Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert er hún 86.853 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá líka desemberuppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára.
Meira
Konur í framlínustörfum á tímum Covid-19 verða fyrir síauknu áreiti og hótunum af hálfu samborgara sinna, sem bætist ofan á hræðslu við smit og almennt andlegt og líkamlegt álag. Þá hefur atvinnuleysi einnig bitnað harkalega á konum.
Meira
Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Náist ekki samkomulag í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar mun ekkert loftfar Gæslunnar verða til taks eftir 14. desember.
Meira
Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi á breikkun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Hefur hún lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og getur almenningur kynnt sér hana á vef Skipulagsstofnunar.
Meira
Fley liggja nú bundin við bryggju í Húsavíkurhöfn og æði margt í kaupstaðnum við Skjálfanda er komið í vetrardvala, enda liggur snjór yfir öllu. Hvalaskoðunarskipin – skútur og trébátar – voru lítið hreyfð nú í sumar enda fátt um ferðamenn.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ástæða þess að stefnu meirihlutans í Reykjavík og samþykkt borgarstjórnar um að stytta tímann á milli ferða á völdum leiðum Strætó hefur ekki verið hrint í framkvæmd er kostnaður og tafir í umferðinni.
Meira
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtök ferðaþjónustunnar hafa endurskoðað áætlanir fyrir næsta ferðasumar í tilefni af árangri við þróun bóluefna gegn veirunni. Spá samtökin nú bata frá og með öðrum ársfjórðungi á komandi ári.
Meira
Alls sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í fyrradag, þar af fimm meðal fólks sem var utan sóttkvíar. Tvö smit greindust við landmæraskimun. Annað smitið er virkt en hitt gamalt.
Meira
Umsóknum skólastjóra til að lausráða starfsmenn, sem ekki hafa leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari, hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu undanþágunefndar grunnskóla 2019-2020.
Meira
Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á húsnæðismarkaði. Á skömmum tíma hefur ungu fólki í foreldrahúsum stórfjölgað að því er fram kemur í nýrri skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Meira
Gildi hreyfingar verður seint ofmetið og miklu skiptir að hún sé hluti daglegs lífs frá vöggu til grafar. Æfingatæki í kennslustofu í Langholtsskóla í Reykjavík koma til móts við þarfir krakkanna.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útflutningsverð á atlantshafslaxi hækkaði í síðustu viku eftir að hafa lækkað síðustu vikur og verið langt undir því verði sem venjulegt hefur verið á þessum árstíma undanfarin ár.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Mjög dró úr alvarlegum sýkingum af völdum þriggja algengra baktería þegar gripið var til sóttvarnaaðgerða gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins fyrr á þessu ári.
Meira
Leigjendur eru í auknum mæli að kaupa eigið húsnæði. Skýr merki eru um að leigjendum sé að fækka. Leiguverð hefur þó lækkað og aukið framboð er á leiguhúsnæði en hlutfall leigufjárhæðar af ráðstöfunartekjum leigjenda hefur hækkað.
Meira
Bókverk Jóhannesar Kjarvals svo sem Grjót, Enn grjót, Einn þáttur, Ljóðagrjót og Hvalasagan, eru meðal þess sem býðst á yfirstandandi vefuppboði Bókarinnar og Foldar uppboðshúss. Því lýkur sunnudaginn 6.
Meira
Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld í Washington DC kunni að beita þá refsiaðgerðum í formi tolla á franskar innflutningsvörur ætla Frakkar að krefja netrisa á veraldarvefnum um nýjan „stafrænan veltuskatt“.
Meira
„Það verða nánast engin jólaböll hjá fyrirtækjum. Það er því hart í ári en við erum að reyna að halda gleðileg jól og finna leiðir fyrir þá sem vilja gera eitthvað,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir hjá Jólasveinar.is.
Meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur endurnýjað samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um verkefnið Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fulltrúar ISAL og Norðuráls segja hækkandi álverð jákvæð tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Skýringin sé m.a. aukin eftirspurn frá Kína.
