Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, og nokkurra annarra þingmanna, um nýja stjórnarskrá. Um frumvarpið segir Heimssýn meðal annars: „Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila. Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að samþykkja þá grein ekki óbreytta.
Meira