Greinar fimmtudaginn 31. desember 2020

Fréttir

31. desember 2020 | Erlendar fréttir | 691 orð | 2 myndir

11 íbúa Ask enn saknað

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Umfangsmikið jarðfall varð í gærmorgun í þorpinu Ask í sveitarfélaginu Gjerdrum, sem er 25 km norðaustur af höfuðborg Noregs, Ósló. Ellefu var enn saknað þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 162 orð

35 doktorar starfa hjá Hafró

Nú eru 35 starfsmenn Hafrannsóknastofnunar með doktorspróf. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

47 tjónatilkynningar eftir flóðin

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Alls hafa borist 47 tilkynningar vegna tjóna á Seyðisfirði í kjölfar aurskriðufalla. Þar af eru 16 tilkynningar vegna tjóns á innbúi en í heild er um að ræða tjón á 31 húseign. Altjón er á 10-12 húsum. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Akstur Strætó um áramótin

Akstur Strætó um áramótin tekur hefðbundnum breytingum. Á höfuðborgarsvæðinu verður ekið í dag samkvæmt laugardagsáætlun en bætt við ferðum um morguninn. Ekið verður til kl. 15. Á morgun, nýársdag, verður tekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Meira
31. desember 2020 | Erlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

AstraZeneca/Oxford bóluefnið samþykkt

Nýtt bóluefni gegn kórónuveirufaraldrinum, bóluefni Oxford-AstraZeneca, hlaut leyfi til notkunar í Bretlandi í gær. Ráðgert er að bólusetning með því þar hefjist mánudaginn 4. janúar nk. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 562 orð | 3 myndir

Áhrif faraldursins á heilbrigðiskerfið

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur hefur haft margvísleg áhrif á heilbrigðiskerfið samkvæmt grein um starfsemi heilbrigðisþjónustu í annarri og þriðju bylgju Covid-19. Hún birtist í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar. Þar segir að þegar á heildina sé litið hafi faraldurinn haft almennt meiri áhrif á heilbrigðisþjónustu í fyrstu bylgju faraldursins (lok febrúar til fyrstu viku í maí) en í annarri og þriðju bylgju (ágúst-nóvember) þótt fleiri hafi greinst smitaðir samanlagt í annarri og þriðju bylgju en þeirri fyrstu. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 76 orð

Árétting

Fram kom í umfjöllun um verðhækkanir í Morgunblaðinu sl. þriðjudag, að hækkun á móttökugjaldi endurvinnslustöðva Sorpu næmi í sumum tilvikum hátt í 300%, til að mynda á steinefnum frá byggingariðnaði. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Bláa lónið styrkir Krabbameinsfélagið

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, afhenti vísindasjóði Krabbameinsfélags Íslands styrk upp á 2,2 milljónir króna, en fyrirtækið hefur styrkt félagið á hverju ári síðan 2015. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Bláfugl segir upp ellefu flugmönnum

Alþjóðlega fragtflugfélagið Bláfugl hefur sagt upp ellefu flugmönnum fyrirtækisins í hagræðingarskyni en þeir voru allir félagar í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og voru langlaunahæstu starfsmenn fyrirtækisins. Flugmennirnir voru af ýmsum uppruna; m. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 610 orð | 4 myndir

Eru bjartsýn á framtíðina

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er mjög bjartsýnn á að ferðafólk fari að koma aftur til Íslands. Það var svo mikil athygli á Íslandi áður en faraldurinn skall á. Svo tókum við vandamálið föstum tökum og ég tel að fólk líti til Íslands sem betri staðar til að dvelja á en stórborgir heimsins,“ segir Sæmundur Runólfsson, einn eigenda ferðaþjónustunnar á Þórdísarstöðum í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Fjöldi flugeldasýninga

Búið er að fresta öllum áramótabrennum hér á landi í ár. Þrátt fyrir það verða flugeldasýningar haldnar víða um land í dag, en björgunarsveitir viðkomandi sveitarfélaga standa fyrir því. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Flestir flettu faraldrinum upp

Íslendingar leituðu langmest að orðum varðandi heimsfaraldur kórónuveiru á Google í ár. Í fyrra var 15.140 sinnum leitað að orðum er tengdust faraldri en aukningin milli ára er 458%. Í ár voru leitirnar 84. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Fréttaþjónusta mbl.is um áramót

Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 2. janúar. Að venju verður öflug fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir áramótin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfrett@mbl.is. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Færri mál verið til rannsóknar en í meðalári

Hvað varðar slys á fólki hefur árið verið án stóráfalla í íslenska fiskiskipaflotanum með einni undantekningu. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Gjöld fyrir heilsugæslu- og tannlækningaþjónustu lækka eftir áramót

Frá 1. janúar eykst greiðsluþátttaka sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar öryrkja og aldraðra úr 50% í 57%, og er áætlaður kostnaður ríkisins um 200 milljónir króna vegna þessa samkvæmt gildandi fjármálaáætlun. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Gleðilegt nýtt ár!