Meira
Tilþrif Klambratúnið er vinsælt til útivistar, þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir og leiki. Bumbubolti svonefndur er þar á meðal, þegar miðaldra og eldri leikmenn elta...
Meira
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Landslagið er allt öðruvísi en síðustu ár og það er erfitt að plana fram í tímann. Það erfiðasta er óvissan,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir hjá Jólasveinar.is.
Meira
Ljósabasar Nýlistasafnsins 2020 verður opnaður á ljosabasar.nylo.is í dag kl. 17 og stendur til 20. desember. Þar býðst að kaupa samtímalist eftir yfir 40 myndlistarmenn, sem eru félagar safnsins.
Meira
Útgerðarmenn fylgjast vel með leiðangri uppsjávarskipsins Polar Amaroq fyrir Norðurlandi. Loðna virðist vera á svæði með landgrunnskantinum allt frá Vestfjörðum og austur fyrir Melrakkasléttu.
Meira
Vegna vaxandi veirufaraldurs verða veitingahús í Los Angeles og nágrenni lokuð frá og með deginum í dag. Voru íbúar ríkisins hvattir til þess að halda sig heima um þakkargjörðarhátíðina.
Meira
Eftir 40 daga siglingu frá Guangzhou í Kína er Brúarfoss, nýtt gámaskip Eimskips, komið til landsins. Karl Guðmundsson skipstjóri sést hér sigurreifur eftir að hafa stigið í land við komuna í gærkvöldi.
Meira
Þáttaskil urðu í gær í endurbyggingu Notre-Dame-dómkirkjunnar í París í gær er síðustu vinnupallarnir frá því fyrir eldsvoðann voru teknir niður. Stillansarnir afmynduðust í brunanum mikla í kirkjunni 15. apríl 2019.
Meira
Séra Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Kirkjuráð auglýsti starfið laust til umsóknar og bárust fimm umsóknir. Sr. Vigfús Bjarni fæddist í Reykjavík 1975.
Meira
„Það er spáð alveg hundleiðinlegu veðri í kvöld auk þess sem fréttir gærdagsins sýna að það er enginn óhultur fyrir þessari veiru svo við höldum áfram að gleðja fólk sem er heima fyrir með bingói í beinni,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður á K100. Hann stýrir bingói á mbl.is í kvöld eins og honum einum er lagið, en bingóið hefur slegið í gegn undanfarið. Hægt er að taka þátt gegnum mbl.is/bingo í kvöld klukkan 19. Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt enda er til mikils að vinna að þessu sinni.
Meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, greindist í gær með kórónuveirusmit. Hann hafði þá verið í sóttkví frá mánudegi. Víðir hefur verið fremstur í flokki í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir sitt smit sýna hversu lúmsk veiran er.
Meira
Hilduleikur , skáldsaga Hlínar Agnarsdóttur, segir frá Arnhildi Adamsdóttur, alltaf kallaðri Hildu, sem komin er á „aflifunaraldur“, eins og það er orðað í bókinni, og glímir við einkafyrirtækið Futura Eterna sem hefur það hlutverk að lögum...
Meira
Rung læknir eftir Jóhann Sigurjónsson í þýðingu Bjarna Jónssonar og leikstjórn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur er annað leikritið sem flutt verður undir merkjum Hljóðleikhússins í beinni útsendingu frá Kristalsal Þjóðleikhússins annað kvöld kl.
Meira
Mánudagur gæti vart endað betur en með upprifjun á sjónvarpsskjánum á meistaraverkum eftir Caravaggio, Gentileschi, Rembrandt og Velázques og nokkra helstu míníatúrmálara og arkitektúra mógúlanna á Indlandi, þar sem verkin og mikilvægi þeirra fyrir sögu...
