Greinar fimmtudaginn 3. desember 2020

Fréttir

3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 948 orð | 3 myndir

15-20 ný svæði friðlýst

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umhverfisráðherra hefur verið ötull í friðlýsingum landsvæða. Frá því hann tók við embætti hafa sex ný svæði verið friðlýst. Miðað við þann fjölda sem er í undirbúningi hjá Umhverfisstofnun má búast við að 15-20 ný svæði verði friðlýst á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar, auk nokkurra svæða úr verndarflokki rammaáætlunar. Sjálfur telur Guðmundur Ingi Guðbrandsson líklegt að gengið verði frá alls nærri 30 friðlýsingum fyrir lok kjörtímabilsins og á þá við allar auglýsingar, jafnt á nýjum svæðum, svæðum í verndarflokki og breytingum á eldri friðlýsingum. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 163 orð

Anna fer í skaðabótamál

Bakvörðurinn Anan Aurora Waage, sem sökuð var um að hafa villt á sér heimildir þar sem hún starfaði sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í byrjun apríl, ætlar í skaðabótamál við fjölmiðla og íslenska ríkið. Meira
3. desember 2020 | Innlent - greinar | 1237 orð | 1 mynd

„Fékk svo hallærislega jólagjöf frá kærasta eitt sinn, að ég get ekki haft það eftir“

Linda Pétursdóttir, athafnakona, fyrrverandi Ungfrú heimur og lífs- og þyngdartapsráðgjafi, er á Íslandi um þessar mundir. Hún verður á heimili sínu á Álftanesi á jólunum og segist taka desembermánuði fagnandi þar sem mánuðurinn skipti fjölskyldu hennar miklu máli. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Bingóveisla hækkar hitann

„Við ætlum að hækka hitann í landanum með bingóveislu í kvöld, ekki veitir af,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður og bingóstjóri á K100. Sjötti bingóþáttur K100 með Sigga Gunnars og Evu Ruzu hefst klukkan 19 í kvöld. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Boeing-vél Icelandair bútuð niður hér á landi

Flugvirkjar Icelandair vinna nú að niðurrifi Boeing 757-vélar félagsins, Surtseyjar, sem er ein fjögurra slíkra véla sem teknar hafa verið úr rekstri. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 635 orð | 1 mynd

Bretar samþykkja bóluefnið

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Breska lyfjaeftirlitið samþykkti í gær notkun og dreifingu á bóluefni Pfizer og BioNTech. Urðu Bretar þar með fyrsta þjóðin til þess að heimila notkun bóluefnisins í baráttunni gegn kórónuveirunni. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Crayon kaupir Sensa á 3,25 ma.

Alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Crayon Group hefur keypt Sensa af Símanum fyrir 3,25 milljarða króna. Tveir þriðju hlutar kaupverðs eru greiddir með reiðufé en það sem eftir stendur með hlutabréfum í Crayon. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Dreifing pakka gengur ágætlega

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Dreifing á bréfum og pökkum hefur gengið ágætlega hjá Póstinum þrátt fyrir mikla fjölgun sendinga og takmarkanir vegna sóttvarna. „Það er mikið magn í kerfinu. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 755 orð | 2 myndir

Fitusýrur úr lýsi eyða kórónuveiru

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Í vor var settur mikill kraftur í að þróa nýja vöru úr lýsi sem talin var geta hamlað veirusmiti og kom hún á markað um það leyti. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Gjaldþrot færri en spáð var

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir útlit fyrir færri gjaldþrot í greininni í ár en óttast var. Hins vegar kunni gjaldþrotum í greininni að fjölga á ný næsta haust. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Gluggatónleikar í tómri minjagripaverslun á Laugavegi

Tónlistarkonan María Magnúsdóttir eða MIMRA hélt tónleika í búðarglugga þar sem áður var að finna minjagripaverslun á Laugavegi í gær. Framtakið Talið í tónum, sem styrkt er af Miðborgarsjóði, er eins konar tónleikajóladagatal. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Heilbrigðisráðherra stofnar landsráð