Reynisfjara Einn fjölfarnasti áningarstaður ferðamanna var ansi tómlegur um hátíðirnar. Aðeins spor í sandinum eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, sem gekk þarna um, aleinn. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 586 orð | 1 mynd

Heilbrigðisstarfsfólk og aldraðir fyrst

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Í fyrstu sendingunni af bóluefninu frá BioNTech og Pfizer voru 9.750 skammtar og hægt að bólusetja 4.875 manns. Helmingurinn er geymdur til seinni bólusetningar. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 521 orð | 3 myndir

Hitar vatn frá Krýsuvík húsin?

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, eru með það til skoðunar að bora eftir heitu vatni í Krýsuvík fyrir suðursvæði höfuðborgarsvæðsins, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Hjólastillingartæki til Borgarholtsskóla

Fulltrúar bílgreinarinnar hér á landi komu færandi hendi í Borgarholtsskóla skömmu fyrir jól og gáfu skólanum hjólastillingartæki, að andvirði 4,2 milljóna króna. Meira
31. desember 2020 | Innlent - greinar | 259 orð | 2 myndir

Hrós vikunnar fá björgunarsveitir landsins

Hanna Þóra Helgadóttir hrósar björgunarsveitum landsins fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Hún segir fólkið í björgunarsveitunum vera þau sem fari af stað sama hvenær eða í hvaða veðri sem er til þess að bjarga öðru fólki. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Íbúa Ask saknað 700 verið bjargað

Umfangsmikið jarðfall varð í þorpinu Ask í Noregi í gær. Þorpið er um 25 km norðaustur af Ósló. Fleiri er enn saknað en 700 hefur verið bjargað af heimilum sínum sem eru nærri áhrifasvæði jarðfallsins og fluttir á brott. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 612 orð | 3 myndir

Leitarsvæðið á við flatarmál Íslands

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætlað er að umfangsmikill loðnuleiðangur hefjist strax eftir áramót, þ.e. mánudaginn 4. janúar. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Margir gætu bæst í 100 ára klúbbinn 2021

Í júlí á þessu ári voru í fyrsta sinn á lífi 60 Íslendingar hundrað ára og eldri. Nú í árslok er fjöldinn kominn niður í 46, karlarnir eru 7 og konurnar eru 39. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu um langlífi, sem Jónas Ragnarsson ritstjóri hefur umsjón... Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Metin hæfust í embætti héraðsdómara

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur í fjögur embætti héraðsdómara, sem auglýst voru laus til umsóknar í september sl. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Nýr leikskóli rís á Njálsgöturóló

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stefnt er að því að nýr leikskóli og fjölskyldumiðstöð rísi árið 2022 á reit sem kenndur er við Njálsgöturóló. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Patti Smith í beinu streymi á miðnætti

Unnendur bandarísku rokkdrottningarinnar Patti Smith geta fylgst með henni koma fram í streymi á miðnætti í kvöld, gamlárskvöld. Nýr vettvangur fyrir listrænar uppákomur á vefnum, Circa. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 74 orð

Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild

Ungur karlmaður á réttargeðdeild Landspítala svipti sig lífi á jóladag. Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og var á svokallaðri sólarhringsvötkun, eins og aðrir vistmenn á réttargeðdeildinni. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Samviskusemi Selmu Lindar skilaði sér

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Selma Lind Davíðsdóttir, stúdent af tölvubraut, fékk 9,48 í meðaleinkunn og var dúx í hópi nemenda sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti skömmu fyrir jól. Hún segist vera mjög samviskusöm og það hafi skilað sér. „Mér fannst líka gaman í tölvuáfanganum og stærðfræðinni,“ segir hún. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 21 orð | 1 mynd

Steinar Garðarsson

Þjóðgarður Fallegt var um að litast á Þingvöllum um hátíðirnar og nokkrir gestir sáust þar á ferli framhjá Þingvallabænum og... Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 333 orð | 2 myndir

Streymistónleikar skila nær hundrað milljónum

Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Seldir voru hátt í 30 þúsund miðar á þrenna streymistónleika sem haldnir voru á vegum Senu Live. Tónleikarnir sem um ræðir eru jólatónleikar Bubba Morthens, Björgvins Halldórssonar og Jóhönnu Guðrúnar. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Tímamót í baráttu gegn veirunni

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Þetta eru ákveðin tímamót í baráttunni gegn veirunni,“ segir Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, en í gærmorgun var hafist handa við að bólusetja starfsfólk sjúkrahússins. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 624 orð | 2 myndir

