Greinar þriðjudaginn 12. janúar 2021

Fréttir

12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Áslaug Arna með Solberg í viðtali

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vill hvetja ungt fólk til að láta til sín taka í þjóðfélaginu, en í því skyni hefur hún sett af stað viðtalaröðina Fimmtán mínútur með framúrskarandi fólki á Instagram. Meira
12. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Bolað af netinu og kærir Amazon

Forsvarsmenn samskiptamiðilsins Parler kærðu í gær netrisann Amazon eftir að hann hafði lokað fyrir netaðgang Parler, með vísan til urmuls hótana um framkvæmd ofbeldis. Meira
12. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 633 orð | 1 mynd

Demókratar hefja sókn

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lögðu í gær fram ákæruskjal gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta um sviptingu embættis hans vegna árásar stuðningsmanna forsetans á Bandaríkjaþing í síðustu viku, sem kostaði fimm manns lífið. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Eggert

Úti Vel hefur viðrað til útivistar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Við Ægisíðu mátti í gær njóta meiri loftgæða en víða annars staðar í borginni, enda fjarri helstu... Meira
12. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Ekki gert ráð fyrir hjarðónæmi 2021

Soumya Swaminathan, yfirmaður vísindarannsókna hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, varaði við því gær að hjarðónæmi gegn kórónuveirunni myndi ekki nást á þessu ári, þrátt fyrir að byrjað væri að bólusetja fyrir henni. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Ekki vart við olíuleka í Reyðarfirði

Unnið var við það í gær að þétta tanka fóðurprammans Munins sem sökk út af Gripalda, skammt frá Eyri, í sunnanverðum Reyðarfirði í illviðri aðfaranótt sunnudags. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Fasteignaskattarnir lækka

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fasteignaskattar af íbúðar- og atvinnuhúsnæði í flestum eða nær öllum stærri sveitarfélögum landsins ættu að lækka á yfirstandandi ári. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Fjölbreytt félagslíf í FB

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félagslíf í framhaldsskóla er mikilvægur hluti skólastarfsins, en vegna samkomutakmarkana í kórónuveirufaraldrinum hafa nemendur þurft að bregða út af vananum. „Það var skrýtið að taka við stjórn nemendafélagsins þegar öll starfsemi var lömuð en við höfum samt reynt að gera ýmislegt skemmtilegt,“ segir Þóra Rannveig Emmudóttir, forseti nemendafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Fyrsta sending Moderna kemur í dag

Von er í dag á fyrstu sendingu frá lyfjaframleiðandanum Moderna til landsins. Búist er við 1.200 skömmtum, en efnið er flutt með fraktvél Icelandair Cargo frá Belgíu. Alls greindust þrjú smit kórónuveirunnar innanlands í fyrradag. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Fæðingum fjölgaði á Landspítala á erfiðu ári

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er örlítil fjölgun en það eru alltaf sveiflur í þessum tölum,“ segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Greiða KSÍ bætur

Borgarráð hefur samþykkt að Reykjavíkurborg greiði Knattspyrnusambandi Íslands 42 milljónir króna vegna þeirrar ákvörðunar að Fram hætti að leika heimaleiki sína á Laugardalsvelli frá og með árinu 2019. KSÍ rekur Laugardalsvöll. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Hálka hafi valdið slysi

Karl og kona sem slösuðust í hlíðum Móskarðshnjúka á sunnudag liggja á Landspítalanum. Þau hafa verið í rannsóknum en eru ekki í lífshættu. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Hefðbundnum verkefnum fækkar

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Síðasta ár var erfitt í rekstri Slippsins á Akureyri og háði verkefnaskortur starfseminni seinustu þrjá mánuði ársins. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Helmingur fyrirtækjanna fengið vottun

Réttur helmingur þeirra fyrirtækja sem eru með 150 til 249 starfsmenn hefur nú öðlast jafnlaunavottun. Meira
12. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Kafarar leita að flugritunum

