Greinar miðvikudaginn 6. janúar 2021

Fréttir

6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 225 orð

Aðeins bóluefni fyrir 8%

Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Ætla má að búið verði að bólusetja 8,1% þjóðarinnar í lok fyrsta ársfjórðungs. Heilbrigðisráðuneytið segir að von sé á 5.000 bóluefnisskömmtum frá Moderna fyrir febrúarlok, en auk 10. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Afhendir 5 þúsund skammta

Gert er ráð fyrir að Íslendingar fái alls 5 þúsund bóluefnaskammta í janúar og febrúar frá lyfjafyrirtækinu Moderna. Fyrirtækið er að auka framleiðslugetu og gefur vonir um örari afhendingu eftir það. Meira
6. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 545 orð | 1 mynd

Átakadagur í vændum

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 390 orð | 2 myndir

Beiðnum um leit að börnum fækkar

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að leita að færri börnum undir 18 ára aldri í fyrra en árið 2019. Á árinu 2020 bárust 208 beiðnir um slíkar leitir. Þar af voru 77 vegna stúlkna og 131 vegna drengja. Meira
6. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Bera minna traust til Löfvens en áður

Samkvæmt könnun sem sænska dagblaðið Aftonbladet birti í gær bera um 42 prósent þeirra sem tóku afstöðu „mjög lítið traust“ til Stefans Löfvens, forsætisráðherra Svíþjóðar. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Drjúgur kostnaður af áfengi

Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litháen, skera sig úr hvað varðar útgjöld heimila vegna kaupa á áfengi, samkvæmt tölum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, fyrir árið 2019. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Eggert

Reykjadalur Jólahátíðinni er að ljúka og daginn tekur smám saman að lengja. Þó að Reykjadalur við Hveragerði hafi skartað sínu fegursta úr lofti í gær verður hann jafnvel enn fegurri í... Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Einkaþjálfun var ekki einka

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert fyrirtæki, sem bauð upp á rafræna einkaþjálfun, að greiða einstaklingi, sem keypti slíka þjónustu, helming greiðslunnar til baka, vegna þess að þjálfunin hafi ýmist ekki reynst einstaklingsmiðuð eða innt af... Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Engin tengsl bóluefnis og dauðsfalla

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Fjölhæfur trymbill

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen er í nokkrum hljómsveitum og dúettum. Hann er eftirsóttur í sínu fagi og spilaði inn á tíu plötur með jafn mörgum böndum á nýliðnu ári. „Ég hef haft nóg að gera,“ segir hann slakur. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Flugnemi brotlenti á Látrabjargi

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Rannsóknarnefnd flugslysa hefur skilað skýrslu um brotlendingu flugnema í einliðaflugi á Látrabjargi. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Fuglabjargið frumsýnt á laugardag

Fuglabjargið nefnist tónleikhúsverk eftir Birni Jón Sigurðsson sem sviðslistahópurinn Hin fræga önd frumsýnir í samstarfi við Borgarleikhúsið á Litla sviðinu á laugardag kl. 13. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 177 orð

Færri fá 75% örorkumat

Nú í janúar 2021 eru 19.749 landsmenn metnir með 75% örorku en þeir voru 20.078 fyrir réttu ári og 19.999 í janúar 2019, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Tryggingastofnunar. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 579 orð | 3 myndir

Færri fá nú 75% örorkumat en áður

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nú í janúar 2021 eru 19.749 landsmenn metnir með 75% örorku en þeir voru 20.078 fyrir réttu ári og 19.999 í janúar 2019, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Tryggingastofnunar. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Gleðin skein í gegnum grímurnar á fyrsta skóladeginum

Kennsla hófst í mörgum framhaldsskólum í gær. Eftir að sóttvarnareglur voru rýmkaðar var tekið á móti nemendum í staðnám á ný þar sem aðeins hafði verið fjarnám í boði. Meira
6. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 154 orð