Tíminn vinnur með grænkeramenningu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef sennilega aldrei neytt fjölbreyttari fæðu en nú, eftir að ég gerðist vegan,“ segir Björk Gunnarsdóttir, meðstjórnandi í Samtökum grænkera á Íslandi, félagi þeirra sem forðast að neyta dýraafurða. Tilgangur starfsins er að veita fræðslu um mikilvægi veganisma og minnka eftirspurn eftir afurðum sem frá dýrum falla. Undanfarið hafa samtökin bent sérstaklega á þau umhverfisáhrif sem fylgi breyttum matarvenjum; minni neysla á kjöti og öðrum slíkum afurðum dragi úr þeirri loftslagsvá sem blasir við. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Úrkomumet falla fyrir austan og norðan

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Meðalhiti í byggðum landsins árið 2020 er sjónarmun undir meðaltali síðustu tíu ára (-0,3 stig), en vel yfir eldri meðaltölum. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á Moggablogginu. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 396 orð | 4 myndir

Útköllin ekki færri síðan 2012

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Útköll flugdeildar Landhelgisgæslunnar voru aðeins 184 á árinu sem er að líða, þar af voru 82 í hæsta forgangi. Útköll deildarinnar hafa ekki verið færri frá árinu 2012. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Vilja bíða eftir ESB

Bóluefni Oxford-AstraZeneca hlaut bráðaleyfi í Bretlandi í gær. Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefninu, sem dugir til að bólusetja 50 milljónir manna, og munu bólusetningar með efninu hefjast 4. janúar. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Wellington í tonnavís um hátíðarnar

Wellington-steikur njóta sívaxandi vinsælda um hátíðarnar hér á landi, og seljast í tonnavís. Víða seldust steikurnar upp fyrir jól. Sala fyrir áramótin gengur sömuleiðis mjög vel. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 532 orð | 4 myndir

Þegar Friðrik lagði töframanninn frá Riga

Baksvið Veronika Magnúsdóttir veronika@mbl.is Þegar ég horfði fyrst á skákþættina Queen's Gambit taldi ég mig nokkurn veginn vita við hverju var að búast. Ég horfi á stöðurnar, leita að mistökum eða skringilegheitum og finn þau alltaf. Meira
31. desember 2020 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Þór dró Lagarfoss frá Garðskaga til Reykjavíkur

„Ferðin gekk betur en við bjuggumst við, bæði að koma taug á milli skipanna og heimförin sjálf,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við Morgunblaðið. Meira
31. desember 2020 | Innlent - greinar | 426 orð | 1 mynd

Ætlar að finna ástina í lífinu á árinu 2021

Stefán Svan Aðalheiðarson fatahönnuður og verslunarmaður segir að ef kórónuveirufaraldurinn hafi kennt sér eitthvað þá sé það að elska sjálfan sig og finna síðan þessari ást fleiri farvegi. Meira

Ritstjórnargreinar

31. desember 2020 | Staksteinar | 200 orð | 1 mynd

Ár öfganna

Árið 2020 hefur einkennst af margvíslegum öfgum. Kórónuveirufaraldurinn er augljóslega þar á meðal. Veiran hefur valdið miklum usla þó að ósýnileg sé og líka þó að hana skorti allt það sem við mundum kalla hefðbundna skynsemi. En hún smýgur áfram og eitrar samfélagið og sýnir að slík eyðilegging krefst engrar skynsemi, aðeins örsmárrar veiru sem ekki er einu sinni talin lifandi. Meira
31. desember 2020 | Leiðarar | 863 orð

Við áramót

Árið hófst á atlögu kórónuveirunnar og kveður þegar hillir undir sigur á henni Meira

Menning

31. desember 2020 | Fjölmiðlar | 174 orð | 1 mynd

28 skáld lesa upp ljóð sín á nýársdag

Fjórða árið í röð munu skáld flytja ljóðelskum Íslendingum texta sína á meðan lesbjart er á fyrsta degi ársins og fer lesturinn að vanda fram í húsi Benedikts Gröndal í Grjótaþorpinu en sökum sóttvarnaráðstafana verður gestum ekki heimill aðgangur að... Meira
31. desember 2020 | Tónlist | 122 orð | 1 mynd

Armando Manzanero látinn, 85 ára

Armando Manzanero, einn dáðasti lagahöfundur og söngvari Mexíkós, er látinn, 85 ára að aldri. Banamein hans var Covid-19-sjúkdómurinn en hann greindist með veiruna sem veldur honum 17. desember. Meira
31. desember 2020 | Myndlist | 1343 orð | 3 myndir