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra undirbýr nú þingsályktunartillögu um stofnun landsráðs sem verður ráðgefandi vettvangur um mönnun og menntun innan heilbrigðisþjónustunnar. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 463 orð | 2 myndir

Hetjudáðir hunda og fólks á norðurslóðum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókin Hetjur norðurslóða, sögur grænlenskra veiðimanna af hundum sínum, sem Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur unnið að í máli og myndum í yfir 30 ár og af miklum þunga undanfarin fjögur ár, er komin út hjá Qerndu-forlaginu. Þýska útgáfufyrirtækið Kehrer gefur bókina út um allan heim á ensku undir heitinu Artic Heroes og er hún farin í dreifingu í Evrópu en er væntanleg í Bandaríkjunum í janúar. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Hópsýkingar bera faraldurinn uppi

Litlar hópsýkingar sem komið hafa upp á vinnustöðum, leikskólum, hjá fjölskyldum og víðar bera faraldur kórónuveiru nú uppi innanlands, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 16 innanlandssmit greindust á þriðjudag. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 531 orð | 3 myndir

Hús rísa í Bryggjuhverfi vestur

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrstu húsin eru byrjuð að rísa í nýju íbúðahverfi Reykjavíkur, Bryggjuhverfi vestur. Þarna er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum, að hluta til á landfyllingum og að hluta til á athafnasvæði Björgunar ehf. í Sævarhöfða, en fyrirtækið hefur sem kunnugt er hætt starfsemi þar. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Jólajógúrtin frá Örnu komin í verslanir

Vinsælasta jógúrt landsins, sjálf jólajógúrtin frá Örnu, er komin í verslanir en í huga margra er koma jólajógúrtarinnar upphaf jólahátíðarinnar. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Endurbætur Það hefur ekki beint viðrað til útiverka síðustu daga. Þessir vösku sveinar létu þó ekki veðrið stoppa sig og tyrfðu Þúfuna, útilistaverk Ólafar Nordal úti á... Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 637 orð | 1 mynd

Kuldakast fram yfir helgina

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norðanstormi er spáð á landinu í dag og gular viðvaranir í gildi alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofa Íslands hefur varað við hríðarveðri með allt að 40 m/s vindi á sumum spásvæðum. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 226 orð

Málstími mun styttri

Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Málahalli hjá embætti héraðssaksóknara í byrjun árs 2016, þegar embættið var stofnað, nam um 170 málum og var meðalafgreiðslutími mála 12-14 mánuðir. Stærstur hluti þessara mála var kynferðisbrotamál. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Oddfellowar efla Lífsgæðasetrið

Bæði Alzheimersamtökin og Parkisonsamtökin fá veglegan styrk frá Oddfellow-reglunni á Íslandi til að byggja upp þjónustumiðstöð og dagdvalarrými á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Reikninga vantar í bókhald Pírata

Andrés Magnússon andres@mbl.is Skoðunarmenn nýbirts ársreiknings Pírata fyrir 2019 gera athugasemdir við að reikninga vanti í bókhaldið hjá flokknum fyrir 1,3 milljónir króna, þó ekki sé efað að útgjöldin eigi sér stoð. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Sala við Dynjanda að ári

Umhverfisstofnun hefur veitt Ísafjarðarbæ leyfi til að setja upp jólamarkað við fossinn Dynjanda í Arnarfirði fyrir jólin á næsta ári. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Segir engin merki um svindl

Bill Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í fyrrinótt að ekki hefðu fundist nein merki um skipulögð kosningasvik af þeirri stærðargráðu að þau hefðu getað breytt niðurstöðum forsetakosninganna 3. nóvember síðastliðinn. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 476 orð | 4 myndir

