Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Útgáfutónleikum jólaplötunnar Gleðilega hátíð með Lalla töframanni, hliðarsjálfi Lárusar Blöndals, verður streymt á „Jólastund Lalla 2020“ á Facebook í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:30. „Vínylplatan er komin í búðir og á Spotify en þar sem ekki má vera með útgáfutónleika, eins og til stóð, vegna veirunnar, ákvað ég að skella í jólastund 24. nóvember, nákvæmlega mánuði fyrir jól,“ segir Lárus, eða Lalli.
Meira