Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sá meginmunur er á því hvernig löndun á afla gengur fyrir sig í Noregi og á Íslandi að hérlendis annast löggiltir vigtarmenn, sem eru starfsmenn hafnanna, vigtun og aflaskráningu á meðan kaupandi afla vigtar og skráir í Noregi. „Þeir eru til sem mundu telja að íslenska leiðin vinni betur gegn svindli við löndun og skráningu en sú norska,“ segir Ögmundur Haukur Knútsson fiskistofustjóri.
Meira