Ekkert neyðarkall barst frá áhöfn vélar Sriwijaya Air-flugfélagsins áður en hún hrapaði í sjóinn á laugardaginn skammt undan ströndum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, og ekki var tilkynnt nein tæknileg bilun áður en flugslysið varð. 62 voru um borð. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Kirkjugarðar á móti öskufrumvarpi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kirkjugarðasamband Íslands (KGSÍ) og kirkjugarðaráð segja í umsögnum um frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur o.fl. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 94 orð

Kirkjugarðar gagnrýna frumvarp

Kirkjugarðasamband Íslands telur breytingar í frumvarpi um aukið frelsi í varðveislu eða dreifingu ösku látinna „varhugaverðar og að þær geti falið í sér ófyrirséðar og óæskilegar afleiðingar“. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Lilja vill fá styrkina fyrst

Andrés Magnússon Viðar Guðjónsson Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segir brotthvarf fréttastofu Stöðvar 2 úr opinni dagskrá slæmt fyrir samkeppni á ljósvakamarkaði. Skynsamlegast sé að taka Rúv. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Litadýrð í Hafnarfirði

Það var stillt og kyrrlát stund í Hafnarfjarðarhöfn þegar þessum kajökum var róið fram hjá öllu stórgerðari togurunum, sem þar lágu bundnir við kajann. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Loo gæti þurft umhverfismat

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Nú bíðum við bara. Ég mun ekki gefa út nein framkvæmda- og byggingarleyfi fyrr en þetta liggur fyrir,“ segir Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Mikil söluaukning í netverslunum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Síðastliðið ár var ár mikilla breytinga hjá Heimkaupum, að sögn Guðmundar Magnasonar framkvæmdastjóra. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Mörg laus störf á vinnumarkaðinum

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls voru um 2.800 laus störf á vinnumarkaðinum á seinasta ársfjórðungi nýliðins árs samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Fram kemur í frétt Hagstofunnar að á sama tíma voru um 203. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 199 orð

Sala þrefaldaðist árið 2020

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Talsmenn tveggja netverslana segja að salan hafi aukist mikið í fyrra. Næsta víst sé að söluaukninguna megi rekja að miklu leyti til kórónuveirufaraldursins. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Sjötta starfsstöðin á Skútustöðum

Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Skipulag í Úlfarsárdal verði óbreytt

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um 900 manns hafa skráð sig í undirskriftasöfnun þar sem mótmælt er breytingum á skipulagi í Úlfarsárdal í Reykjavík. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Stefna á að velta þremur milljörðum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alexander G. Edvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir mikla hagræðingu fylgja sameiningu félagsins við HP gáma. Áætlað sé að veltan verði um þrír milljarðar í ár. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Straumar á næturhimni

Straumar norðurljósa svifu með tilþrifum á næturhimni um helgina. Myndasmiðir fóru á stjá, margir til dæmis á Suðurnesin, þar sem skyggni var ágætt. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Vill upplýsingar um alvarleg atvik

Settur umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að heilbrigðisráðuneytið hlutist til um að Landspítali láti honum í té almennar upplýsingar um atvik sem varð á réttargeðdeild á jóladag, þar sem ungur maður á sjálfsvígsgát svipti sig lífi. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Þarf aftur að skoða uppbyggingaráform

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi nýverið úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í maí í fyrra um að fyrirhuguð uppbygging verslunar- og þjónustusvæðis í landi Leynis 2 og 3 í Landsveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Meira
12. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 693 orð | 2 myndir

Þjóðverjar fjórfaldir í roðinu um bóluefni

Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Þjóðverjar hafa undanfarna daga sætt aukinni gagnrýni fyrir tvöfeldni (fjórfeldni öllu heldur!) í öflun og dreifingu bóluefnis í Evrópu. Þrátt fyrir að hafa haft uppi orð um annað hafi Þjóðverjar tryggt sér töluvert af bóluefni utan Evrópusamstarfsins þar um og auk þess búið svo um hnútana að þeir fengju bóluefni fyrr og í meiri mæli en aðrir. Til þess að bæta gráu ofan á svart hafa þeir neytt aflsmunar til þess að koma í veg fyrir að önnur ríki Evrópu næðu sér í bóluefni á eigin spýtur, sem menn finna tilfinnanlega fyrir nú, þegar komið er í ljós margháttað klúður í þessu Evrópusamstarfi. Meira

