Andrés Magnússon andres@mbl.is Íslendingar þurfa að horfa víðar um völl þegar um utanríkisviðskipti er að ræða, bæði hvað varðar viðskipti með vörur og þjónustu. Þróun heimsviðskipta ber það augljóslega með sér og lýðfræðilegar breytingar á helstu viðskiptalöndum sömuleiðis. Vægi Evrópu er þar að minnka, ekki síst þó vegna gríðarmikils vaxtar miðstéttar í heiminum utan Vesturlanda, sérstaklega í Kína og Indlandi. Þá er athyglisvert að það er Bandaríkjadalur sem er helsta viðskiptamynt Íslands, ekki evran, eins og sumir gætu ætlað.
Meira