Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það er mjög mikið í húfi og meira en nokkru sinni fyrr,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um möguleika á loðnuvertíð í vetur. Fjögur veiðiskip fara á næstunni til loðnuleitar og -mælinga og eru samtökin tilbúin að leggja Hafrannsóknastofnun til jafnvirði 65 milljóna króna í verkefnið. Styrknum er ætlað að greiða að fullu fyrir úthald fjögurra mæliskipa í allt að 24 daga, kvörðun þeirra og vinnu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.
Meira