Bjarni Benediktsson sýndi ámælisverða óvarkárni í Ásmundarsal, að minnsta kosti eftir að fjölgaði í salnum. Á því baðst hann afsökunar, sem sumir taka gott og gilt, aðrir ekki. Þetta var ekki ósvipað hegðun Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sem sama dag braut sóttvarnareglur, eða þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra faðmaði Seyðfirðinga. Það hefur ýmsum orðið hált á sóttvarnasvellinu og er ekki til eftirbreytni.
Meira