Síðustu dagar Surtseyjar

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flugvirkjar Icelandair vinna nú hörðum höndum að því í flugskýli og viðhaldsstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli að rífa niður Surtsey, eina af Boeing 757-vélum Icelandair sem teknar hafa verið úr notkun. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Sjúklega gott sultað jólarauðkál

Ef eitthvert meðlæti er nauðsynlegt á hátíðarborðið þá er það rauðkál. Hér hefur Berglind Guðmunds á GRGS.is sultað það og við mælum heilshugar með því að þið prófið þetta meðlæti sem er hér tekið upp í nýjar hæðir. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 395 orð | 1 mynd

Skatturinn í Katrínartún?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ákveðið hefur verið að hefja viðræður við fasteignafélagið Íþöku ehf. um leiguhúsnæði fyrir Skattinn og skattrannsóknarstjóra. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 164 orð

Skimuð fyrir berklum

Börn og starfsmenn einnar deildar Leikskóla Seltjarnarness eru nú skimuð fyrir berklum eftir að grunur um berklasmit kom upp hjá einstaklingi í leikskólanum. Ekki er vitað hvort smit hjá viðkomandi hafi verið staðfest. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 629 orð | 2 myndir

Slípa þarf til tekjufallsstyrki

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir útlit fyrir færri gjaldþrot í íslenskri ferðaþjónustu á árinu en óttast var. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 656 orð | 2 myndir

Stýring á veiðum skipulögð af útgerðunum

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sæbjúgnaafli á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru af fiskveiðiárinu nemur aðeins um þriðjungi af þeim afla sem kom á land á sama tíma í fyrra. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Sækja í æti við sjóinn

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eflaust hefur minkurinn, sem á dögunum sást stökkva frá borði dragnótabátsins Aðalbjargar RE 5 í Reykjavíkurhöfn, verið í ætisleit. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Taka þarf faglega afstöðu til hússins á Kárastöðum

Þingvallanefnd fékk fyrr á þessu ári tveggja milljóna króna styrk úr húsafriðunasjóði sem verður notaður til að teikna upp gamla húsið á Kárastöðum og tryggja að ekki verði foktjón af því, að því er fram kemur í fundargerð nefndarinnar. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Telur engra ráðstafana þörf af hálfu Landsréttar

Viðar Guðjónsson Skúli Halldórsson Niðurstaða yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu kallar ekki á neinar sérstakar ráðstafanir af hálfu Landsréttar sem ekki hefur þegar verið gripið til. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 1024 orð | 5 myndir

Vandasöm vinna

Að vinna heima er er vandi og krefst aga. Einseta tekur á, spjall við vinnufélaga sem bæði gefur og gleður er ekki til staðar og sitthvað getur truflað heima, þó ekki sé nema að hundurinn kalli á athygli. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 117 orð

Vara Lýsis gæti hamlað veirusmiti

„Þessar niðurstöður segja okkur að virknin er töluvert mikil og þá er næsta skref að prófa virknina á fólki og það er að fara í gang núna,“ segir Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf. Meira
3. desember 2020 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Vínbúðin verður áfram í Borgartúni

ÁTVR hefur ákveðið að hefja viðræður við Eik fasteignafélag um áframhaldandi leigu á húsnæði við Borgartún fyrir vínbúð. Í október síðastliðnum óskuðu Ríkiskaup fyrir hönd Vínbúðarinnar eftir að taka á leigu húsnæði fyrir vínbúð í Reykjavík. Meira

Ritstjórnargreinar

3. desember 2020 | Staksteinar | 186 orð | 1 mynd

Fiskur kemur enn við sögu

Búrókratar ESB reyna að koma illu blóði inn í samningaviðræður við Breta og leitast þeir ekki síst við að nýta tilhögun fiskveiða í því sambandi. Meira
3. desember 2020 | Leiðarar | 717 orð

Sannleikanum verður hver sárreiðastur

Kínversk stjórnvöld þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum Meira