Gætu framlengt útgöngubannið

Breski ráðherrann Michael Gove varaði við því í gær að útgöngubanni ríkisstjórnarinnar yrði mögulega ekki aflétt fyrr en í marsmánuði. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 659 orð | 4 myndir

Innheimta álag fyrir streymi

Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is Prestar og tónlistarfólk hafa uppi ýmsar spurningar og efasemdir nú þegar gilda samkomutakmarkanir á tímum kórónuveirunnar um að útfarir í kirkjum landsins séu í beinu streymi og jafnvel aðgengilegar til lengri tíma á netinu. Flestir telja mikilvægt að komið sé til móts við vini og aðstandendur látinna við ríkjandi aðstæður með útsendingum, en í stóra samhenginu kalli þessar ráðstafanir á umræður. Þess eru dæmi nú að tónlistarfólk hækki gjald fyrir sína þjónustu við útfarir um 30% frá skráðum taxta sé þeim streymt og þær sýndar. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 329 orð | 2 myndir

Kaupa Víkingaheima og Íslendingur er innandyra

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hjónin Björn Jónasson og Elísabet Guðbjörnsdóttir hafa keypt svonefnt Víkingaheimahús í Njarðvík í Reykjanesbæ af hlutafélagi í eigu sveitarfélagsins. Gengið var frá samningum um þetta skömmu fyrir jól. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Malbikssögun á blíðviðrisdegi í miðbænum

Hlýtt hefur verið í veðri á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og það hafa verktakar nýtt sér vel. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 71 orð

Mesti fjöldi hópuppsagna á einu ári

Vinnumálastofnun barst 141 tilkynning um hópuppsagnir á nýliðnu ári, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til stofnunarinnar á einu ári. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Munu ræða framtíð byggðarinnar

Boðað hefur verið til aukafundar í sveitarstjórn Múlaþings í dag þar sem á að ræða hvort byggð eigi að rísa á sama stað og aurskriður féllu á Seyðisfirði á dögunum. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Mælt á móti Svartárvirkjun

Skipulagsstofnun telur að umhverfisáhrif áformaðrar Svartárvirkjunar í Bárðardal verði í heild verulega neikvæð. Gengur álit stofnunarinnar þvert á niðurstöðu umhverfismats ráðgjafa SSB orku sem áformar að virkja. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 122 orð

Óttast að börn smitist af nýju afbrigði

Vísbendingar eru um að líklegra sé að börn smitist af nýjum og bráðsmitandi stofni kórónuveirunnar en af fyrri afbrigðum. Þetta kemur fram í frétt danska blaðsins Børsen í gær þar sem vitnað er til Astrid Iversen, prófessors við Oxford-háskóla. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Rafræn þrettándagleði í faraldri

Hefðbundin þrettándagleði fellur víðast hvar niður í kvöld, líkt og margar samkomur vegna kórónuveirufaraldursins. Í Reykjanesbæ verður Björgunarsveitin Suðurnes með flugeldasýningu kl. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 59 orð

Salan jókst á Hafnartorgi

Frank Michelsen úrsmíðameistari segir söluna hafa stóraukist eftir að hann flutti verslun Michelsen frá Laugavegi á Hafnartorg. Raunar sé sú ákvörðun ein sú besta sem fjölskyldan hafi tekið í 110 ára sögu verslunarinnar. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Skapar ný tækifæri fyrir Ísland

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir upptökuver Reykjavík Studios í Gufunesi skapa nýja möguleika í íslenskri kvikmyndagerð. Það sé enda eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu sem geri kleift að fullvinna erlendar kvikmyndir á Íslandi. Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 289 orð | 2 myndir

Skaupið í hæstu hæðum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Alls um 77% þjóðarinnar fylgdust með Áramótaskaupinu á RÚV, skv. rafrænni mælingu Gallup á því hve margir horfðu á sjónvarpið á gamlárskvöld. Meira
6. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 75 orð

