Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Þegar kórónuveiran fór að breiðast út var reynt að tefja hana, yfirleitt með flatneskjum um „kúrfuna“, sem áttu að gera heilbrigðiskerfum kleift að fást við sjúklingana. Þá þegar lá hins vegar fyrir að bóluefni væri eina svarið við sjúkdómnum, þótt menn vissu ekki vel hvenær eða hvort þess gæti verið von. Það gengur því kraftaverki næst að innan við ári frá því að heimsfaraldurinn gaus upp skuli bóluefni vera komin í notkun. Mjög misjafnlega þó.
Meira