Menning

3. desember 2020 | Bókmenntir | 214 orð | 1 mynd

Allir lestrar Laxness aðgengilegir á RÚV

Í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins verða allir lestrar Halldórs Laxness, sem til eru í safni RÚV, gerðir aðgengilegir almenningi í spilaranum á RÚV. Meira
3. desember 2020 | Kvikmyndir | 771 orð | 2 myndir

Á meðan heimurinn ferst, ástarsaga

Leikstjórn: Ben Falcone. Handrit: Steve Mallory. Aðalleikarar: Melissa McCarthy, Bobby Cannavale, Bryan Tyree Henry, James Corden. Kanada, Bandaríkin, 2020. 106 mín. Meira
3. desember 2020 | Myndlist | 524 orð | 3 myndir

„Helvíti flott, þó ég segi sjálfur frá“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Eftirprentanir í takmörkuðu upplagi af frumútgáfum nokkurra þekktra lagatexta Bubba Morthens eru nú til sölu á vefsíðu hans, bubbi.is, og stendur nú yfir sýning á völdum verkum í Kringlunni. Meira
3. desember 2020 | Myndlist | 90 orð | 1 mynd

Büchel beri að skila Barca Nostra

Stjórn Feneyjatvíæringsins og bæjaryfirvöld í Augusta á Sikiley hafa farið fram á að svissnesk-íslenski listamaðurinn Christoph Büchel og gallerí hans, Hauser & Wirth, skili ryðguðum fiskibátnum sem Büchel sýndi á tvíæringnum í fyrra og kallaði Barca... Meira
3. desember 2020 | Bókmenntir | 915 orð | 1 mynd

Ég hef alltaf verið tungumálanörd

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég fór að skrifa ljóð um svipað leyti og ég byrjaði í frönsku og bókmenntafræði í Háskóla Íslands. Meira
3. desember 2020 | Dans | 82 orð | 1 mynd

Íslenski dansflokkurinn tilnefndur til sviðslistaverðlauna í Noregi

Íslenski dansflokkurinn hefur verið tilnefndur til norsku menningarverðlaunanna Subjektprisen fyrir árið 2020. Subjektprisen er ein virtasta hátíð menningarársins í Noregi og gefst almenningi kostur á að velja þau verk sem þykja skara fram úr á árinu. Meira
3. desember 2020 | Bókmenntir | 885 orð | 5 myndir

Líklegt að hann verði mikið skáld

Af bókmenntum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er allra snotrasti öngull, enda þótt eigandinn skrifi hann með au! Meira
3. desember 2020 | Leiklist | 134 orð | 1 mynd

Nýársnóttin flutt í kvöld

Hljóðleikhús Þjóðleikhússins flytur í kvöld kl. 20 Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. Nýársnóttin var fyrst frumsýnd á annan í jólum árið 1907 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var síðar opnunarsýning Þjóðleikhússins 20. Meira
3. desember 2020 | Bókmenntir | 784 orð | 3 myndir

Petsamo – Frægasta ferð Esju

Eftir Davíð Loga Sigurðsson. Sögur 2020. Innbundin, 319 bls. Meira
3. desember 2020 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Rauðhærði riddarinn fer í mömmuspor

Afar áhugaverður heimildarþáttur frá BBC var á dagskrá RÚV sl. þriðjudagskvöld, sem hét Sannleikurinn um HIV. Þar kynnti læknirinn Chris van Tulleken sér þróun vísindarannsókna á HIV-veirunni. Hann fór á fund lækna, vísindamanna og fólks með HIV. Meira
3. desember 2020 | Myndlist | 223 orð | 1 mynd

Sjötíu fjölbreytileg verk boðin upp

Á vef uppboðshússins Gallerís Foldar er hafið uppboð undir heitinu „Jólaperlur – Íslensk gæðaverk“. Á uppboðinu er úrval verka íslenkra myndlistarmanna og lýkur því 9. desember næstkomandi. Meira
3. desember 2020 | Bókmenntir | 114 orð | 1 mynd

