór fram 2. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
14. nóvember 2020 | Minningargreinar | 656 orð | 1 mynd

Sveinn Björgvin Eysteinsson

Sveinn Björgvin Eysteinsson, bóndi á Þambárvöllum í Strandasýslu, fæddist 17. maí 1931. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 8. nóvember 2020. Hann var sonur hjónanna Eysteins Einarssonar bónda á Bræðrabrekku, f. 12. apríl 1904, d. 25. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

14. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 486 orð | 1 mynd

Heimavellir verða Heimstaden

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Norska fasteignafélagið Fredensborg AS, sem keypti Heimavelli hf. að fullu í kjölfar yfirtökutilboðs í sumar, hyggst breyta nafni Heimavalla í Heimstaden Iceland á nýju ári. Meira
14. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 55 orð

Icelandair hækkaði

Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu mest allra í Kauphöll Íslands í gær, eða um 3,17% í 479 milljóna króna viðskiptum. Gengi félagsins á markaðnum er nú 1,3 krónur á hvern hlut. Meira
14. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Launagreiðendum fækkaði um 3,8%

Launagreiðendum hérlendis í viðskiptahagkerfinu fækkaði um 3,8% á milli ágústmánaðar síðasta árs og ágústmánaðar þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Meira
14. nóvember 2020 | Viðskiptafréttir | 394 orð | 1 mynd

Tugmilljarða sala á árinu

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 140 íbúðir hafa selst á nýjum þéttingarreitum í miðborginni síðan í febrúar og eru nú óseldar innan við 100 íbúðir af um 620. Við þá tölu bætast þrettán leiguíbúðir. Meira

Daglegt líf

14. nóvember 2020 | Daglegt líf | 1211 orð | 2 myndir

Ég ólst upp í bókaherbergi pabba

„Ég hef sjálf oft fundið fyrir kröfu á mig um að ég eigi að vera öðruvísi en ég er. Mér finnst ég stundum enn vera að berjast gegn slíkum þrýstingi, en ég ætla að vera eins og ég er. Meira
14. nóvember 2020 | Daglegt líf | 218 orð | 1 mynd

Símalaus sunnudagur

Öll vitum við sem notum snjalltæki og lifum hreinlega og hrærumst í stafrænum heimi, hversu mikil hvíld er í því að vera án þeirra, þá sjaldan það gerist og þá oftast óvart. Nú ætla Barnaheill að hvetja fólk til að prófa símalausan sunnudag á morgun 15. Meira

Fastir þættir

14. nóvember 2020 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 d4 5. 0-0 c5 6. e3 Rc6 7. exd4 cxd4...

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 d4 5. 0-0 c5 6. e3 Rc6 7. exd4 cxd4 8. d3 Bd6 9. Bg5 h6 10. Bxf6 Dxf6 11. a3 a5 12. Rbd2 De7 13. Hc1 0-0 14. He1 a4 15. Dc2 Hd8 16. Re4 Bc7 17. c5 Bd7 18. Rfd2 Ra5 19. Rc4 Rb3 20. Red6 Rxc1 21. Dxc1 Bxd6 22. Meira
14. nóvember 2020 | Í dag | 243 orð

Hryggur hlær en glaður grætur

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Daufur hann í dálkinn er. Dugar vel til styrktar þér. Felling er á segli sá. Síðan mishæð landi á. Guðrún B. leysir gátuna þannig: Grillaði Ýr gráðost hrygg. Hún gat stutt hrygg við bekk. Meira
14. nóvember 2020 | Árnað heilla | 89 orð | 1 mynd

Júlíus Ingi Júlíusson

40 ára Júlíus Ingi ólst upp í Hafnarfirði og Ólafsvík og býr núna í Hafnarfirði. Júlíus Ingi er húsgagnasmiður og er núna að vinna hjá fyrirtækinu Þúsund fjalir. Meira
14. nóvember 2020 | Í dag | 50 orð

Málið

Aldrei opnar maður svo Íslenska orðsifjabók að maður rekist ekki á dýrgrip sem þyrfti að komast aftur í gagnið. Hér er einn slíkur: hólbrók , um sjálfhælinn mann. Meira
14. nóvember 2020 | Í dag | 270 orð | 1 mynd

Messur

ORÐ DAGSINS: Freisting Jesú Meira
14. nóvember 2020 | Í dag | 73 orð | 1 mynd

Pungvax með piparkökulykt nýjasta æðið

Þegar jólin nálgast koma alltaf ýmsar skemmtilegar vörur á markað. Það muna líklega flestir eftir fótanuddtækinu sem gerði allt vitlaust og seldist hérlendis í skipsförmum. Meira
14. nóvember 2020 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Reykjavík Móeiður Svala Guðlaugsdóttir fæddist 28. febrúar 2020 kl...