Ritstjórnargreinar

12. janúar 2021 | Leiðarar | 411 orð

Afleiðingarnar

Það er ekki tjónlaust að hafa Rúv. á auglýsingamarkaði Meira
12. janúar 2021 | Leiðarar | 316 orð

Hættan eykst af Kim Jong Un

Meðan augu heimsins beinast annað byggir Norður-Kórea upp vopnabúr sitt Meira
12. janúar 2021 | Staksteinar | 235 orð | 2 myndir

Þingmaður snýr hlutum á haus

Það er skrýtið hve ofstækið gegn Ísraelsríki og ofurástin á Evrópusambandinu geta blindað mönnum sýn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar á blog.is Guðmundi Andra Thorssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem skrifaði á Facebook: „Víða sér maður fólk dásama Ísraelsríki fyrir góða frammistöðu við að bólusetja sitt fólk. Sitt fólk. Bara sitt fólk. Palestínuþjóðin á herteknu svæðunum fær ekkert. Sjaldan hefur maður séð jafn svart á hvítu það ranglæti sem þetta ríki er reist á.“ Meira

Menning

12. janúar 2021 | Menningarlíf | 137 orð | 1 mynd

Aðsókn dróst saman um 72%

Í Louvre-safninu í París hefur undanfarna tíu mánuði verið rólegt um að litast, sem er æði óvenjulegt í þessu vinsælasta safni jarðar. Meira
12. janúar 2021 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Beðmál í borginni enn á ný

Sjónvarpsþættirnir vinsælu Sex and the City , eða Beðmál í borginni eins og þeir hétu í íslenskri þýðingu á RÚV, hefja aftur göngu sína á þessu ári, að því er fram kemur í frétt á vef The Guardian, á streymisveitunni HBO Max. Meira
12. janúar 2021 | Tónlist | 464 orð | 2 myndir

Djassbræðingur í háloftunum

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ludvig Kári Forberg gaf í desember í fyrra út sína fyrstu hljómplötu, Rákir , þar sem kvartett skipaður Ludvig og þremur öðrum tónlistarmönnum flytur frumsamin djasslög eftir hann. Meira
12. janúar 2021 | Fjölmiðlar | 210 orð | 1 mynd

Hvenær er nóg nóg?

Sjónvarpsþættir um mannkyn í krísu þar sem 100 ungir afbrotamenn eru sendir til jarðar til að kanna hvort þar séu aðstæður nægilega góðar til að mannkynið geti lifað af í kjölfar kjarnorkustyrjaldar. Skráið mig. Meira
12. janúar 2021 | Kvikmyndir | 297 orð | 1 mynd

Michael Apted, þekktur fyrir Up-myndirnar, er allur

Hinn fjölhæfi breski kvikmyndaleikstjóri Michael Apted, sem þekktastur er fyrir heimildakvikmyndaröðina „Up“, er látinn, 79 ára að aldri. Meira
12. janúar 2021 | Tónlist | 184 orð | 1 mynd

Minaj greiddi Chapman 57 milljónir kr.

Fyrir rúmum tveimur árum höfðaði bandaríska tónlistarkonan Tracy Chapman mál gegn löndu sinni, hinum vinsæla rappara Nicki Minaj, eftir að þá óútgefið lag, „Sorry“, með Minaj var leikið í útvarpsútsendingu og taldi Chapman það taka mikið úr... Meira
12. janúar 2021 | Fólk í fréttum | 58 orð | 1 mynd

Píanistinn Claude Bolling látinn

Franski djasspíanóleikarinn og tónskáldið Claude Bolling er látinn, níræður að aldri. Meira
12. janúar 2021 | Tónlist | 68 orð | 1 mynd

Tvennir tónleikar með hljómsveit Unnar Birnu og Björns Thoroddsen

Hljómsveit Unnar Birnu og Björns Thoroddsen heldur tvenna tónleika í vikunni, þá fyrri 14. janúar í Gamla bíói og þá seinni 15. janúar á Hótel Selfossi, og hefjast hvorir tveggja kl. 20.30. Meira
12. janúar 2021 | Tónlist | 460 orð | 1 mynd