Skáldsaga um son Shakespeares best

Norðurírski rithöfundurinn Maggie O'Farrell hreppti Waterstones-bókmenntaverðlaunin bresku í ár fyrir skáldsöguna Hamnet . Meira
3. desember 2020 | Bókmenntir | 304 orð | 3 myndir

Spennandi og ófyrirsjáanleg

Eftir Snæbjörn Arngrímsson. Vaka-Helgafell, 2020. Innbundin, 282 bls. Meira
3. desember 2020 | Bókmenntir | 1452 orð | 19 myndir

Tilnefningar í flokki fagurbókmennta

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2020 voru kynntar í sjónvarpsþættinum Kiljunni á RÚV í gærkvöldi. Meira

Umræðan

3. desember 2020 | Aðsent efni | 819 orð | 1 mynd

Aðför að samkeppni, verzlun og neytendum

Eftir Ólaf Stephensen: "Hagsmunaöfl í landbúnaðinum reyna nú að nýta annars vegar kórónuveirufaraldurinn og hins vegar Brexit til að vinda ofan af breytingum í átt til frjálsra viðskipta og virkrar samkeppni." Meira
3. desember 2020 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd

Forseti borgarstjórnar kemur út úr skápnum

Eftir Gunnar H. Gunnarsson: "Margir borgarfulltrúar segja að tillögur Samtaka um betri byggð varðandi Aðalskipulag Reykjavíkur séu faglega séð bestar en pólitískt óframkvæmanlegar" Meira
3. desember 2020 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Lögmál bókaútgáfu og Laxness

Eftir Björn Bjarnason: "Almenn lögmál bókaútgáfu ráða niðurstöðu frjálsra ályktana um útgáfu á bókum Halldórs Laxness í Bandaríkjunum." Meira
3. desember 2020 | Aðsent efni | 245 orð | 1 mynd

Ráðningabann í Reykjavík

Eftir Hildi Björnsdóttur: "Við árslok 2021 munu 19% af vinnandi fólki vera starfandi hjá Reykjavíkurborg. Þá mun störfum í borginni hafa fjölgað um 622 á tveggja ára tímabili." Meira
3. desember 2020 | Pistlar | 412 orð | 1 mynd

Stjórnvöld vilja frekar mat í minka en fólk

Senn koma jólin. Fyrir þá sem lifa áhyggjulausu fjárhagslega og félagslega öruggu lífi eru jólin almennt hátíð tilhlökkunar og gleði. Hátíð fjölskyldunnar. Nú bregður svo við að vanlíðan og kvíði einkennir sem aldrei fyrr komandi jólahátið. Meira
3. desember 2020 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Tímahvörf og samfélagsþróun – Veröld sem var

Eftir Þröst Ólafsson: "Um þessar mundir teljumst við meðal þeirra þjóða sem hafa það best og þar sem jafnrétti og mannréttindi eru í hávegum höfð. En jafnframt hefur ýmislegt farið úrskeiðis." Meira

Minningargreinar

3. desember 2020 | Minningargreinar | 159 orð | 1 mynd

Guðbjörg Karlsdóttir

Guðbjörg Karlsdóttir fæddist 22. mars 1940. Hún lést 10. nóvember 2020. Útför Guðbjargar fór fram 21. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 538 orð | 1 mynd

Guðlaug Konráðs Jónasdóttir

Guðlaug Jónasdóttir fæddist á Akureyri 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru Unnur Konráðsdóttir og Jónas Jónasson. Maki Guðlaugar var Lúðvík Ágústsson, sjómaður og síðar skipstjóri og útgerðarmaður. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 717 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðlaug Konráðs Jónasdóttir

Guðlaug Jónasdóttir fæddist á Akureyri 1934. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 17. nóvember 2020. Móðir hennar var Unnur Konráðsdóttir og faðir Jónas Jónasson.Maki Guðlaugar var Lúðvík Ágústsson, sjómaður og síðar skipstjóri og útgerðarmaður. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 5510 orð | 1 mynd