Taldi bóluefnið geta breytt DNA manna

Saksóknarar í Wisconsin-ríki greindu frá því í gær að lyfsalinn Steve Brandenberg, sem eyðilagði um 570 skammta af bóluefni Moderna-fyrirtækisins í desember síðastliðnum, tryði á samsæriskenningar og væri þeirrar skoðunar að bóluefnið væri hættulegt... Meira
6. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Tuborg jólabjór var í sérflokki

Sala á jólabjór frá Tuborg naut mestra vinsælda þeirra jólabjóra sem Vínbúðirnar hafa boðið upp á síðan í nóvember og var annar hver seldur jólabjór þeirrar tegundar. Í Vínbúðunum höfðu í gær verið seldir 1. Meira

Ritstjórnargreinar

6. janúar 2021 | Staksteinar | 208 orð | 1 mynd

ESB skipar fyrir og plastmenn hlýða

Ekki eru allir stjórnmálamenn endurvinnanleg plastmenni. Sigmundur Davíð segir í pistli: Meira
6. janúar 2021 | Leiðarar | 272 orð

Fjölgar í útgönguliðinu?

Þýsk skýrsla frá 2016 sýnir vel þær áhyggjur sem ríkja innan stofnana ESB og aðildarríkja þess Meira
6. janúar 2021 | Leiðarar | 417 orð

Geðheilsa aldraðra

Margir glíma við geðræn vandamál á hjúkrunarheimilum og notkun geðlyfja er gríðarleg Meira

Menning

6. janúar 2021 | Kvikmyndir | 141 orð | 1 mynd

Barnaþættir með typpi í forgrunni

Stjórnendur hjá Ramasjang, barnastöð DR, sæta harðri gagnrýni í dönskum miðlum fyrir teiknimyndaröðina John Dillermand eftir Jacob Ley í leikstjórn höfundar sem hóf göngu sína í upphafi árs. Meira
6. janúar 2021 | Fjölmiðlar | 216 orð | 1 mynd

Barn vill hafa mömmu sína í lagi

„Sko – barn vill hafa mömmu sína í lagi. Og foreldra sína yfirleitt. Það tók mig tíma sem uppkominn maður að átta mig á þessu. Meira
6. janúar 2021 | Bókmenntir | 730 orð | 4 myndir

Drifkraftur frumsköpunar

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
6. janúar 2021 | Myndlist | 129 orð | 1 mynd

Englamálverk Rembrandts á uppboð

Annað af aðeins tveimur svokölluðum Gamlatestamentis-málverkum hollenska meistarans Rembrants van Rijn sem enn eru í eigu einkaaðila, ekki í safni, verður selt á uppboði hjá Sotheby's í New York síðar í mánuðinum. Meira
6. janúar 2021 | Kvikmyndir | 157 orð | 1 mynd

Hlutur kvenna aldrei verið meiri í kvikmyndabransanum

Árleg úttekt San Diego State University á hlut kvenna í bandaríska kvikmyndabransanum leiðir í ljós að á árinu 2020 voru 16% hundrað tekjuhæstu myndanna í Bandaríkjunum í leikstjórn kvenna. Til samanburðar voru tölurnar 12% árið 2019 og 4% 2018. Meira
6. janúar 2021 | Myndlist | 206 orð | 1 mynd

Hvar eru konur endurreisnar?