Meira
Við afhendingu Limelight-verðlaunanna áströlsku hreppti Víkingur Heiðar Ólafsson bæði verðlaunin fyrir bestu klassísku plötu ársins, fyrir plötuna Debussy Rameau sem Deutsche Grammophon gaf út, og verðlaunin fyrir einleikaraplötu ársins, fyrir sama...
Meira
Aflausn eftir Yrsu Sigurðardóttur er tilnefnd til Petrona-verðlaunanna sem besta norræna glæpasagan í Bretlandi 2020. Yrsa hlaut þessi sömu verðlaun 2015 fyrir Brakið .
Meira
Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Jólin taka af okkur myndir. Geyma minningar sem gera okkur að manneskjum. Þau fá okkur til að finna til og elska út af lífinu sem frelsar kynslóðirnar"
Meira
Eftir Þorgrím Þráinsson: "Þessi fjárfesting í komandi kynslóðum myndi kosta ríkissjóð brotabrotabrot af þeim fjármunum sem dreifast víða í núverandi ástandi."
Meira
Eftir Drífu Snædal: "Að sjóða þessa hækkun launavísitölunnar niður í fyrirsagnir um stóraukið launaskrið eða ofalið launafólk er villandi og rangt."
Meira
Eftir Eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur og Oddnýju Harðardóttur: "Margt hefur áunnist frá þeim tíma sem Norðurlandaráð var stofnað árið 1952 til að bæta samvinnu og samstarf landanna."
Meira
Eftir Bjarteyju Sigurðardóttur og Ásthildi Bj. Snorradóttur: "Málörvunarforritið Orðagull er frítt forrit sem nú er komið út í stækkaðri og endurbættri uppfærslu. Höfundar eru talmeinafræðingar og sérkennarar."
Meira
Eftir Halldór Kvaran: "Þjóðgarðsstofnun er ætlað að stjórna á allt að 40% flatarmáls Íslands sem svarar til Danmerkur og allra eyja sem heyra undir Margréti Þórhildi!"
Meira
Bertha Stefanía Sigtryggsdóttir fæddist á Húsavík 22. ágúst 1941. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 14. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Pétursson, f. 26. ág. 1912, d. 3. okt. 1966, og Helena María Líndal, f. 18. des. 1912, d. 29. nóv.
MeiraKaupa minningabók
Ólafur fæddist 15. apríl 1922 á Dyrhólum í Vestur-Skafafellssýslu og ólst þar upp til 9 ára aldurs. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. nóvember 2020. Frá Dyrhólum flutti Ólafur með foreldrum sínum og systkinum að Felli í Mýrdal.
MeiraKaupa minningabók
Steinunn Ingigerður Stefánsdóttir fæddist 11. ágúst 1945. Hún lést 12. nóvember 2020. Útför Steinunnar fór fram 24. nóvember 2020.
MeiraKaupa minningabók
Sveindís Eggertsdóttir, öðru nafni Dease Charais, fæddist í Reykjavík 29. júní 1940. Hún lést í Forest Lake í Minnesota 14. nóvember 2020. Kynforeldrar hennar voru hjónin Helga Ágústa Halldórsdóttir, f. 1909, d. 1994, og Eggert Sveinsson, f. 1905, d.
MeiraKaupa minningabók
Þórir Sigurðsson fæddist á Geysi í Haukadal 17. október 1939. Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 19. nóvember 2020. Foreldrar Þóris voru Sigrún Bjarnadóttir frá Bóli í Biskupstungum, f. 7. nóvember 1903, d. 10.
MeiraKaupa minningabók
Stjórnir Kviku banka, TM og Lykils fjármögnunar (sem er í eigu TM) hafa ákveðið að sameina félögin. Er það gert í kjölfar ítarlegra viðræðna sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur.
Meira
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þróun bóluefna gegn kórónuveirunni hefur glætt vonir ferðaþjónustunnar um hægan bata á næsta ári. Ef nýjustu sviðsmyndir ganga eftir gæti greinin tekið við sér á öðrum fjórðungi næsta árs.