Reykjavík Móeiður Svala Guðlaugsdóttir fæddist 28. febrúar 2020 kl. 6.03. Hún vó 3.950 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðlaugur Þór Þorsteinsson og Tinna Brá Sigurðardóttir... Meira
14. nóvember 2020 | Árnað heilla | 87 orð | 1 mynd

Salka Sól Styrmisdóttir

30 ára Salka Sól fæddist í Los Angeles en ólst upp í Reykjavík og Hafnarfirði. Salka Sól er lögfræðingur hjá Landslögum lögfræðistofu, en er núna í fæðingarorlofi. Hún hefur mestan áhuga á samskiptum við skemmtilegt fólk. Maki : Daníel Þór Magnússon, f. Meira
14. nóvember 2020 | Fastir þættir | 598 orð | 4 myndir

Samvinna frá unga aldri

Tveir félagar úr baráttunni fagna 60 ára afmæli á þessu ári. Margeir Pétursson náði áfanganum 15. febrúar sl. og í gær, 13. nóvember, varð Jón L. Árnason sextugur. Meira
14. nóvember 2020 | Í dag | 875 orð | 3 myndir

Stýrt á ákveðna braut í lífinu

Snjólaug fæddist á Ísafirði 14. nóvember 1945 og ólst þar upp til 18 ára aldurs. „Ég passaði börn þegar ég var ellefu ára og þegar ég varð svo unglingur fékk ég vinnu í fiski. Meira
14. nóvember 2020 | Fastir þættir | 157 orð

Vondur moli. V-AV Norður &spade;ÁD87 &heart;985 ⋄Á95 &klubs;1085...

Vondur moli. V-AV Norður &spade;ÁD87 &heart;985 ⋄Á95 &klubs;1085 Vestur Austur &spade;102 &spade;K953 &heart;1042 &heart;73 ⋄D6 ⋄G8432 &klubs;ÁKDG84 &klubs;63 Suður &spade;G64 &heart;ÁKDG6 ⋄K107 &klubs;72 Suður spilar 4&heart;. Meira

Íþróttir

14. nóvember 2020 | Íþróttir | 43 orð | 1 mynd

Danmörk Ribe-Esbjerg – Skjern 36:23 • Rúnar Kárason skoraði...

Danmörk Ribe-Esbjerg – Skjern 36:23 • Rúnar Kárason skoraði 11 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 4 og Daníel Þór Ingason 2. • Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

Evrópudeildin Bayern München – Valencia 90:79 • Martin...

Evrópudeildin Bayern München – Valencia 90:79 • Martin Hermannsson skoraði 4 stig, gaf 2 stoðsendingar og tók 3... Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 90 orð | 1 mynd

Guðrún úr leik í Sádi-Arabíu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, er úr leik eftir 36 holur á móti í Sádi-Arabíu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Guðrún Brá náði sér ekki á strik og lék á 80 og 77 höggum. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Jákvætt að reynast neikvæð í Grikklandi

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik mætir því búlgarska á Krít í Grikklandi í undankeppni EM í dag og hefst leikurinn klukkan 15:00. Íslenska liðið er í svokallaðri „búbblu“ á hóteli á Krít þar sem strangar sóttvarnareglur eru í... Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Leikjum landsliðsins frestað

Forráðamenn evrópska handboltasambandsins hafa tilkynnt um frestun á öllum riðlum í forkeppni HM kvenna. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Lyon með fullt hús stiga

Evrópumeistararnir í Lyon hafa gott tak á flestum andstæðingum sínum í frönsku deildinni í knattspyrnu og unnu Soyaux 5:1 á heimavelli í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðjunni hjá Lyon. Lyon og París St. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 228 orð | 2 myndir

*Marcus Rashford , ein af stjörnum enska landsliðsins í knattspyrnu...

*Marcus Rashford , ein af stjörnum enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en enska knattspyrnusambandið greindi frá þessu í gær. Hann mætir þá ekki Íslendingum í Þjóðadeildinni á miðvikudaginn. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 759 orð | 1 mynd

Reynslan mun nýtast vel

Fótbolti Gunnar Egill Daníelsson Kristófer Kristjánsson Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið hópinn sem mætir Slóvakíu og Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 og var niðurstaðan tilkynnt í gær. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Rúnar skoraði 11 gegn Skjern

Óvænt úrslit urðu í danska handboltanum í gær þegar Ribe-Esbjerg burstaði Skjern 36:23 á heimavelli en fjórir Íslendingar tóku þátt í leiknum. Lögðu þeir allir nokkuð af mörkum en Rúnar Kárason þó langmest. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 551 orð | 1 mynd

Skref í átt að atvinnumennsku

Fótbolti Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Aron Ingi Andreasson hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með liði sínu í fjórðu deildinni í Þýskalandi og er á réttri leið með að ná markmiði sínu um að verða atvinnumaður. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Tokaji-héraðið í Ungverjalandi er það vínhérað jarðarinnar sem býr til...