Vantraust á óperustjórann

Félagsfundur Klassís, Fagfélags klassískra söngvara á Íslandi, lýsir yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta stofnunarinnar á undanförnum árum, segir í tilkynningu sem Klassís... Meira

Umræðan

12. janúar 2021 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Ástandið í Bandaríkjunum, víðari útsýn, orsakir og afleiðing

Eftir Guðmund G. Þórarinsson: "Svo virðist sem milljónum Bandaríkjamanna finnist að Trump með alla sína galla sé að berjast fyrir rétti þeirra. Hin ráðandi stétt sé of langt frá hinu líðandi og stríðandi lífi fjöldans." Meira
12. janúar 2021 | Aðsent efni | 769 orð | 1 mynd

Egypskar rætur Biblíunnar

Eftir Þórhall Heimisson: "Og þar á meðal, og höggnar í stein í sandinum, er að finna ómetanlegar heimildir um uppruna frásagna Biblíunnar." Meira
12. janúar 2021 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Fjárfestum, framkvæmum og framleiðum

Eftir Albert Þór Jónsson: "Á næstu árum þarf að fjárfesta, framkvæma og framleiða og gera Ísland sjálfbært á flestum sviðum atvinnulífs." Meira
12. janúar 2021 | Aðsent efni | 874 orð | 1 mynd

Flug, ferðafrelsi og þjóðgarðar

Eftir Jónas Sturlu Sverrisson: "Flug sem samgöngumáti er einn samgöngumáta leyfisskyldur í Vatnajökulsþjóðgarði. Aðeins flugmenn þurfa að gera grein fyrir því hvers vegna þeir ætli að stoppa í þjóðgarðinum." Meira
12. janúar 2021 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Getur þorskurinn bjargað?

Eftir Sveinbjörn Jónsson: "Afleiðingin er þjóðhagslegt tjón upp á margar milljónir tonna af dýrmætum afla þorsks og annarra tegunda sem hann hefur þurft að éta." Meira
12. janúar 2021 | Velvakandi | 144 orð | 1 mynd

Hvert er fólkið að fara?

Þegar komið er í bæinn, í alla umferðina, þá líður manni eins og Pírata með sjóræningjamerkið á brjóstinu og spyr: Hvert er allt fólkið að fara? Er ekki kreppa, er ekki atvinnuleysi? Er ekki samkomubann og fjarvinna? Meira
12. janúar 2021 | Pistlar | 439 orð | 1 mynd

Jöfnum bilið í skólakerfinu

Við upphaf vorþings leggjum við í Samfylkingunni fram tillögu þar sem menntamálaráðherra verður falið að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun til fjögurra ára til að styrkja stöðu drengja í menntakerfinu. Meira
12. janúar 2021 | Aðsent efni | 852 orð | 1 mynd

Opið bréf til ráðherra og embætismanna

Eftir Eygló Egilsdóttur: "Opnum nú heilsu- og líkamsræktarstöðvar með takmörkunum. Af hverju ekki, þegar eðlilegt þykir að komi 30 þúsund manns í Kringluna á einum degi?" Meira

Minningargreinar

12. janúar 2021 | Minningargreinar | 389 orð | 1 mynd

Dóra Lydía Haraldsdóttir

Dóra Lydía Haraldsdóttir fæddist 1. maí 1943. Hún lést 20. desember 2020. Útför Lydíu fór fram 7. janúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2021 | Minningargreinar | 992 orð | 1 mynd

Jóna Bríet Guðjónsdóttir

Jóna Bríet Guðjónsdóttir, Bíbí, fæddist 5. mars 1933 í Breiðholti í Vestmannaeyjum. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 16. desember 2020. Jóna Bríet var dóttir hjónanna Guðjóns H. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2021 | Minningargreinar | 586 orð | 1 mynd

Kristín Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir fæddist 14. nóvember 1945. Hún lést 16. desember 2020. Útför Kristínar fór fram 22. desember 2020. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2021 | Minningargreinar | 3577 orð | 1 mynd

