Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Algengt er að Íslendingar beri nöfn fugla eins og til dæmis Hrafn, Kría, Krummi, Lóa, Svala, Svanur, Ugla, Þröstur og Örn, en aðeins ein Heiðlóa er í þjóðskrá og er þess sérstaklega getið í nýútkominni bók, Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin í útgáfu Hóla eftir sr. Sigurð Ægisson, sóknarprest á Siglufirði. „Þetta er mjög skemmtilegt og ég hafði ekki hugmynd um að mín væri getið í bókinni fyrr en nú,“ sagði Heiðlóa Ásvaldsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslunni Lágmúla, eftir að hún fékk ritið að gjöf frá höfundi fyrir helgi.
Meira