Stjórnendur sjálfseignarstofnunarinnar Advancing Women Artists (AWA) hafa tilkynnt að hún hætti störfum í júní á þessu ári sökum fjárskorts. Frá þessu greinir NPR . Jane Fortune lagði grunn að stofnuninni fyrir 14 árum þegar hún rakst á málverk eftir... Meira
6. janúar 2021 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Leikkonan Tanya Roberts látin

Bandaríska leikkonan Tanya Roberts lést á mánudag, 65 ára að aldri. Roberts lék í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á árunum 1975 til 2005 og er einna þekktust fyrir leik sinn í Bond-myndinni A View to a Kill . Meira
6. janúar 2021 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Sjö aldir frá dauða Dantes Alighieri

Ítalir munu minnast þess í ár, eins og hægt er á tímum kórónuveirunnar, að sjö aldir eru frá dauða höfuðskáldsins og heimspekingsins Dante Alighieri (1265-1321) sem oft er líka kallaður faðir ítölskunnar. Dante fæddist í Flórens en lést í Ravenna. Meira

Umræðan

6. janúar 2021 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Framtíðin við áramót

Eftir Karl Friðriksson: "Þær áskoranir sem framtíðin ber í skauti sér verða annars vegar þær sem við höfum vanist að takast á við en í ríkari mæli verða þær óvæntar." Meira
6. janúar 2021 | Aðsent efni | 964 orð | 1 mynd

Í upphafi kosningaárs

Eftir Óla Björn Kárason: "Aðgengi að bóluefni og bólusetning þjóðarinnar er stærsta og mikilvægasta verkefni stjórnvalda í upphafi kosningaárs. Efnahagsleg velferð er í húfi." Meira
6. janúar 2021 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Moldvörpurnar koma í ljós

Sá, sem á að vera brjóstvörn lýðræðis í heiminum, ræðst á undirstöður þess í heimalandi sínu. Flestir með sæmilega dómgreind átta sig á að maðurinn er galinn. Hverjum dettur þá í hug að kjósa svona mann? Meira

Minningargreinar

6. janúar 2021 | Minningargreinar | 2784 orð | 1 mynd

Anna Hallgrímsdóttir

Anna Hallgrímsdóttir fæddist á Helgustöðum í Helgustaðahreppi 7. ágúst 1917. Hún lést á dvalarheimilinu Hulduhlíð 27. desember 2020. Foreldrar hennar voru Hallgrímur Stefánsson, f. 1885, d. 1923, og Sveinlaug Helgadóttir, f. 1886, d. 1971. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2021 | Minningargreinar | 1756 orð | 1 mynd

Bryndís Jónsdóttir

Bryndís Jónsdóttir fæddist á Skagen í Danmörku 7. september 1925. Hún lést á líknardeild Landspítalans 26. desember 2020. Foreldrar hennar voru Sigríður Zoëga ljósmyndari, f. 14. apríl 1889, d. 24. september 1968 og Jón Stefánsson listmálari, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2021 | Minningargreinar | 2564 orð | 1 mynd

Hannes Lárusson

Hannes Lárusson fæddist 11. apríl 1940 á Leysingjastöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 25. desember 2020. Foreldrar hans voru Lárus Jakobsson, f. 12.10. 1892 í Syðra Tungukoti, A-Húnavatnssýslu, d. 27.2. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2021 | Minningargreinar | 817 orð | 1 mynd

Haraldur Júlíusson

Haraldur Júlíusson fæddist á Akureyri 18. október 1951. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 27. desember 2020. Foreldrar hans voru Júlíus Bogason og Hrafnhildur Finnsdóttir, bæði látin. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2021 | Minningargreinar | 2579 orð | 1 mynd

Haukur Jóhannsson

Kristinn Haukur Jóhannsson fæddist 31. ágúst 1935 í Gíslholti, Holtum. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 28. desember 2020. Foreldrar hans voru Jóhann Sverrir Kristinsson og Valgerður Daníelsdóttir frá Guttormshaga. Systkini hans voru Rúnar, f. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

6. janúar 2021 | Fastir þættir | 150 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Dc7 5. 0-0 a6 6. Bxc6 dxc6 7. d4...

