Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar, „Svona er Akranes“, sem er skammt frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili við Langasand, hefur vakið mikla athygli, að sögn Ellu Maríu Gunnarsdóttur, forstöðumanns menningar- og safnamála Akraneskaupstaðar. „Sýningin verður til áramóta og við viljum halda áfram á sömu braut í samvinnu við áhugasama sýnendur, en ég vona að við getum haldið fjórar til sex ámóta útisýningar árlega,“ segir hún.
Meira