Meira
30 ára Alma Rún ólst upp á Akureyri en býr núna í Garðabæ. Alma Rún er hjúkrunarfræðingur og starfar við starfsendurhæfingu. Hún stundar einnig meistaranám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu.
Meira
Ingólfur Björn Sigurðsson fæddist 26. nóvember 1950 á Akureyri en flutti til Reykjavíkur fimm ára gamall. Hann gekk fyrst í Miðbæjarskólann en þegar fjölskyldan flutti í Álfheimahverfið fór hann í Langholtsskóla og lauk gagnfræðaprófi úr Vogaskóla.
Meira
30 ára Jón Elvar ólst upp á Svertingsstöðum í Eyjafjarðarsveit en býr núna á Breiðavaði í Múlaþingi. Hann er bóndi á Breiðavaði sem er kúabú með fimmtíu árskýr.
Meira
Ef maður „þráir að vera milli tannanna á fólki“ kann það að bera vott um sjálfspíslahvöt, því það merkir helst að sæta slúðri , illu umtali , þótt það geti líka þýtt að vera bara „umtalaður“, frægur, og ætti þá að passa þeim sem...
Meira
Reykjavík María Þórunn Gunnarsdóttir fæddist 25. september 2019 kl. 17.40. Hún vó 3.516 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Katrín Magnúsdóttir og Gunnar Ingi...
Meira
Sigurlín Hermannsdóttir segir á Boðnarmiði, að hún hafi aldrei verið sérstakur aðdáandi vetrarveðra og yrkir þetta undurfallega ljóð um árstíðirnar: Ég kætist lítt við kuldatíð með krapi, frosti, snjó og hríð. Enda hef ég ár og síð haft ímugust á vetri.
Meira
FH mætir tékkneska liðinu Robe Zubrí í 3. umferð Evrópukeppni félagsliða í handknattleik karla en dregið var í Vín í Austurríki í gær. Til stendur að fyrri viðureignin fari fram 12. eða 13. desember og sú seinni 19. eða 20. desember.
Meira
Körfubolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik verður án Hauks Helga Pálssonar þegar liðið mætir Lúxemborg í Bratislava í Slóvakíu í forkeppni HM 2023 í dag.
Meira
Knattspyrnukonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er gengin til liðs við uppeldisfélagið ÍBV á nýjan leik en ÍBV greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær. Hún gerir tveggja ára samning við ÍBV.
Meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði stjórn KSÍ í vil í málum sem Fram og KR sóttu og var niðurstaðan tilkynnt í gær. Hægt er að áfrýja niðurstöðunni og málin gætu því haldið áfram.
Meira
Í gærkvöldi lauk 4. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. Liverpool laut í lægra haldi, 0:2, gegn Atalanta á Anfield í D-riðli. Í hinum leik riðilsins vann Ajax 3:1 sigur á Midtjylland.
Meira
Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Atletico Madríd – Lokomotiv Moskva 0:0 Bayern München – Salzburg 3:1 Staðan: Bayern München 12, Atletico Madrid 5, Lokomotiv Moskva 3, Salzburg 1 B-RIÐILL: Mönchengladbach – Shakhtar Donetsk 4:0 Inter...
Meira
Óskar Ólafsson skoraði fimm mörk þegar lið hans Drammen gerði 30:30 jafntefli gegn Nærbö í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær. Óskar er 26 ára gamall varnarmaður en hefur á tímabilinu fengið stærra hlutverk í sóknarleiknum hjá Drammen.
Meira
Gerard Pique, varnarmaður knattspyrnuliðs Barcelona, verður frá næstu mánuðina vegna meiðsla á hné skv. frétt Mundo Deportivo. Pique meiddist í leik Barcelona og Atlético Madrid í spænsku 1. deildinni um þar síðustu...