Gunnar Þorsteinn Halldórsson

Gunnar Þorsteinn Halldórsson íslenskufræðingur fæddist 9. apríl 1960 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum 19. október 2020 eftir baráttu við krabbamein. Foreldrar hans eru Anna Einarsdóttir, f. 1940, fv. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 1585 orð | 1 mynd

Leó Jóhannsson

Leó fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík þann 12. mars 1981. Hann lést af slysförum í Reykjavík þann 17. nóvember 2020. Foreldrar Leós eru Hrönn Jónsdóttir, f. 1960, og Jóhann Heiðmundsson, f. 1956, kvæntur Unni Ármannsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1266 orð | 1 mynd | ókeypis

Leó Jóhannsson

Leó fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík þann 12. mars 1981. Hann lést af slysförum, í Reykjavík, þann 17. nóvember 2020.Foreldrar Leós eru Hrönn Jónsdóttir f. 1960 og Jóhann Heiðmundsson f. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 1007 orð | 1 mynd

Magnús Ágústsson

Magnús Ágústsson fæddist 8. september 1927. Hann lést 12. nóvember 2020. Hann var sonur hjónanna Ágústs Pálmasonar og Sigríðar Jónsdóttur. Magnús fæddist á Vonarlandi við Sogaveg. Fluttist svo austur í Flóa að Rútstaða-Suðurkoti og síðar Skúfslæk. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 1872 orð | 1 mynd

María Steinunn Gísladóttir

María Steinunn Gísladóttir fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði 10. nóv. 1932. Hún lést á heimili sínu 16. nóv. 2020. Foreldrar hennar voru Sigurborg Ólafsdóttir, f. 26. júlí 1904, d. 7. mars 1984, og Gísli E. Jóhannesson, f. 1. sept. 1901, d. 27. jan. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 447 orð | 1 mynd

Már B. Gunnarsson

Már fæddist 21. febrúar 1945. Hann lést 12. október 2020. Útförin fór fram 12. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 216 orð | 1 mynd

Pálmar Vígmundsson

Pálmar Vígmundsson fæddist 29. júní 1930. Hann lést 15. nóvember 2020. Útför Pálmars fór fram 27. nóvember 2020. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 1211 orð | 1 mynd

Þormar Vignir Gunnarsson

Þormar Vignir Gunnarsson fæddist 30. september 1973 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 12. nóvember 2020. Foreldrar hans eru Gunnar Þórisson, f. 29. ágúst 1950, og Vilborg Þorgeirsdóttir, f. 7. desember 1951, búsett í Mosfellsbæ. Meira  Kaupa minningabók
3. desember 2020 | Minningargreinar | 3257 orð | 1 mynd

Þórunn Lovísa Ísleifsdóttir

Þórunn Lovísa Ísleifsdóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1967. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 19. nóvember 2020. Foreldrar Þórunnar Lovísu eru Andrea Þórðardóttir, f. 16. desember 1936 og Ísleifur Marz Bergsteinsson, f. 4. nóvember 1933. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. desember 2020 | Viðskiptafréttir | 694 orð | 5 myndir

Tapa milljónum í viku hverri

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class, segir tekjur félagsins hafa dregist saman um rúmlega 1,2 milljarða í kórónuveirufaraldrinum. Sú tala hækki um margar milljónir í viku hverri. Meira

Daglegt líf

3. desember 2020 | Daglegt líf | 753 orð | 4 myndir

Laufabrauðsgerð er skemmtileg listsköpun

„Ég er mikið jólabarn og mér finnst gaman að vera í laufabrauði. Þetta er félagsskapur og þegar maður er í stuði verða til nýjar og nýjar myndir. Meira
3. desember 2020 | Daglegt líf | 524 orð | 4 myndir