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 Rf6 4. Bb5 Dc7 5. 0-0 a6 6. Bxc6 dxc6 7. d4 cxd4 8. Dxd4 Bg4 9. e5 Hd8 10. Da4 Bxf3 11. exf6 Bd5 12. Hd1 Be6 13. Bf4 Hxd1+ 14. Hxd1 Dc8 15. Meira
6. janúar 2021 | Í dag | 328 orð

Bréf frá góðum vini

Gamall vinur minn Auðólfur Gunnarsson læknir sendi mér „þessar fátæklegu vísur með bestu kveðju og nýársóskum“ eins og hann orðar það, og segist ekki vita hvort ég muni eftir þessari vísu, sem fór á milli okkar í vísnakeppni, í síma milli MR... Meira
6. janúar 2021 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

Cristina Elena Furdi safnaði 10.350 krónum til styrktar Rauða krossi...

Cristina Elena Furdi safnaði 10.350 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands. Rauði krossinn þakkar henni kærlega fyrir hennar framlag til... Meira
6. janúar 2021 | Árnað heilla | 82 orð | 1 mynd

Kári Hrafn Hrafnkelsson

50 ára Kári ólst upp á Egilsstöðum en býr í Vestmannaeyjum. Hann er íþróttakennari að mennt en er verkstjóri í fiskvinnslunni Leo Seafood. Kári er í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, Tippklúbbnum Þumalputtar og Mótorhjólaklúbbnum Drullusokkar. Meira
6. janúar 2021 | Í dag | 104 orð | 1 mynd

Lagið Himintungl tekur mikið á

Margrét Eir tók íslenska útgáfu af laginu „Never Enough“ úr kvikmyndinni the Greatest Showman á Jólagestum Björgvins sem sló í gegn. Meira
6. janúar 2021 | Í dag | 54 orð

Málið

Baðker, leirker, drykkjarker, ljósker, blómaker – sú var tíð að manni var uppálagt að forðast - j - í þágufalli og eignarfalli fleirtölu: „-kerjum“ og „-kerja“. (Að vísu var þetta ekki mikilvægasta dyggðin. Meira
6. janúar 2021 | Fastir þættir | 166 orð

Rangar forsendur. S-NS Norður &spade;942 &heart;K53 ⋄K5...

Rangar forsendur. S-NS Norður &spade;942 &heart;K53 ⋄K5 &klubs;107542 Vestur Austur &spade;ÁK5 &spade;6 &heart;G84 &heart;976 ⋄10843 ⋄ÁG962 &klubs;G86 &klubs;KD93 Suður &spade;DG10873 &heart;ÁD102 ⋄D7 &klubs;Á Suður spilar 4&heart;. Meira
6. janúar 2021 | Árnað heilla | 85 orð | 1 mynd

Tinna Kristín Finnbogadóttir

30 ára Tinna Kristín er frá Hítardal á Mýrum, en býr í Kópavogi. Hún vinnur á leikskólanum Læk í Kópavogi og er nemi í kvikmyndafræðum við Háskóla Íslands. Tinna er skákkona og hefur oft lent í verðlaunasætum á Íslandsmótum kvenna í skák. Meira
6. janúar 2021 | Árnað heilla | 642 orð | 4 myndir

Tók á móti einu bæjarfélagi

Svanborg Egilsdóttir fæddist 6. janúar 1946 á Litlu-Reykjum í Hraungerðishreppi hjá móðurforeldrum sínum. „Fyrstu sex vikurnar var búið um mig í efstu kommóðuskúffunni sem var látin vera uppi á kommóðunni sem í herberginu var. Meira

Íþróttir

6. janúar 2021 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Cecilía á leið til Englands

Knattspyrnumarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið Everton um að ganga til liðs við félagið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

England Deildabikar, undanúrslit: Tottenham – Brentford 2:0...