„Að gera hið ósýnilega sýnilegt“

Viðtal Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta orð kom til mín þegar ég vann að sýningunni. Ég man eftir því úr æsku, úr sveitinni: Viltu kveikja á ljósavélinni? Meira
31. desember 2020 | Bókmenntir | 139 orð | 1 mynd

Dimma í þriðja sæti í Þýskalandi

Þýsk útgáfa af glæpasögu Ragnars Jónassonar, Dimmu, er þriðja mest selda kilja ársins í Þýskalandi. Bókin heitir Dunkel í þýskri þýðingu og var gefin út í Þýskalandi í maí. Meira
31. desember 2020 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

Eldhússtörf ballettmeistaranna

Meðal ljósmyndanna sem myndstjórar AFP-fréttaveitunnar hafa valið þær bestu sem þeir miðluðu á einstöku fréttaári er þessi af tveimur aðaldönsurum Bolshoi-ballettsins í Moskvu. Meira
31. desember 2020 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Gítarleikarinn Tony Rice allur

Bandaríski gítarleikarinn Tony Rice, einn kunnasti flytjandi bluegrass-tónlistar síðustu hálfa öldina, er látinn 69 ára að aldri. Meira
31. desember 2020 | Myndlist | 245 orð | 1 mynd

Mary drottning missti höfuð sitt

Styttan I am Queen Mary, eftir Jeannette Ehlers og La Vaughn Belle, varð fyrir miklum skemmdum í óveðri sem gekk yfir Danmörk milli jóla og nýárs. Meira
31. desember 2020 | Bókmenntir | 1690 orð | 4 myndir

Nauðstatt fólk á ókunnugum stað

Bókarkafli | Martröð í Mykinesi – Íslenska flugslysið í Færeyjum 1970 greinir frá því þegar Fokker Friendship-vél Flugfélags Íslands fórst í hörmulegu flugslysi í Færeyjum hinn 26. september árið 1970. Átta týndu lífi en 26 komust af. Meira
31. desember 2020 | Kvikmyndir | 852 orð | 2 myndir

Smáöxi fellir stórt tré

Virðingarsess Steves McQueens sem kvikmyndaleikstjóra er þó meginástæða þess að Smáöxi varð að veruleika og er það mikilvægt í heildarsamhenginu. Meira
31. desember 2020 | Fólk í fréttum | 576 orð | 2 myndir

Sögulegt klúður

Tölvuleikurinn Cyberpunk 2077 hefur skráð sig á spjöld tölvuleikjasögunnar sem eitt af mestu skipbrotum hennar. Meira
31. desember 2020 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Þekkt upptökuver í Danmörku brann

Puk Recording Studios, eitt þekktasta upptökuver Jótlands, brann til kaldra kola fyrr í vikunni. Meira
31. desember 2020 | Fjölmiðlar | 219 orð | 1 mynd

Þjónustusamningur fyrir hverja?

Menningarmálaráðherra undirritaði nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið (Rúv.), sem gilda mun fyrir árin 2020-2023 og því ekki seinna vænna að gera hann. Þar er enn gert ráð fyrir óbreyttum umsvifum ríkisins á auglýsingamarkaði. Meira

Umræðan

31. desember 2020 | Aðsent efni | 1228 orð | 1 mynd

Ár hamfara og hugrekkis

Bólusetning mun smám saman breyta vígstöðu okkar gagnvart veirunni. Vissulega munum við áfram þurfa að viðhafa sóttvarnaráðstafanir á nýju ári en róðurinn mun léttast þegar líður á árið. Það eru því bjartari tímar framundan. Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Framtíðin verður frábær ef við kjósum svo

Nýja stjórnarskráin er svo skilyrði fyrir þátttöku Pírata í ríkisstjórn, og með nýju stjórnarskránni fær þjóðin sjálf valdið til að stöðva sérhagsmunagæslu stjórnmálamanna til frambúðar. Meira
31. desember 2020 | Pistlar | 428 orð | 1 mynd

Fram undan er ár tækifæra

Á árinu sem er að líða fór sem oftar að atburðirnir tóku á sig allt aðra mynd en nokkurn gat órað fyrir. Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 1000 orð | 1 mynd

Heimsveldisfreisting Evrópu

Eftir Zdzisław Krasnodêbski: "Hugmynd um sjálfsákvörðunarrétt sem færðist til Evrópu frá Bandaríkjunum var lögmætur réttur okkar til frelsis, þó að henni hafi ekki verið hrint í framkvæmd villulaust eða með samræmanlegum hætti." Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 695 orð | 1 mynd

Koma tímar, koma ráð

Eftir Árna Sigurjónsson: "Senn kemur sá tímapunktur að við hefjum endurreisnina og snúum saman vörn í sókn." Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Lokun frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands

