Suzanne Moore, pistlahöfundur á The Guardian, hefur verið hrakin frá blaðinu. Ástæðan er sú að hún skrifaði pistil í blaðið í mars síðastliðnum þar sem hún hélt fram málstað kvenna, frá sínum feminíska sjónarhóli, og gagnrýndi öfgar. Hún nefndi í pistlinum dæmi um prófessor við Oxford-háskóla, konu sem hafði átt að flytja stutt kurteisisávarp á viðburði á vegum háskóla sem snerist um kvenréttindi, en var meinað að tala þar sem hún hefði áður talað á fundi félags kvenna sem berst fyrir rétti kvenna til að njóta tiltekinna réttinda á grundvelli líffræðilegs kyns.
Meira