Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Framboðskönnun Samfylkingarinnar í Reykjavík hófst í gær og lýkur á sunnudag. Þar er ekki um hefðbundið prófkjör að ræða, heldur var ákveðið að fara „sænsku leiðina“. Í henni felst að tilnefninga var leitað hjá almennum flokksfélögum, en 261 flokksmaður sendi inn nöfn 181 vænlegs frambjóðanda. Eftir að áhugi viðkomandi var kannaður stóðu eftir 50 nöfn, sem samfylkingarfólk í höfuðborginni getur nú tekið afstöðu til í netkönnun. Niðurstöðurnar úr henni fara svo til uppstillingarnefndar, en aðeins til ábendingar þó, nefndin þarf ekki að taka tillit til þeirra frekar en vill.
Meira