Eftir Öldu Margréti Hauksdóttur: "Uppsagnir á frumurannsóknarstofu og rannsóknirnar fluttar úr landi. Meðhöndlun og greining leghálsstroka eftir sýnatöku er í fullkominni óvissu" Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 1184 orð | 1 mynd

Maísólin

Almenningur getur brátt valið um það hvort hér verði mynduð græn félagshyggjustjórn sem reisir Ísland við úr veirukreppunni á forsendum jafnaðarstefnunnar: þar sem við byggjum á félagslegu réttlæti, ábyrgri hagstjórn og heilbrigðum vinnumarkaði –... Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 1213 orð | 1 mynd

Nýtt ár og ný framsókn fyrir landið allt

Við munum leggja allan okkar kraft og alla okkar reynslu í að skapa nýja framsókn fyrir íslenskt samfélag, nýja framsókn fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, nýja framsókn fyrir landið allt. Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 392 orð | 1 mynd

Sagan í tónum

Eftir Hauk Ágústsson: "Vinnsla efnisins hefur tekist með afbrigðum vel." Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 312 orð | 1 mynd

Skriðuföll og smávirkjanir

Eftir Erlu Björk Þorgeirsdóttur: "Geta smávirkjanir komið í veg fyrir skriðuföll?" Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 1566 orð | 1 mynd

Snjókorn rísa

Til að takast á við framtíðina þarf að ræða grundvallaratriði stjórnmálanna á nýjan leik. Leita lausna og framkvæma. Sú vinna má ekki byggjast á umbúðum og tómum frösum. Hún þarf að byggjast á staðreyndum, innihaldi og framtakssemi. Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 1690 orð | 1 mynd

Stöndum saman og höfum fullan sigur á nýju ári

Höfum bjartsýni, samkennd og samstöðu að leiðarljósi á nýju ári og þá mun okkur farnast vel. Skiljum engan út undan og munum að lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt. Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 1112 orð | 1 mynd

Við áramót

Ísland er land tækifæranna. Með þeim dugnaði, framtakssemi og óbilandi trú á framtíð lands og þjóðar sem lagði grunn að þeirri st öðu getum við gert næsta ár að ári tækifæranna. Í lífi hvers og eins og um leið heillar þjóðar. Meira
31. desember 2020 | Aðsent efni | 1180 orð | 1 mynd

Viðreisn Íslands!

Kosningarnar næsta haust snúast því ekki eins og stundum um óskalista, heldur um frjálslyndi eða íhald, vöxt eða stöðnun. Meira

Minningargreinar

31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1640 orð | 1 mynd | ókeypis

Alfred H. Einarsson

lfred H. Einarsson fæddist á Siglufirði 17. september 1923. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 12. júlí 2011. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 952 orð | 1 mynd | ókeypis

Arabella Eymundsdóttir

Arabella Eymundsdóttir var fædd á Seyðisfirði 29.12.1939. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27.9.2019. Foreldrar hennar voru Sigurborg Gunnarsdóttir, f. 9. apríl 1906, d. 22. nóvember 1983, og Eymundur Ingvarsson, f. 31. maí 1883, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargreinar | 308 orð | 1 mynd

Ásmundur Jóhannsson

Ásmundur Jóhannsson fæddist 17. apríl 1941. Hann lést 2. desember 2020. Útför hans fór fram 11. desember 2020. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1609 orð | 1 mynd | ókeypis

Ástríður Rán Erlendsdóttir

Ástríður Rán Erlendsdóttir fæddist á Landspítalanum 31. júlí 1992. Hún lést á sjúkrahúsinu Vogi 12. september 2014. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 2464 orð | 1 mynd | ókeypis

Berghreinn Guðni Þorsteinsson

Berghreinn Guðni Þorsteinsson fæddist á Siglufirði 17. febrúar 1936. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1. janúar 2018.Foreldrar hans voru Þorsteinn Bergmann Loftsson garðyrkjubóndi, f. 17. febrúar 1911, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargreinar | 504 orð | 1 mynd

Bergþóra Hulda Ólafsdóttir

Bergþóra Hulda Ólafsdóttir fæddist 13. nóvember 1942. Hún lést 11. desember 2020. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargreinar | 719 orð | 1 mynd

Björg Thorberg

Björg Thorberg fæddist í Reykjavík 2. sept. 1946. Hún lést 28. október 2020 á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Móðir hennar var Hulda Bergsdóttir, fædd 31. júlí 1924, dáin 6. sept. 1996. Faðir hennar hét Jack Kingston. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1258 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðný Magnúsdóttir

Guðný Magnúsdóttir fæddist á Seyðisfirði 17. mars 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 3. febrúar 2017.Foreldrar hennar voru Vilborg Júlíana Guðmundsdóttir, f. 18. júlí 1898, d. 21. apríl 1978 og Magnús Símon Guðfinnsson f. 4. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 948 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðrún Sveinsdóttir