England Deildabikar, undanúrslit: Tottenham – Brentford 2:0 Holland B-deild: Jong PSV – Go Ahead Eagles 2:3 • Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 81 mínútuna með PSV og skoraði. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

HK endurheimtir Birki frá Slóvakíu

Varnarmaðurinn Birkir Valur Jónsson er kominn aftur til úrvalsdeildarliðs HK í knattspyrnu eftir hálfs árs lánsdvöl hjá Spartak Trnava í Slóvakíu. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Ísak líklega til Salzburg

Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður sænska knattspyrnufélagsins Norrköping, gæti verið á leið til Red Bull Salzburg í Austurríki að sögn Hjörvars Hafliðasonar. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 402 orð | 3 myndir

*Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er genginn til liðs við danska...

*Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson er genginn til liðs við danska knattspyrnufélagið Silkeborg en þetta staðfesti danska félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu D-riðill: Nizhny Novgorod – Zaragoza frl...

Meistaradeild Evrópu D-riðill: Nizhny Novgorod – Zaragoza frl. 92:98 • Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 15 mínútum hjá Zaragoza. Staðan : Zaragoza 9, Novgorod 8, KC-Szombathely 6, Start Lublin 4. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 720 orð | 2 myndir

Mun fjórtán tíma ferðalag hafa áhrif?

Fréttaskýring Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðið í handknattleik mætir Portúgal í kvöld í borginni Matosinhos í 4. riðli undankeppni EM 2022 og er þetta annar leikur Íslands í undankeppninni en sá þriðji hjá Portúgal. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Skrefi nær fyrsta bikarnum í 13 ár

Tottenham er einu skrefi frá fyrsta bikar félagsins frá árinu 2008 eftir 2:0-sigur á heimavelli gegn Brentford í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta í gærkvöldi. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Sonný leggur hanskana á hilluna

Sonný Lára Þráinsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, hefur lagt markvarðarhanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Sonný lék 197 leiki í efstu deild á ferlinum og er á meðal leikjahæstu leikmanna deildarinnar frá upphafi. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Stefán riftir í Ungverjalandi

Stefán Rafn Sigurmannsson er án félags eftir að hann rifti samningi sínum við ungverska handknattleiksfélagið Pick Szeged. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Tímafrekt ferðalag hjá landsliðinu en góður aðbúnaður í Portúgal

„Við erum á mjög fínu hóteli ásamt portúgalska liðinu og höfum ekki undan neinu að kvarta. Við erum út af fyrir okkur með eina hæð á hótelinu. Auk þess eru fundarsalur og matsalur á annarri hæð sem við notum. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 794 orð | 2 myndir

Tækifæri í Frakklandi sem ekki var hægt að hafna

Frakkland Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Svava Rós Guðmundsdóttir er tilbúin í næstu áskorun á sínum knattspyrnuferli en hún skrifaði undir átján mánaða samning við Bordeaux í frönsku 1. deildinni á mánudaginn síðasta. Meira
6. janúar 2021 | Íþróttir | 15 orð | 1 mynd

Undankeppni EM 2022 karla 1.riðill: Serbía – Frakkland 27:24 6...

Undankeppni EM 2022 karla 1.riðill: Serbía – Frakkland 27:24 6. Meira

Viðskiptablað

6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 389 orð

71 á stimplinum

Í heimi viðskiptanna er það skilvirkni sem gjarnan skilur á milli feigs og ófeigs. Þau fyrirtæki sem koma sér upp aðfangakeðju eða verkferlum sem stytta framleiðsluferli og afgreiðslu- eða afhendingartíma ná forskoti á þá sem hægar fara yfir. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 14 orð | 1 mynd

Amazon kaupir ellefu flugvélar

Tæknirisinn Amazon hyggst festa kaup á 11 Boeing-breiðþotum og auka flutningsgetu sína með... Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 389 orð | 1 mynd

Ágæti japansks einfaldleika

Enn þurfa íslenskir neytendur að sætta sig við að geta ekki keypt Suntory-viskí í verslunum ÁTVR. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 213 orð | 2 myndir

Faraldurinn skapaði tækifæri fyrir Ísland

Leikstjórinn Baltasar Kormákur segir nýtt stúdíó í Gufunesi skapa mikil tækifæri í kvikmyndagerð. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 372 orð | 1 mynd

