Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnuleysið fer stigvaxandi frá mánuði til mánaðar og jókst alls staðar á landinu í seinasta mánuði. Almennt atvinnuleysi fór í 9,9% í október og verulega hefur fjölgað í hópi þeirra sem eru í minnkuðu starfshlutfalli og fóru á hlutabætur en atvinnuleysi tengt því fór í 1,2%. Heildaratvinnuleysi á landinu var því 11,1% í október og er að lítið eitt meira en Vinnumálastofnun (VMST) hafði reiknað með að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Hún segir greinilegt að áhrif hertra sóttvarnaráðstafana í þriðju bylgju veirufaraldursins komi fram í þessum atvinnuleysistölum og fjölgun á hlutabótaleiðinni, ekki síst vegna lokana í veitingaþjónustu.
Meira