Jóhanna Guðrún Sveinsdóttir fæddist 15.10. 1932 að Reynivöllum í Suðursveit. Hún lést 21. júní 2011. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1531 orð | 1 mynd | ókeypis

Gunnar Magnús Jónsson

Gunnar Magnús Jónsson fæddist 8. september 1938.Hann lést 12. janúar 2017.Magnús fæddist á Brekku í Hvalfirði, þar sem faðir hans, Jón Magnússon, var fæddur. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargreinar | 807 orð | 1 mynd

Jóhannes Jónsson

Jóhannes Jónsson fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1945. Hann lést á líknardeild Landspítalans 25. nóvember 2020. Foreldrar hans voru Margrét Jóhannesdóttir og Jón Elías Helgason. Systkini Jóhannesar voru: Sigurrós Helga, Gunnlaugur og Magnús. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 2248 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Jakobsson

Jón Jakobsson sjómaður fæddist á Akureyri 18. janúar 1942. Hann lést á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar 2. september 2015.Foreldrar hans voru Jakob Jónsson, skipstjóri, f. 17. febrúar 1900, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1226 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristján Friðbergsson

Kristján Friðbergsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1930. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. ágúst 2016.Foreldrar hans voru Friðberg Kristjánsson frá Hellisandi, f. 1. febrúar 1905, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargreinar | 1444 orð | 1 mynd

Lilja Hjartardóttir Howser

Lilja Hjartardóttir Howser fæddist 27. desember 1930. Lilja lést 13. mars 2020. Lilja var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 1. apríl 2020. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 933 orð | 1 mynd | ókeypis

Loriana Margret Livie Benatov

Loriana Margret Livie Bounatian-Benatov Argoutinsky-Dolgorouky fæddist í Neuilly sur Seine 5. júlí 1986. Hún lést 21. ágúst 2016. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1111 orð | 1 mynd | ókeypis

Ottó J Björnsson

Ottó J. Björnsson fæddist. 27. ágúst 1934 í Reykjavík. Hann lést 10. september 2016.Foreldrar hans voru Júlíus Björnsson verkfræðingur í Reykjavík, f. 25. júlí 1904 á Blönduósi, d. 26. nóvember 1991, og Estella Dagmar Björnsson húsmóðir, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 978 orð | 1 mynd | ókeypis

Óskar Ólason

Óskar Ólason málarameistari f: Eskifirði 13. apríl 1923 d: 27.ágúst 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 966 orð | 1 mynd | ókeypis

Pedro Ólafsson Riba

Pedro Ólafsson Riba, Pétur Ólafsson, fæddist 22. október 1935 í Barcelona, Katalóníu á Spáni. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. desember 2017. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1098 orð | 1 mynd | ókeypis

Sólveig Guðlaugsdóttir

Sólveig Guðlaugsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 24. desember 1924. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 19. ágúst 2016.Foreldrar hennar voru Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir fædd 24. ágúst 1892 og Guðlaugur Gunnar Jónsson fæddur 8. febrúar 1884. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1210 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefán Kjartansson

Stefán Kjartansson, fyrrverandi umdæmisstjóri hjá Vegagerð ríkisins í Rangárvallasýslu, fæddist 1. nóv. 1934 á Bjólu í Djúpárhreppi. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 17. desember 2020. Foreldrar hans voru hjónin Kjartan Jóhannsson (f. 24.10. 190 Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargreinar | 1526 orð | 1 mynd

Stefán Kjartansson

Stefán Kjartansson, fyrrverandi umdæmisstjóri hjá Vegagerð ríkisins í Rangárvallasýslu, fæddist 1. nóv. 1934 á Bjólu í Djúpárhreppi. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 17. desember 2020. Foreldrar hans voru hjónin Kjartan Jóhannsson (f. 24.10. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargreinar | 303 orð | 1 mynd

Sverrir Oddur Gunnarsson

Sverrir Oddur Gunnarsson fæddist 11. júlí 1953. Hann lést 19. desember 2020. Útför Sverris fór fram 30. desember 2020. Eftirfarandi grein er endurbirt þar sem hluti greinarinnar birtist ekki í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1024 orð | 1 mynd | ókeypis

Vignir Þorbjörnsson

Vignir Þorbjörnsson fæddist á Höfn í Hornafirði 25. júní 1947. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Hornafirði 2. janúar 2019. Foreldrar hans voru Ágústa Margrét Vignisdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1923, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2020 | Minningargrein á mbl.is | 1432 orð | 1 mynd | ókeypis

