Meðal þeirra sem tjáð hafa sig um niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Landsréttarmálinu eru Gagnsæi, „samtök gegn spillingu“, sem vöknuðu af værum blundi til að segja að „þeir sem [bæru] ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings“. Sem sagt að Sigríður, Alþingi allt, ríkisstjórnin, Hæstiréttur og forsetinn eigi ekki aðeins að segja af sér, heldur aldrei framar að gefa sig að trúnaðarstörfum fyrir þjóðina!
Meira