Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef sennilega aldrei neytt fjölbreyttari fæðu en nú, eftir að ég gerðist vegan,“ segir Björk Gunnarsdóttir, meðstjórnandi í Samtökum grænkera á Íslandi, félagi þeirra sem forðast að neyta dýraafurða. Tilgangur starfsins er að veita fræðslu um mikilvægi veganisma og minnka eftirspurn eftir afurðum sem frá dýrum falla. Undanfarið hafa samtökin bent sérstaklega á þau umhverfisáhrif sem fylgi breyttum matarvenjum; minni neysla á kjöti og öðrum slíkum afurðum dragi úr þeirri loftslagsvá sem blasir við.
Meira