Þórunn Ingibjörg Friðfinnsdóttir

Þórunn Ingibjörg Friðfinnsdóttir fæddist að Nýlendugötu 16, Reykjvík þann 4. júlí 1930.  Hún var dóttir hjónanna Stefaníu G. Guðmundusdóttur, f. 11. apríl 1900, d. 28.07.1983, húsfreyju, frá Hvassahrauni, Vatnsleysuströnd og Friðfinns Gíslasonar, f. 18. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. desember 2020 | Viðskiptafréttir | 423 orð | 2 myndir

100 mkr. eytt í Wellington-steikur um hátíðirnar

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Stöðugur vöxtur hefur verið í sölu á Wellington-steikum um jól og áramót hjá Kjötkompaní síðustu árin. Aðrar verslanir finna einnig fyrir mikilli söluaukningu. Lauslegir útreikningar Morgunblaðsins gera ráð fyrir að sölutekjur af Wellington um jól og áramót geti numið nálægt eitthundrað milljónum króna. Meira
31. desember 2020 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 2 myndir

Hægir á fækkun starfa í bönkum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 2.550 félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) störfuðu hjá viðskiptabönkunum í nóvember. Hafði þeim þá fækkað um 50 frá júlí. Meira
31. desember 2020 | Viðskiptafréttir | 141 orð | 1 mynd

Nær eitt þúsund milljarða króna eignir sjóða

Eignir íslenskra verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 989,4 milljörðum króna í lok nóvember að því er fram kemur í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Þar kemur fram að eignir þeirra hafi aukist um rúma 79 milljarða á árinu. Meira

Daglegt líf

31. desember 2020 | Daglegt líf | 1231 orð | 3 myndir

Álfarnir koma líklega úr eldinum

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ingibjörg Elín Traustadóttir er fimm ára sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Biskupstungum. Hún hefur séð tröllaspor eftir stærra tröll en Grýlu og Leppalúða. Hana grunar að afi hennar hafi kannski tekið hangikjötið en ekki Kjötkrókur. Hún á ósýnilega vini sem hún getur stjórnað. Þegar kveikt verður í áramótabrennu heima hjá henni í kvöld ætlar hún að vera í kjól og hún hlakkar til að heilsa álfunum sem koma. Meira
31. desember 2020 | Daglegt líf | 5915 orð | 12 myndir

Ár framkvæmda og krafts STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, stundum er allt sem þarf til í lífinu að bara vera, en þú ásælist meiri kraft til að vera og það er svo sannarlega það sem þú munt gera þetta ár. Meira
31. desember 2020 | Daglegt líf | 497 orð | 4 myndir

Ávextir bjóðist í sjálfbærri veröld

Betri heimur! Ávextir og grænmeti í barnvænni veröld þar sem skapandi hagkerfið styður frið. Þetta vilja Sameinuðu þjóðirnar árið 2021. Meira
31. desember 2020 | Daglegt líf | 194 orð | 1 mynd

Tunglskinsbjart um áramótin

Spáð er að á nýársnótt verði bjartviðri víðast hvar á landinu og jafnvel heiðskír himinn. Þar við bætist að tunglið verður nánast fullt, svo búast má við glampandi mánaskini þannig að bjart verður um land og lög. Meira

Fastir þættir

31. desember 2020 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 Dc7 4. Rgf3 Bg4 5. Bd3 e6 6. 0-0 Rd7 7. He1...

1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 Dc7 4. Rgf3 Bg4 5. Bd3 e6 6. 0-0 Rd7 7. He1 dxe4 8. Rxe4 Rgf6 9. Bg5 Be7 10. Rg3 c5 11. dxc5 Bxc5 12. Be3 0-0-0 13. De2 Rd5 14. Re4 Rxe3 15. fxe3 Re5 16. Hf1 Bb6 17. Kh1 Kb8 18. a4 f5 19. Rc3 Dc5 20. Hae1 h5 21. Dd2 Bxf3 22. Meira
31. desember 2020 | Í dag | 955 orð | 3 myndir

„Píanóið hefur fylgt mér eins og tryggur vinur“

Edda Erlendsdóttir fæddist á gamlársdag 1950 í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. „Flestir í hverfinu voru að byggja sína fyrstu húseign og mikið af krökkum í hverfinu. Meira
31. desember 2020 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Fylgstu með hrósi vikunnar á K100.is

Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og er því viðeigandi að í hverri viku sé einhverjum gefið uppbyggilegt hrós. Meira
31. desember 2020 | Í dag | 87 orð | 1 mynd

Gleðilegt nýtt ár frá K100

Við á K100 óskum öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs og þökkum kærlega fyrir árið sem er að líða. Þrátt fyrir fordæmalausa og erfiða tíma undanfarna mánuði höldum við á K100 ávallt í jákvæðnina og vinnum í því að hækka í gleðinni alla daga. Meira
31. desember 2020 | Árnað heilla | 300 orð | 1 mynd

