Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið var að því á Hafrannsóknastofnun í gær að skipuleggja loðnuleiðangur fjögurra veiðiskipa, en farið verður af stað um helgina og er ráðgert að verða við mælingar í allt að sex daga. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, sagði að endanlegt skipulag væri á teikniborðinu með tilliti til skipakosts, veðurs, hafíss og dreifingar loðnunnar samkvæmt upplýsingum úr yfirferð Polar Amaroq úti fyrir Norðurlandi í síðustu viku. Þrír starfsmenn Hafró verða um borð í hverju skipi og manna þeir bergmálsvakt og sýnavinnslu.
Meira