Fréttir af bóluefni vega þungt

Baldur Arnarson Stefán E. Stefánsson Væntingar um endurreisn ferðaþjónustunnar í ár haldast mjög í hendur við fréttir af framgangi bólusetningar hér og erlendis. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 628 orð | 1 mynd

Getum komið miklu til leiðar á stuttum tíma

Ýmsar áskoranir bíða Þórðar Arnars í nýju starfi en hann settist í framkvæmdastjórastólinn hjá Vistor í byrjun desember. Hann segir óheppilegt að vegna smæðar markaðarins lendi Ísland oft aftarlega í röðinni þegar ný lyf eru markaðssett. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 251 orð | 1 mynd

Kampavínið í mikilli sókn

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sala kampavíns í Vínbúðunum jókst um 50% milli 2019 og 2020. Sala á öðru freyðivíni jókst hins vegar um 35% yfir sama tímabil. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 26 orð | 1 mynd

Mest lesið í vikunni

Skúli Mogensen í ferðaþjónustu á ný Icelandair selur og flytur... Bláfugl segir upp 11 flugmönnum Óraunhæft að reka tvö flugfélög... Félag Friðberts kaupir allt hlutafé... Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 740 orð | 1 mynd

Sitji uppi með svartapétur

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Tilraun Strengs til að ná meirihluta í Skeljungi mistókst, þegar fulltrúar aðeins 2,54% hlutafjár samþykktu yfirtökutilboð. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 229 orð | 1 mynd

Staðgreiðsla til sveitarfélaga jókst á liðnu ári

Opinber þjónusta Greidd staðgreiðsla til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs nam 244,3 milljörðum króna á árinu 2020. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum hjá Samtökum sveitarfélaga. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 673 orð | 1 mynd

Straumar...

Út frá markaðsfræðunum er hægt að segja að einstaklingurinn sjálfur sé minnsti markhópurinn sem horfa þarf til. Gagnvart fyrirtækjum og stofnunum sendir þessi straumur skýr skilaboð um að styrkja greiningu gagna, stjórnun viðskiptasambanda, og þjálfun starfsmanna í mannlegum samskiptum. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 2863 orð | 2 myndir

Stúdíóið gerir Ísland eftirsótt

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur að vanda mörg járn í eldinum. Kvikmyndaver hans, Reykjavík Studios, hefur verið fullbókað í kórónuveirufaraldrinum, meðal annars vegna verkefna fyrir streymisveituna Netflix. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 1223 orð | 1 mynd

Sælir eru fátækir en sælastir eru ríkir

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkóborg ai@mbl.is Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 608 orð | 1 mynd

Útleiga stangveiðiréttinda

Fjárfesting í veiðihúsi er líklega þekktasta dæmið og sumir hafa leyst það snilldarlega, t.d. með því að reisa veiðihús sem hægt er að flytja af staðnum. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 771 orð | 2 myndir

Veltan alls 2,5 milljarðar á Hafnartorgi

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Stígandi hefur verið í sölu verslana á Hafnartorgi síðan verslun H&M var opnuð 2018. Þess er vænst að Austurhöfn styrki svæðið. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 205 orð

Vonir og væntingar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Maður reynist víst ekki alltaf sannspár. Það gekk þannig alls ekki eftir, eins og hér voru leiddar líkur að í fyrrasumar, að samfélagið væri smátt og smátt að falla í kunnuglegar skorður. Meira
6. janúar 2021 | Viðskiptablað | 289 orð | 1 mynd

Þegar rekstur verður of straumlínulagaður

Bókin Stjórnendur, markaðsgreinendur og álitsgjafar virðast vera á einu máli um að kórónuveiruárið leiddi í ljós að það getur verið óheppilegt ef fyrirtæki hafa þróað allt of skilvirka ferla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.