Guðmundur Kristinsson rithöfundur - 90 ára

Guðmundur er fæddur í Litlu-Sandvík 31. des. 1930. Meira
31. desember 2020 | Í dag | 54 orð

Málið

Ekki slægi maður hendi á móti því að tekið yrði mót af manni dauðum og gjörð eftirmynd af. Meira
31. desember 2020 | Í dag | 583 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Meira
31. desember 2020 | Í dag | 259 orð

Nýjársvísur og gleðilegt ár

Guðmundur á Sandi orti nýjársvísur 1930: Ótta kemur með uppsett hár austan land og sæinn, góðan dag og gleði-ár getur flutt í bæinn. Mikils háttar morgunbrún mundi nefnd, ef veitir: fisk á bryggjur, flekk í tún, fagurviðri um sveitir. Meira
31. desember 2020 | Fastir þættir | 177 orð

Vandamálið. S-AV Norður &spade;D6 &heart;KG63 ⋄D1095 &klubs;965...

Vandamálið. S-AV Norður &spade;D6 &heart;KG63 ⋄D1095 &klubs;965 Vestur Austur &spade;42 &spade;108 &heart;72 &heart;D1084 ⋄KG7642 ⋄Á83 &klubs;G102 &klubs;K843 Suður &spade;ÁKG9753 &heart;Á95 ⋄-- &klubs;ÁD7 Suður spilar 6&spade;. Meira

Íþróttir

31. desember 2020 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Aftur tapaði Liverpool óvæntum stigum

Liverpool tapaði óvænt stigum annan leikinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi er liðið heimsótti Newcastle. Lokatölur urðu 0:0 þar sem Liverpool gekk illa að nýta góð færi. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Birkir skoraði sigurmarkið

Birkir Bjarnason var hetja Brescia í 3:2-sigri á SPAL í ítölsku B-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Birkir byrjaði á bekknum hjá Brescia og kom inn á sem varamaður á 76. mínútu í stöðunni 2:2. Ellefu mínútum síðar var hann búinn að skora sigurmarkið. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

England Tottenham – Fulham frestað Newcastle – Liverpool 0:0...

England Tottenham – Fulham frestað Newcastle – Liverpool 0:0 Staðan: Liverpool 1696137:2033 Manch. Utd 1593331:2330 Leicester 1692529:2029 Everton 1592426:1929 Aston Villa 1482428:1426 Chelsea 1675431:1826 Tottenham 1575326:1526 Manch. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Jóhann Berg minnti rækilega á sig

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gaf til kynna í gær að hann væri klár í slaginn á ný eftir meiðsli þegar hann skorað þrennu í æfingaleik með Burnley. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Petry heim til Danmerkur

Danski knattspyrnumaðurinn Lasse Petry er farinn frá Íslandsmeisturum Vals og búinn að semja við Köge í heimalandi sínu. Petry, sem er 28 ára gamall, hefur verið í stóru hlutverki á miðjunni hjá Val undanfarin tvö ár. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Sá þrettándi í Grikklandi

Theódór Elmar Bjarnason verður eftir áramótin þrettándi íslenski knattspyrnumaðurinn til að spila í grísku úrvalsdeildinni en hann gekk í gær til liðs við Lamia sem er frá samnefndri borg í miðhluta Grikklands. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Svíþjóð Kristianstad – Varberg 31:19 • Teigur Örn...

Svíþjóð Kristianstad – Varberg 31:19 • Teigur Örn Einarssonskoraði 3 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson 1. Guif – Önnered 32:27 • Daníel Freyr Ágústsson varði 16 skot og skoraði 1 mark í marki Guif. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Þótt árið 2020 hafi verið mörgum erfitt og margt hafi farið úr skorðum...

Þótt árið 2020 hafi verið mörgum erfitt og margt hafi farið úr skorðum er eiginlega magnað hve mörg góð afrek voru unnin af íslensku íþróttafólki. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 1389 orð | 3 myndir

Þráði svo rosalega heitt að verða Evrópumeistari

Best 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu úr Hafnarfirði, segir sæmdarheitið íþróttamaður ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna toppa magnað ár hjá sér. Meðlimir í samtökunum voru samstiga að þessu sinni því Sara var sett í 1. sæti á hverjum einasta atkvæðaseðli. Meira
31. desember 2020 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Þýskaland Giessen – Fraport Skyliners 75:74 • Jón Axel...

Þýskaland Giessen – Fraport Skyliners 75:74 • Jón Axel Guðmundsson skoraði 11 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á 27 mínútum hjá Fraport Skyliners. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.