Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um þessar mundir eru sjö ár síðan Sunna Pam Olafson-Furstenau kom sjálfseignarstofnuninni Icelandic Roots (IR) á koppinn í þeim tilgangi að safna saman upplýsingum um sögu og ættir Íslendinga og íslenskra vesturfara, veita aðgang að þeim gegn gjaldi og styrkja þannig málefni, sem tengjast Vesturheimi og Íslandi. „Við höfum veitt yfir 102.000 dollara í styrki frá upphafi og þar af um 7.500 dollara í Vesturheimi og um 5.000 dollara á Íslandi í ár,“ segir hún, um 13 milljónir króna, og leggur áherslu á að IR komi öllum að notum, jafnt Íslendingum sem öðrum.
Meira