Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka, hefur í þriðja sinn lagt fram þingmannafrumvarp um breytingu á útlendingalögum hvað varðar aldursgreiningu þegar vafi leikur á að hælisleitandi, sem segist vera barn, sé það í raun. Hún vill leggja af tanngreiningu og taka fólk bara trúanlegt um aldurinn. Þetta væri óskynsamlegt, en það er þó ekkert hjá óheiðarlegum málatilbúnaði þingmannsins, sem laðað hefur frameinhverja harðorðustu umsögn um frumvarp, sem sést hefur, ritaða af þeim fjórum réttartannlæknum, sem annast hafa aldursgreiningar hælisleitenda hér á landi frá upphafi.
Meira