Meira
Kórónuveirusmit hefur greinst hjá þýska handboltaliðinu Gummersbach sem leikur í næstefstu deild. Félagið sagði frá þessu á heimasíðu sinni í gær en þar kemur einnig fram að um leikmanna sé að ræða og hafi hann greinst jákvæður en sé einkennalaus.
Meira
Það voru fáir jafn peppaðir fyrir árinu 2020 og ég. Þegar ég bauð nýtt ár velkomið á gamlárskvöld 2019 í faðmi tengdafjölskyldu minnar á Suðurnesjunum ætlaði ég mér stóra hluti.
Meira
Maradona Kristján Jónsson kris@mbl.is Argentínski knattspyrnusnillingurinn Diego Armando Maradona sálaðist á heimili sínu í Buenos Aires í gær sextugur að aldri. Raunar nýorðinn sextugur. Ófáir fjölmiðlarnir fluttu fréttir af stórafmælinu hinn 30. október. Ekki löngu síðar var sagt frá því að Maradona hefði farið í aðgerð vegna blóðtappa við heila sem þótti vel heppnuð. Hann hafði því verið útskrifaður af sjúkrahúsi þegar hjartaáfall dró hann til dauða samkvæmt argentínskum fjölmiðlum.
Meira
Argentínski knattspyrnusnillingurinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri og ríkir nú þjóðarsorg í Argentínu. Banamein Maradona var hjartaáfall samkvæmt fréttum argentínskra fjölmiðla í gær.
Meira
Fótbolti Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því slóvakíska í undankeppni Evrópumótsins á morgun klukkan 17:00 í Slóvakíu. Ísland vann fyrri leikinn 1:0 á síðasta ári.
Meira
Anna Júlíusdóttir rekur vefverslunina Gott og blessað ásamt Sveinbjörgu Jónsdóttur og Jóhönnu Björnsdóttur. Þar eru í boði alíslenskar vörur sem lyfta boðinu upp á næsta stig en vörurnar eru líka tilvaldar jólagjafir fyrir sælkera. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Kristín Þóra Jónsdóttir tanntæknir er að gera miklar breytingar í lífinu. Hún á von á lítilli jólastelpu með unnusta sínum, Kolbeini Björnssyni. Þau eru einnig að koma sér fyrir í einstöku húsi í Þingholtunum eftir að hafa búið í Garðabæ. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir var vön jólabaði sem barn. Þegar þau fluttu og ekkert bað var á heimilinu fór mamma hennar með börnin sín í Vesturbæjarlaugina. Hún setti baðbombu í heita pottinn og gerði froðubað fyrir þau þar. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is
Meira
Sunneva Ása Weisshappel, myndlistarkona og leikmyndahönnuður, var í uppreisn gegn jólunum þegar hún var unglingur. Nú hefur hún tekið jólahátíðina í sátt og ætlar að leggja sérstaka áherslu á jóladressið á þessu ári. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Brynja Björk Birgisdóttir safnstjóri heldur ódæmigerð jól að eigin sögn. Hún hefur gert sér far um að mynda ekki fastar jólahefðir undanfarin ár.
Meira
Elín Sigrún Jónsdóttir lögmaður segir að gott hjónaband stækki veröldina. Í það minnsta stækkaði jólaboðið hennar talsvert eftir að hún kynntist Sigurði Árna Þórðarsyni, eiginmanni sínum, sem á einmitt afmæli á þessum tíma. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Pétri Georg Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu, finnst jólin stundum eins og segulmögnun allra kosta og ókosta mannsins. Þau laði fram það stórkostlegasta í fari mannsins og um leið stærstu lestina. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur segir jólin eiga vel við hana. Hún segir jólin hennar hafa verið alls konar í gegnum tíðina. Oftast tími gleði og samveru en stundum tími áskorana. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Þyri Huld Árnadóttir dansari leggur áherslu á að borða lifandi fæði, mat sem gerir meltingunni gott. Það kemur ekki í veg fyrir að hún borði sætindi en henni finnst fátt skemmtilegra en að útbúa náttúrulega sætt konfekt heima hjá sér. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is
Meira
Jóhanna Íris Gígja, löggiltur fasteignasali á fasteignasölunni Stakfelli, ætlaði að halda jólin á Sikiley en er ekki viss um að af því verði. Jólaóskin hennar er sú að heimilislausir fái úrbætur fyrir jólin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Ein þekktasta fyrirsæta og athafnakona Íslands, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, segir dásamlegt að vera ástfangin á jólunum. Hún elskar flottar gjafir eins og allar aðrar drottningar.