Líf án tóbaks er mikilvægt á meðgöngutímanum

Allir verðandi foreldrar óska þess að ófætt barn þeirra verði heilbrigt og hraust. Þegar von er á barni eru konur oft tilbúnar að endurskoða daglegar venjur og gera breytingar á lífi sínu. Meira
3. desember 2020 | Daglegt líf | 124 orð

Stór tímamót

Stúdentaráð Háskóla Íslands býður á morgun, 4. desember kl. 18, til hátíðarhalda í tilefni af aldarafmæli ráðsins. Hátíðin verður í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands og henni streymt á netinu. Meira
3. desember 2020 | Daglegt líf | 96 orð | 1 mynd

Takk hjá Fossum

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, afhenti á dögunum Héðni Unnsteinssyni, formanni Geðhjálpar, 12,6 milljónir króna, afrakstur Takk-dagsins 26. nóvember sl. Þann dag runnu allar þóknanatekjur fyrirtækisins vegna viðskipta til góðs málefnis. Meira

Fastir þættir

3. desember 2020 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 d5 4. Bb5 Bd6 5. f4 f6 6. fxe5 fxe5 7. Rf3 De7...

1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 d5 4. Bb5 Bd6 5. f4 f6 6. fxe5 fxe5 7. Rf3 De7 8. Bxc6+ bxc6 9. Rxe5 Dg5 10. Rf3 Dxg2 11. Hg1 Dh3 12. Bxg7 Bxh2 13. Kf2 Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu móti sem fram fór í Tianjin í Kína í árslok 2018. Meira
3. desember 2020 | Í dag | 300 orð

Bara ekki Þingmannaheiði

Halldór Vigfússon kenndi föður mínum þessa vísu eftir Þorstein Erlingsson: Þess eins bið ég guð, ef ég á nokkra sál, svo engum það verði til reiði, að sendi hann hana í bik eða bál en bara ekki á Þingmannaheiði. Meira
3. desember 2020 | Árnað heilla | 71 orð | 1 mynd

Brynjar Þór Elvarsson

30 ára Brynjar Þór ólst upp á Selfossi og í Grímsnesinu en býr núna í Kópavogi. Brynjar Þór er með meistaragráðu í stjórnsýslufræðum og starfar sem verkefnastjóri á skrifstofu Alþjóðasamskipta Háskóla Íslands. Meira
3. desember 2020 | Árnað heilla | 83 orð | 1 mynd

Guðmunda Áslaug Geirsdóttir

40 ára Guðmunda Áslaug ólst upp í Reykjavík en hún var að flytja á Suðurnesin. Ása er lögfræðingur. Helstu áhugamál Ásu eru fjölskyldan og góður matur og ferðalög, útivera og hreyfing. Maki : Axel Vicente Gomez, f. 1967, framkvæmdastjóri. Meira
3. desember 2020 | Í dag | 864 orð | 4 myndir

Lífsglaður vinnuþjarkur í Eyjum

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson fæddist 3. desember 1960 í Reykjavík og ólst upp á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Hann er kallaður Binni af öllum sem þekkja hann og oftast Binni í Vinnslustöðinni. Meira
3. desember 2020 | Í dag | 51 orð

Málið

Víkingar fóru ekki alltaf með friði. Og fyrir kom að þeir uppskáru svo sem þeir sáðu og féllu í bardaga. Nýlega var greint frá víkingum sem grafnir höfðu verið upp. Þeir voru sagðir hafa „dáið eftir stóran bardaga“. Meira
3. desember 2020 | Fastir þættir | 172 orð

Reglur. S-Enginn Norður &spade;7 &heart;ÁK64 ⋄D952 &klubs;ÁK83...

Reglur. S-Enginn Norður &spade;7 &heart;ÁK64 ⋄D952 &klubs;ÁK83 Vestur Austur &spade;K32 &spade;D10 &heart;G109 &heart;D753 ⋄K643 ⋄ÁG8 &klubs;D97 &klubs;10542 Suður &spade;ÁG98654 &heart;82 ⋄107 &klubs;G6 Suður spilar 4&spade;. Meira
3. desember 2020 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Reykjavík Rúrik Amír Hoffmann Einarsson fæddist 8. janúar 2020 kl. 5.37...

