Frakkland Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Það er búið að vera draumatímabil hjá mér þetta fyrsta atvinnumannatímabil,“ sagði Kristján Örn Kristjánsson, oftast kallaður Donni, í samtali við Morgunblaðið. Kristján, sem fagnar 23 ára afmælinu sínu á morgun, jóladag, hefur leikið afar vel með Pays d'Aix í efstu deild Frakklands í handbolta á leiktíðinni, en hann kom til félagsins fyrir tímabilið frá ÍBV. Fjölnismaðurinn er markahæstur hjá sínu liði með 45 mörk í 10 leikjum í frönsku deildinni. Hann átti ekki erfitt með að aðlagast því að spila í einni sterkustu deild Evrópu.
Meira