Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir barning í rysjóttri tíð síðustu vikur var ráðgert að hefja löndun úr Sólbergi ÓF 1, frystiskipi Ramma hf., á Siglufirði árdegis í dag. Að baki er metár hjá skipstjórunum, Sigþóri Kjartanssyni og Trausta Kristinssyni, og áhöfnum þeirra á þessum stærsta togara Íslendinga þar sem allur afli er fullunninn og frystur um borð.
Meira