Reykjavík Rúrik Amír Hoffmann Einarsson fæddist 8. janúar 2020 kl. 5.37. Hann vó 3.780 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson og Lilja Hrafndís Magnúsdóttir... Meira
3. desember 2020 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Taktu þátt í jóladagatali JólaRetró

Jóladagatal JólaRetró hófst hinn 1. desember og verður á hverjum degi fram að jólum. Þar geta heppnir hlustendur unnið fallegar gjafir frá Vogue fyrir heimilið. Það eina sem þú þarft að gera til þess að vera með er að fara inn á Vogue. Meira

Íþróttir

3. desember 2020 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

Aron íhugaði að hætta í knattspyrnu eftir þrálát og erfið meiðsli

Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur með Hammarby í Svíþjóð og skorað 12 mörk í síðustu 15 leikjum. Er hann kominn almennilega af stað á nýjan leik eftir þrálát og erfið meiðsli sem ógnuðu ferli hans. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Aron lék vel í Álaborg

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, lék vel þegar Barcelona lagði Aalborg að velli 35:32 í Meistaradeildinni en leikið var í Álaborg. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 1152 orð | 2 myndir

Ekki sömu vitleysingarnir og ég var á þessum aldri

Fótbolti Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona Íslands í knattspyrnu, gæti vel hugsað sér að ljúka ferlinum á EM í Englandi 2022. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Framlengdu á Hlíðarenda

Handknattleikskonurnar Elín Rósa Magnúsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir hafa framlengt samning sinn við Val út tímabilið 2024. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

Í blaðinu í gær reyndum við hér á Morgunblaðinu að gera landsleiknum...

Í blaðinu í gær reyndum við hér á Morgunblaðinu að gera landsleiknum mikilvæga gegn Ungverjalandi góð skil og ekki síður þeirri góðu niðurstöðu sem fylgdi í kjölfarið. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 1060 orð | 2 myndir

Íhugaði að hætta eftir gríðarlega erfið ár

Fótbolti Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur átt góðu gengi að fagna með sænska liðinu Hammarby undanfarnar vikur og skorað tólf mörk í síðustu fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Jóhann Berg í mótvindi í Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, viðurkennir í viðtali sem birtist á heimasíðu Burnley að síðustu mánuðir hafi verið erfiðir. Jóhann hefur verið mikið frá vegna meiðsla síðasta eina og hálfa árið. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Kolbeinn er á förum frá AIK

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður AIK í Svíþjóð, mun yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. Sænska félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í gær en Expressen hafði áður greint frá þessu. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Krasnodar – Rennes 1:0 H-RIÐILL...

Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL: Krasnodar – Rennes 1:0 H-RIÐILL: Istanbul Basaksehir – RB Leipzig 3:4 *Fleiri leikir voru á dagskrá í keppninni í gær og lauk eftir að blaðið fór í prentun. Úrslitin er að finna í umfjöllun á mbl.is. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Aalborg – Barcelona 32:35 &bull...

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Aalborg – Barcelona 32:35 • Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona. • Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Mikilvægt stig hjá Start

Start náði í stig gegn meisturunum í Bodö/Glimt í 27. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Stigið kemur sér vel fyrir Start sem er rétt fyrir ofan fallsvæðið. Meira
3. desember 2020 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Snýr aftur til Vestmannaeyja

Knattspyrnukonan Clara Sigurðardóttir hefur skrifað undir samning við uppeldisfélag sitt ÍBV sem gildir út næsta tímabil. Clara, sem er miðjumaður og uppalin í Vestmannaeyjum, lék með Selfossi á síðustu leiktíð en hefur nú snúið aftur heim. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.