Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er komin í kosningaham eins og heyra mátti á Alþingi í fyrradag þegar hún kvartaði hástöfum undan því í fyrirspurnartíma að til stæði að auka stuðning við landbúnað og kvartaði undan tollum og höftum í því sambandi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, benti á að flest ríki styddu framleiðslu sína og að til stæði að fara út í ýmsar aðgerðir hér, enda þekkt að kórónuveirufaraldurinn hefur haft mjög slæm áhrif á bændur. Í því sambandi nefndi ráðherra að verð á kjöti á heimsmarkaði hefði lækkað um 14% og þekkt er að hér hefur fækkun ferðamanna haft sérstaklega mikil áhrif.
Meira