Tokaji-héraðið í Ungverjalandi er það vínhérað jarðarinnar sem býr til ein bestu sætvín sem framleidd eru. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Tvær breytingar á landsliðshópnum fyrir leikina tvo í undankeppni EM

„Mér líst bara vel á að vera að fara að spila þessa leiki. Við erum í góðum séns. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

Undankeppni HM karla Argentína – Paragvæ 1:1 Kólumbía &ndash...

Undankeppni HM karla Argentína – Paragvæ 1:1 Kólumbía – Úrúgvæ 0:3 Spánn B-deild: Zaragoza – Real Oviedo 1:2 • Diego Jóhannesson var á varamannabekk Oviedo. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Valencia í 6. sæti í Euroleague

Valencia heimsótti þýska stórliðið Bayern München í Euroleague, sterkustu Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik, í gærkvöldi. Bayern hafði betur, 90:79. Martin Hermannsson skoraði 4 stig fyrir Valencia. Meira
14. nóvember 2020 | Íþróttir | 373 orð | 2 myndir

Verður hægt að halda leikana?

RIG Kristján Jónsson kris@mbl.is Einn af þeim íþróttaviðburðum hérlendis sem ganga illa upp á tímum kórónuveirunnar eru Reykjavíkurleikarnir sem farið hafa fram í janúar eða byrjun febrúar síðustu tólf ár. Meira

Sunnudagsblað

14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 119 orð | 1 mynd

Aldrei nánari

Vinátta Gömlu vopnabræðurnir úr Black Sabbath, Ozzy Osbourne og Tony Iommi, hafa aldrei verið nánari en undanfarið hálft annað ár. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 487 orð | 2 myndir

Binda vonir við egypska þætti

Kaíró. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 224 orð | 1 mynd

Bollywood á Zoom

Hvaðan ertu og hvað ertu að gera á Íslandi? Ég er frá Nýja-Sjálandi. Ég var hér á ferðalagi fyrir tíu árum og hitti maka minn á degi tvö. Ég hef verið hér síðan. Við erum gift og eigum tvo drengi. Ertu dansari? Já, og danshöfundur. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 418 orð | 4 myndir

Búinn með 100 bækur

Ég hef alla tíð verið forfallinn bókanörd og reyni því að lesa eins mikið og ég mögulega get. Lestrarmarkmiðið mitt fyrir 2020, eins og síðustu ár, var að lesa a.m.k. 100 bækur og náði ég því um daginn. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 106 orð | 1 mynd

Býður fordómunum faðminn

Reisn Rob Halford, söngvari Judas Priest, fær enn þá yfir sig svívirðingar annað veifið á netinu fyrir þær sakir að hann er samkynhneigður. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 21 orð | 1 mynd

Elísabet Ólafsdóttir Nei, í raun ekki. Ég segi reyndar 7, 9, 13. Þannig...

Elísabet Ólafsdóttir Nei, í raun ekki. Ég segi reyndar 7, 9, 13. Þannig að kannski meira en ég átta mig... Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 28 orð | 1 mynd

Elva Geirdal Já. Til dæmis ef þig klæjar í nefið ertu að fara að verða...

Elva Geirdal Já. Til dæmis ef þig klæjar í nefið ertu að fara að verða reiður. Ef þig klæjar í augun ertu að fara að sjá eitthvað... Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 3210 orð | 2 myndir

Fædd undir lukkustjörnu

María Björk Ingvadóttir hefur komið víða við á lífsleiðinni og nýtir hverja reynslu í næstu lífsins þrautir. Hún er félagsráðgjafi að mennt, rak um skeið kaffihús en hefur nú starfað í fjölmiðlum í yfir þrjátíu ár. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 418 orð | 1 mynd

Grjóthart í bak og fyrir

Auðvitað rennur blaðinu blóðið til skyldunnar enda hélt það um tíma úti sjálfri Járnsíðunni. Geta önnur íslensk dagblöð státað af því? Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 178 orð | 1 mynd

Guðný varð að Gus

Í Morgunblaðinu fyrir hálfri öld, 15. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 139 orð | 2 myndir

Husky hljóðritar Mr. Bungle

Husky Höskulds tók upp nýju Mr. Bungle-plötuna í Bandaríkjunum. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 65 orð | 1 mynd

Hver er eyjan?

