Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Húsin sem lentu undir aurflóðunum á Seyðisfirði eru öll, utan eitt, við Hafnargötu. Á því svæði sem einu nafni kallast Búðareyri. „Flóðin gjörbreyta ásýnd þessa hluta bæjarins og tjónið er mikið,“ segir Vilhjálmur Jónsson á Seyðisfirði, bæjarstjóri þar 2011-2018 og nú fulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings. Næst utan við svæðið þar sem skriðan féll er svo þyrping húsa sem kölluð hefur verið Wathnestorfan, kennd við Ottó Wathne, síldarspekúlantinn norska, sem var með umsvifamikinn rekstur á Seyðisfirði undir lok 19. aldar.
Meira