Margrét Nikulásdóttir

Margrét Nikulásdóttir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1925. Hún lést á Kristnesspítala þann 22. desember 2020. Foreldrar Margrétar voru Kristín Sigríður Magnúsdóttir, f. 6. júní 1899, d. 6. júlí 1983, og Nikulás Ásgeir Steingrímsson, f. 30. júní 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
12. janúar 2021 | Minningargreinar | 1263 orð | 1 mynd

María J. Valgarðsdóttir

María J. Valgarðsdóttir fæddist 28. apríl 1952. Hún lést 26. desember 2020. Útför Maríu fór fram 9. janúar 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Engin viðskipti með fjögur félög í Kauphöll

Engin viðskipti voru með bréf fjögurra félaga á aðallista Kauphallar Íslands í gærdag. Það voru félögin Brim, fasteignafélagið Eik, Eimskipafélagið og Festi. Meira
12. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 114 orð

Mun meira flutt inn af neysluvöru í nóvember

Innflutningur á neysluvörum jókst gríðarlega í nóvembermánuði frá sama mánuði 2019. Með neysluvörum er vísað til heimilistækja, fatnaðar og lyfja, svo dæmi sé tekið. Nam aukningin 43%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Meira
12. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 539 orð | 2 myndir

Sameina Hringrás og HP gáma og spá örum vexti í ár

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirtækin Hringrás og HP gámar voru sameinuð í ársbyrjun. Alexander G. Edvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir að þessu fylgi mikil hagræðing. Meira
12. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 194 orð | 1 mynd

Sjóðfélagar greiða meira upp

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna héldu uppteknum hætti í nóvembermánuði og námu upp- og umframgreiðslur sjóðfélagalána ríflega 9 milljörðum umfram ný lán í mánuðinum. Meira

Fastir þættir

12. janúar 2021 | Fastir þættir | 182 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. R1c3 a6 7. Ra3...

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. R1c3 a6 7. Ra3 Be6 8. Rc4 Hb8 9. h4 Rf6 10. Bg5 Rd4 11. Rd5 Bxd5 12. exd5 h6 13. Bxf6 Dxf6 14. c3 Rf5 15. Rb6 Dd8 16. Da4+ Ke7 17. Db4 h5 18. a4 g6 19. a5 Rh6 20. Bd3 f5 21. Bc2 Rg4 22. Ba4 Dc7 23. Meira
12. janúar 2021 | Í dag | 289 orð

Af matmanni, akstursskilyrðum og ráðsettum lúsum

Á Boðnarmiði verða mismunandi akstursskilyrði yrkisefni Sigurlínar Hermannsdóttur: Í loftinu lúmskur er raki því liggur á götunum klaki er menn virðast ei sjá og varast ei má. Allir af gætni því aki. Meira
12. janúar 2021 | Árnað heilla | 88 orð | 1 mynd

Arnfríður Guðmundsdóttir

60 ára Arnfríður er Siglfirðingur en býr í Kópavogi. Hún er með embættispróf í guðfræði frá HÍ og doktorspróf í guðfræði frá Lútherska háskólanum í Chicago. Arnfríður er prófessor í trúfræði við HÍ og situr í stjórn Stofnunar Sigurbjörns Einarssonar. Meira
12. janúar 2021 | Fastir þættir | 174 orð

Hamman mikli. A-NS Norður &spade;KG98 &heart;-- ⋄DG7643 &klubs;KG8...

Hamman mikli. A-NS Norður &spade;KG98 &heart;-- ⋄DG7643 &klubs;KG8 Vestur Austur &spade;D65 &spade;42 &heart;ÁDG1092 &heart;8654 ⋄10 ⋄98 &klubs;Á103 &klubs;D9762 Suður &spade;Á1073 &heart;K73 ⋄ÁK52 &klubs;54 Suður spilar 6⋄. Meira
12. janúar 2021 | Í dag | 115 orð | 1 mynd