Eyjan er á Kollafirði og blasir við úr borginni. Búseta var þar lengi og fram á miðja 20. öldina. Þarna er ljósviti og úr síðari heimsstyrjöld ýmsar minjar um herlið. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 1028 orð | 2 myndir

Í fréttum var þetta helst

Fjölmiðlanefnd fann að því í skýrslu um Ríkisútvarpið (Rúv.), að það hefði fólk innan vébanda stofnunarinnar í gerviverktöku, flokkaði greiðslurnar sem kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum og hefði í þokkabót lagst í blekkingaleik með það. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 68 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 14. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 1324 orð | 2 myndir

Lífið snýst um sagnagerð

Bræðurnir Ævar Þór og Guðni Líndal Benediktssynir stinga sér á bólakaf í jólabókaflóðið, Ævar er með fjórar bækur á þessu ári og Guðni tvær. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagspistlar | 582 orð | 1 mynd

Maðurinn sem óvænt hætti að vera meðvirkur

Nú þarf varla að taka það fram að ég þekki engan sem telur meðvirkni helsta galla hans. En hafi svo verið er því sem sagt lokið. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 33 orð

Max Hagan er danshöfundur og dansari. Hún mun bjóða upp á námskeið í...

Max Hagan er danshöfundur og dansari. Hún mun bjóða upp á námskeið í Bollywood-dansi í gegnum Zoom sem hefst eftir helgi. Allar upplýsingar má finna á facebooksíðu Bollywood Iceland og á heimasíðunni... Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 118 orð | 1 mynd

Njósnari á einum fæti

Kvikmyndir Á gagnrýnendum upp til hópa er að skilja að bandaríska kvikmyndin A Call to Spy eftir Lydiu Dean Pilcher, sem nýlega var frumsýnd, sé verðugur minnisvarði um konuna sem hún fjallar um, bandaríska njósnarann Virginiu Hall, sem Bretar sendu til... Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 5 orð | 1 mynd

Páll Helgason Ekkert svo. Sáralítið...

Páll Helgason Ekkert svo.... Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Roman Hasa Já. Ég trúi. Til dæmis er föstudagurinn þrettándi vondur...

Roman Hasa Já. Ég trúi. Til dæmis er föstudagurinn þrettándi vondur... Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 797 orð | 1 mynd

Samkeppnishæfni Íslands snýst um bætt lífskjör

Það er til mikils að vinna að leysa þessi verðmæti úr læðingi með því að losa þau úr höftum óþarfa reglubyrði. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 1100 orð | 3 myndir

Staða íslenskra pilta er áhyggjuefni

Íslenskir piltar verða oftar utanveltu í skólakerfinu en stúlkur og þegar komið er í háskóla eru þeir aðeins tæpur þriðjungur nemenda. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 120 orð | 1 mynd

Sumir vinir koma og fara

Anna Lóa í Hamingjuhorninu ræddi við þau í morgunþættinum Ísland vaknar um vinskap. Þar útskýrir hún hvernig hægt sé að líkja vinskap við tré. „Sumir vinir eru eins og laufblöð, þeir bara fjúka í burtu, þeir koma og þeir fara. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 884 orð | 7 myndir

Sæki innblástur frá skvísum á Instagram

Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir, förðunarfræðingur og naglafræðinemi, er með skemmtilegan fatastíl. Pils eru í miklu uppáhaldi hjá Ágústu Sif sem segist reyna að sýna líkamslögun sína þegar hún klæðir sig. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 694 orð | 10 myndir

Til í tuskið

Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir hannar fatnað undir nafninu MAGNEA en hún hefur sérhæft sig í prjónahönnun. Hún vinnur mikið með íslensku ullina og er löngu hætt að finnast prjónavörur lummó. Kiosk Grandi opnaði nýlega og viðtökurnar hafa verið vonum framar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 4214 orð | 3 myndir

Varð alveg ofboðslega „óléttur“

Margt hefur gengið á hjá Aðalbirni Tryggvasyni, Adda í Sólstöfum, síðustu árin; uppgjör við alkóhólisma, sambandsslit og vinslit sem hér um bil riðu hljómsveitinni að fullu. Meira
14. nóvember 2020 | Sunnudagsblað | 74 orð | 1 mynd

Æðisgengin leit að systrum

Sjónvarp Handritshöfundurinn og framleiðandinn David E. Kelley á marga aðdáendur hér á landi eftir þætti á borð við Ally McBeal, Boston Legal og Big Little Lies. Nýjustu þættirnir hans kallast Big Sky og verða frumsýndir í Bandaríkjunum eftir helgina. Meira

Ýmis aukablöð

14. nóvember 2020 | Blaðaukar | 192 orð | 1 mynd

Þétta landamæri sambandsins

Innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að efla öryggi með því að þétta ytri landamæri sambandsins. Ennfremur samþykktu þeir að herða þumalskrúfur þeirra sem dreifa öfgafullu ofbeldisefni á veraldarvefnum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.