Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Róbert Lee Tómasson, félagi í Tindi hjólreiðafélagi, bíður spenntur eftir því að taka þátt í keppnum á næsta ári. Hann varð af nokkrum slíkum í ár vegna kórónuveirufaraldursins og þar af tveimur erlendis. Hins vegar tók hann þátt í áskorun Tinds, „Tindur 1.000“, sem fólst í því að hjóla samtals 1.000 km í ágúst. Hann gerði gott betur og hjólaði ríflega 2.200 km. „Ég hafði hjólað lengst um 1.500 kílómetra á mánuði og með leyfi frá frúnni ákvað ég að láta á það reyna hvað ég kæmist langt,“ segir hann.
Meira