Hvatning og innblástur í janúar

Bókin Lífsbiblían – 50 lífslyklar, sögur og leyndarmál eftir Öldu Karen Hjaltalín og Silju Björk Björnsdóttur kom út 5. janúar síðastliðinn. Meira
12. janúar 2021 | Árnað heilla | 718 orð | 3 myndir

Lífríki Þingvallavatns helsta viðfangsefnið á ferlinum

Sigurður Sveinn Snorrason fæddist 12. janúar 1951 í Hamarstíg 2 á Akureyri á heimili móðurforeldra sinna, Sveins og Guðbjargar Bjarman, og dvaldist þar fram á vorið 1952. Meira
12. janúar 2021 | Í dag | 56 orð

Málið

Algengt er að sjá „auðævi“, en það er spurning hvort slíkur auður stendur á styrkum fótum. Ekta auður heitir auðæfi , með f -i. Orðsifjabók segir: skylt hefja og hafa, og þar höfum við f -ið. Meira
12. janúar 2021 | Árnað heilla | 89 orð | 1 mynd

Pan Thorarensen

40 ára Pan ólst upp í 101 og Vesturbænum í Reykjavík og býr í Þingholtunum. Hann er tónlistarmaður og hefur gefið út fjölmargar plötur, m.a. með föður sínum. Meira

Íþróttir

12. janúar 2021 | Íþróttir | 101 orð | 1 mynd

England Bikarkeppnin, 3. umferð: Stockport – West Ham 0:1 Dregið...

England Bikarkeppnin, 3. umferð: Stockport – West Ham 0:1 Dregið til 4. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Finnur á leiðinni til Norrköping

Finnur Tómas Pálmason, miðvörðurinn ungi hjá KR, er á leið til sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, staðfesti við Fótbolta. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 794 orð | 5 myndir

Flestir þjálfaranna á HM eru frá Íslandi og Spáni

HM 2021 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenskir og spænskir þjálfarar stjórna flestum liðum á heimsmeistaramóti karla í Egyptalandi sem hefst í Kaíró á morgun, miðvikudag, með upphafsleik Egypta og Sílebúa. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Í fyrsta sinn frá Ferguson-árum?

Manchester United verður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn síðan Alex Ferguson hætti störfum sem knattspyrnustjóri árið 2013, fái liðið stig úr leik sínum gegn Burnley á Turf Moor í kvöld. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 428 orð | 3 myndir

*Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson var í liði vikunnar í...

*Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson var í liði vikunnar í litháísku A-deildinni í körfuknattleik en deildin birti úrvalslið sitt í gær. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Markvörður á leið til Frakklands

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik er búinn að skrifa undir samning við franska félagið Nantes um að leika með því frá og með keppnistímabilinu 2022-2023. Þetta var fullyrt í hlaðvarpsþættinum Handkastinu í gærkvöldi. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

NBA-deildin Detroit – Utah 86:96 LA Clippers – Chicago...

NBA-deildin Detroit – Utah 86:96 LA Clippers – Chicago 130:127 Brooklyn – Oklahoma City 116:129 New York – Denver 89:114 Houston – LA Lakers 102:120 Minnesota – San Antonio 96:88 Golden State – Toronto 106:105... Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 883 orð | 1 mynd

Spila þarf sóknirnar með bensínið í botni

HM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir tvo leiki í undankeppni EM karla í handknattleik getur maður velt vöngum yfir hverju má búast við af íslenska landsliðinu á HM í Egyptalandi. Fyrsti leikur Íslands er á fimmtudagskvöldið og andstæðingurinn er Portúgal eins og rækilega hefur komið fram að undanförnu. Sama lið og það íslenska hefur glímt við síðustu vikuna. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Valur krækti í landsliðskonu

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik, er gengin til liðs við Val en hún skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2024 á Hlíðarenda. Meira
12. janúar 2021 | Íþróttir | 254 orð | 1 mynd

Þar sem mér er fátt menningarlegt óviðkomandi lét ég plata mig í...

Þar sem mér er fátt menningarlegt óviðkomandi lét ég plata mig í skólaferðalag til Benidorm sumarið 1996. Var það í fjölmennum hópi með Fönklistagenginu, Steina sleggju og fleiri hressum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.