Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Við þurfum að halda sögu Sigríðar á lofti, hún er þjóðhetja og fyrirmynd sem talar skýrt inn í okkar samtíma, nú þegar fólk er farið að átta sig á hversu miklu máli náttúruvernd skiptir. Sigríður var kvenskörungur og hugsjónakona sem skar sig úr fyrir baráttu sína og þrautseigju. Hún var fædd á nítjándu öld en á þeim tíma var óvenjulegt að kona legði á sig mikið erfiði til að berjast fyrir því sem hún trúði á,“ segir Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og rithöfundur sem nýlega sendi frá sér sögulegu skáldsöguna Konan sem elskaði fossinn, en þar segir af Sigríði Tómasdóttur í Brattholti sem barðist fyrir nágranna sínum og vini, Gullfossi, þegar til stóð að virkja hann.
Meira