Meira
Lucie Samcova, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, er frá Tékklandi. Hún segir börnin sín tvö ákaflega spennt fyrir því að fá í skóinn frá heilum þrettán jólasveinum en ekki einum eins og þau eru vön. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Franska tískuhúsið Chanel leitar aftur í tímann í jólalínu sinni í ár. Ef við vissum ekki betur myndum við halda að við hefðum spólað aftur til ársins 1989 eða áranna þar um kring. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson í Sælkerabúðinni útbjuggu girnilega forrétti þar sem þeir notuðu fisk frá Norðanfiski. Hér eru tvær uppskriftir að forréttum sem er auðvelt að útbúa en eru jafnframt mjög bragðgóðir.
Meira
Katrín Júlíusdóttir hlaut verðlaunin Svartfuglinn fyrir sína fyrstu skáldsögu, Sykur. Eiginmaður hennar, Bjarni Bjarnason rithöfundur, hvatti hana til að byrja að skrifa.
Meira
Rósa Björg Óladóttir býr í sannkölluðu ævintýrahúsi í Blesugróf. Hún setti nýverið upp gróðurhús sem hún notar á alls konar spennandi vegu. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is
Meira
Diljá Hrafnkelsdóttir ljósmyndari og grafískur hönnuður flutti með fjölskylduna til Íslands vegna ástandsins og hefur nú hreiðrað um sig á Breiðdalsvík. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Jafn mikil jólabörn og Kveldúlf Hasan er erfitt að finna þótt víða væri leitað. Jólin skipta Kveldúlf miklu mál en ekki var haldið upp á jólin í æsku hans.
Meira
Eftir frekar súrt ár sem einkenndist af veikindum, ótta, bjargarleysi, vonleysi, leiðindum, vonbrigðum og reiði koma þó alltaf jól. Orkustig landsmanna er kannski örlítið lægra en oft áður enda margt í umhverfinu sem hefur áhrif á það.
Meira
Nú þegar dimmustu vikur ársins eru framundan gerir það mikið fyrir geðheilsuna að líta ekki út eins og grápokarotta. Fátt gerir meira fyrir sjálfstraustið en að skrúbba sig vel í sturtunni og bera svo á sig gullfallegt brúnkukrem.
Meira
Rannveig Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Kötlu hefur fundið upp á því að tvískipt jól séu málið fyrir fjölskylduna. Hún segir að það hafi minnkað álagið mikið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Sigrún Pálsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Póstmerkt, er mikil áhugamanneskja um kökuskreytingar og bakstur. Hún er með tvö lítil börn og segir fátt skemmtilegra en að undirbúa jólin með börnunum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Hátíðarútlitið frá Lancôme í ár er unnið í samstarfi við enga aðra en athafnakonuna og tískugoðið Chiöru Ferragni. Litirnir hressa upp á gráan hversdagsleika og eru óður til glamúrs og dirfsku. Svo eru umbúðirnar guðdómlegar. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Varaliturinn setur oftar en ekki punktinn yfir i-ið í förðuninni. Liturinn Blessing star í Stellar Halo Shine-línunni frá Dior er svo sannarlega stjarnan á jólatrénu þetta árið. Liturinn er fallega brúnn með ferskjulitum undirtón og fallegum glans.
Meira
Kolbrún Anna Vignisdóttir, förðunarfræðingur og starfsmaður í Geysi, er búin að ákveða hvernig hún ætlar að klæða sig um jólin. Hún er ekki bara búin að ákveða kjólinn heldur er hún búin að ákveða förðunina líka. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Það þarf ekki að tæma budduna fyrir jólin til að gefa gjöf sem gleður. Stundum geta ódýrar, vel valdar gjafir skipt miklu máli. Fyrir þá sem eru með langan jólagjafalista er hægt að mæla með eftirfarandi gjöfum í jólapakkann á þessu ári. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Lykillinn að fallegri húð er ekki bara fallegur og góður farði heldur skiptir miklu máli hvað þú setur undir farðann. Það er mjög mikilvægt að næra húðina vel og tryggja að hún búi yfir miklum raka áður en þú ætlar að gera hana enn fallegri.
Meira
Það kannast eflaust margar við leitina að hinum fullkomna jólarauða varalit sem er einhvern veginn ekki of dökkur, ekki of appelsínugulur og ekki of bleikur. Liturinn MACSmash kemst ansi nálægt því.
Meira
Hvað getum við gert til að næra húðina á kaldasta og oft mest stressandi tíma ársins sem desember er? Bára Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur hjá Lancôme mælir með því að nota retanól og C-vítamín saman til þess að hressa upp á húðina. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segir að Sunekos-meðferðin njóti mikilla vinsælda um þessar mundir. Meðferðin snýst um að sprauta hreinni hýalúronsýru í húðina í kringum augun og þannig næst frísklegra útlit.
Meira
Nýi ilmurinn frá Valentno, Voce Vita, er samstarfsverkefni tónlistarkonunnar Lady Gaga og Pierpaolos Picciolis. Ilmurinn er einstaklega töff og uppfullur af litum.
Meira
Úr er sígild jólagjöf sem klikkar seint enda bæði skart og nytjahlutur, en í einu minnsta verslunarrýminu við Laugaveg eru smíðuð hágæðaúr fyrir dömur og herra sem vakið hafa verskuldaða athygli víða um heim.
Meira
Flestir eru sammála því að mikilvægt sé að vanda það sem keypt er fyrir konuna um jólin. Úrvalið í verslunum borgarinnar er mikið um þessar mundir.
Meira
Flestir eru sammála því að mikilvægt sé að vanda það sem keypt er fyrir herrann um jólin. Úrvalið í verslunum borgarinnar er mikið um þessar mundir.
Meira
Það er fátt skemmtilegra en að finna jólagjafir sem hitta í mark hjá unga fólkinu. Unglingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir, en það sem einkennir þennan flotta aldur er að fáir hafa jafn gaman af pökkum og þeir.
Meira
Fríða Björk Sandholt sjúkraliði elskar að baka eins og margir í fjölskyldunni hennar. Í fyrra fluttu tveir álfar óvænt inn á heimilið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Lára Vilbergsdóttir framkvæmdastjóri og einn af eigendum Húss handanna á Egilsstöðum segir að jólin í ár verði frábrugðin fyrri jólum. Fólk muni án efa gefa meira af heimatilbúnum jólagjöfum í ár og að ilmkerti og sápur seljist eins og heitar lummur. Marta María | mm@mbl.is
Meira
J'adore-línan frá Dior er alltaf einstök og falleg. Dior J'adore Infinissime er þar engin undantekning og er kvenlegur og hlýlegur ilmur fyrir sterkar konur.
Meira
Leikkonan Aníta Briem er stödd á Íslandi þessa dagana vegna kórónuveirunnar en lungann úr fullorðinsárunum hefur hún verið búsett í Bandaríkjunum. Natalie Kristín Hamzenhpour, förðunarmeistari hjá Nathan og Olsen, farðaði Anítu með látlausri hátíðarförðun. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Ef það er einhvern tímann stemning fyrir því að klæða sig í sitt fínasta púss þá er það um þessar mundir. Fólk sem er búið að vera fast heima hjá sér í heimavinnu þarf hugbreytandi fataefni eins og pallíettur.
Meira
Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar er margt til lista lagt. Hún gerir glæsilega kjötveislu á jólunum enda veit hún fátt skemmtilegra en að elda. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Kristín Valdemarsdóttir hefur í gegnum tíðina lagt mikið upp úr því að taka fallegar myndir af dætrum sínum, en hún er áhugaljósmyndari með mikla ástírðu fyrir jólunum og öllu sem jólastússi fylgir.
Meira
Rauðrófu-carpaccio Rauðrófa Hjúpur 200 g gróft salt 200 g fínt salt 2 eggjahvítur, léttþeyttar 250 g hveiti 2 greinar rósmarín, fjarlægt af stilk 125 ml vatn Aðferð Setjið salt, eggjahvítur, hveiti, rósmarín og 90 ml af vatni í matvinnsluvél og blandið.
Meira
Valentína Björnsdóttir forstjóri Móður náttúru segir að fólk sé farið að borða miklu meira af grænmetismat en áður. Til að mæta þörfum fólks setti fyrirtækið á markað reykta hátíðahnetusteik sem þykir mikið lostæti.
Meira
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og eigandi Empower og útivistarkona, segir mikilvægt að minnka kröfurnar á okkur um jólin og njóta þeirra með fjölskyldu og vinum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Edda Ólafsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Nadíu & Söru, er mikið jólabarn enda á hún afmæli á jólunum. Hún segir öll börn kunna vel við sig í vönduðum og þægilegum fötum og mælir með að klæða fjölskylduna í stíl fyrir jólin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Heimili Guðfinnu Magnúsdóttur er komið í jólabúning en hún er hrifnari af einföldum skreytingum en íburðarmiklum. Mildir litir og látleysi ráða ríkjum heima hjá henni. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Það getur tekið lungann úr desembermánuði að finna gjafir að gefa þeim sem eiga allt. Nú þarf enginn að örvænta, því eftirfarandi gjafir eru frábærar fyrir fólk sem erfitt er að koma á óvart um jólin.
Meira
Ef það er eitthvað sem tilheyrir jólunum þá er það að búa til ekta súkkulaðibúðing. Þá erum við ekki að tala um að hræra saman duft úr pakka heldur búa til hreinræktað lostæti þar sem egg, súkkulaði og rjómi koma við sögu. Marta María | mm@mbl.is
Meira
Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk er haldinn allar aðventuhelgar af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þeir sem vilja ævintýralega upplifun utandyra ættu að heimsækja jólamarkaðinn.
Meira
Elísa Ólöf Guðmundsdóttir leggur mikið upp úr blómaskreytingum fyrir jólin. Hún er enn þá með stórt jólatré heima hjá sér og skreytir það í viku fyrir jólin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Katrín Sif Jónsdóttir er lífsglaður hárgreiðslumeistari sem hefur endalausan áhuga á hári. Þegar hárgeiðslustofum var lokað vegna veirunnar tók hún sig til og gerði veftímarit um hár. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Hanna Þóra G. Thordarson er mikil áhugamanneskja um matargerð. Hún er einstaklega góð í að baka líka og segir bakara leynast í öllum. Kúnstin sé að prófa sig áfram með eitthvað einfalt. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Harpa Lind Sigurðardóttir starfar á hárgreiðslustofunni Blondie. Hún sýnir hér hvernig við getum töfrað fram fallegar jólahárgreiðslur á einfaldan hátt. Harpa Lind byrjaði á því að þvo hárið með Momo-sjampói og -næringu frá Davines.
Meira
Lovísa Ólafsdóttir viðskiptafræðingur lenti í slysi fyrr á árinu sem olli því að hún lítur lífið og tilveruna öðrum augum. Jólin eru engin undantekning á því. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Guðrún Líf Björnsdóttir jógakennari er spennt fyrir jólunum enda verður hún á nýjum stað á jólunum. Hún klæðir sig vanalega upp á um jólin og leyfir sér ýmislegt þegar kemur að mat. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.