Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Yfir 2,7 milljarðar króna voru endurgreiddir við skil á drykkjarvöruumbúðum í fyrra. Þetta er hærri upphæð en nokkru sinni áður og endurheimtur á flöskum og dósum hafa heldur aldrei verið meiri í skilakerfinu.
Meira
Íslensk fyrirtæki taka þátt í verkefnum við virkjun vatnsafls og jarðvarma sem Uppbyggingarsjóður EES styrkir í Rúmeníu og Póllandi. Útboð á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu voru kynnt á veffundi í fyrradag.
Meira
Guðni Einarsson Ragnhildur Þrastardóttir Guðmundur Felix Grétarsson fékk grædda á sig handleggi og axlir í Lyon í Frakklandi á miðvikudag, 13. janúar.
Meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samband Íslands og Bandaríkjanna hafa styrkst í embættistíð sinni. Hann hafi einsett sér að bæta samskipti ríkjanna, sem hafi ekki verið eins mikil og hann hefði viljað áður.
Meira
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslensku fiskeldisfyrirtækin framleiddu liðlega 34 þúsund tonn af laxi á nýliðnu ári sem er meira en sjö þúsund tonnum meira en árið á undan.
Meira
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer fram á að íbúar Norðurlands vestra búi við sambærilega þjónustu af hálfu ríkisins og íbúar annarra landshluta.
Meira
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Farþegum með Strætó á höfuðborgarsvæðinu fækkaði á síðasta ári um 3,3 milljónir, fóru úr 12,2 milljónum árið 2019 í tæplega 8,9 milljónir í fyrra.
Meira
Landsréttur hefur rift færslum í bókhaldi þrotabús matvöruverslunarinnar Víðis upp á 39,4 milljónir sem bókaðar voru sem greiðsla upp í skuld verslunarinnar við Helgu Gísladóttur, annan stofnenda og eiganda matvöruverslunarinnar.
Meira
Lögreglustjórinn á Austurlandi tók, í samráði við Veðurstofu Íslands og ríkislögreglustjóra, þá ákvörðun í gær að rýma ákveðin svæði á Seyðisfirði vegna úrkomuspár.
Meira
Bandarískir saksóknarar telja sterk sönnunargögn fyrir því að stuðningsmenn Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í síðustu viku hafi meðal annars ætlað sér að „handsama og ráða kjörna fulltrúa af dögum“.
Meira
Baksvið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Kristilegir demókratar í Þýskalandi munu kjósa sér nýjan flokksformann í dag til að taka við af Annegret Kramp-Karrenbauer, en hún sagði af sér í febrúar á síðasta ári. Kosningarnar áttu að fara fram í apríl, en hefur verið frestað tvisvar vegna kórónuveirufaraldursins, og munu fulltrúar flokksins nú kjósa um formann sinn yfir netið.
Meira
John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður komst í þriðju búðir á K2 í gær ásamt Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali, feðgunum sem fylgja honum. John Snorri greindi frá þessu á Facebook í gær.
Meira
Síðustu ummerki jólanna voru afmáð úr miðbæ Reykjavíkur í gær þegar jólakettinum og öllu hans hafurtaski var úthýst. Vaskur hópur borgarstarfsmanna sá um að koma kettinum af stallinum.
Meira
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ástandið hvað varðar inflúensu og öndunarfærasýkingar nú er eins og í mjög rólegu ári,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Meira
Húsnæðisverðverð á Íslandi hækkaði um 120% á seinasta áratug og er það meiri hlutfallsleg hækkun en átti sér stað í 30 öðrum Evrópulöndum á sama tímabili samkvæmt samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.
Meira
Það var ólíkt líflegra um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en verið hefur undanfarið. Nú mega 20 koma saman og það auðveldar til að mynda opnun listagallería.
Meira
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, baðst í gær lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína vegna hneykslismáls þar sem mörg þúsund foreldrar voru ranglega sakaðir um að hafa svikið barnabætur út úr ríkinu á árunum 2013 til 2019 og neyddir til að greiða...
Meira
„Ég hafði ekki hugmynd um að þessi tæplega 50 ára gamla mynd væri til fyrr en Helgi Ólafsson stórmeistari hafði samband við mig fyrir nokkrum dögum.
Meira
Úr bæjarlífinu Sigurður Ægisson Siglufirði Sólardagurinn er á næsta leiti, öllum til mikillar gleði. Sólin lét sig hverfa á bak við fjöllin í suðri 15. nóvember á síðasta ári en fer á ný að varpa geislum sínum yfir Ráðhústorgið á Siglufirði 28.
Meira
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildaratvinnuleysi á landinu mældist 12,1% í desembermánuði og var það óveruleg aukning frá mánuðinum á undan. Atvinnuleysi í almenna bótakerfinu var 10,7% í desember, það jókst úr 10,6% í nóvember og 9,9% í október.
Meira
Viðtal Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Þeim hefur farið fækkandi sjoppunum í landinu sem fram eftir allri síðustu öld skipuðu veglegan sess til sjávar og sveita. Þar var hægt að kaupa eitthvað gott í gogginn, fá bensín og annað sem vantaði á bílinn. Þær höfðu víðtækara hlutverk, voru samkomustaður unglinga ekki síst á helgarkvöldum. Oft eina athvarfið sem krakkarnir höfðu til að sýna sig og sjá aðra. Síðast en ekki síst voru og eru sjoppurnar sem enn lifa staðir þar sem hópur karla og kvenna kemur saman, oft á morgnana eða síðdegis til að spjalla og taka púlsinn á stórum málum og smáum yfir góðum kaffibolla.
Meira
Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir Brexit er staðan breytt í samskiptum Norðmanna og Breta í sjávarútvegi. Frá áramótum eru þeir síðarnefndu sjálfstætt strandríki, en ekki hluti af Evrópusambandinu og samningum þess. Margar fisktegundir ganga á milli lögsögu þjóðanna í Norðursjónum og mið, sem áður voru aðgengileg og opin, eru nú í mörgum tilvikum lokuð þar sem nýir samningar um kvóta og gagnkvæman aðgang hafa ekki verið gerðir.
Meira
Um tvær milljónir manna hafa nú farist af völdum kórónuveirunnar frá því heimsfaraldurinn hófst í lok ársins 2019. Á þeim tíma hafa rúmlega 93,2 milljónir tilfella verið skráð opinberlega, en talið er að sú tala gæti verið mun hærri.
Meira
Aðra vikuna í röð kom 2. vinningur í Víkingalottóinu til Íslands. Í síðustu viku var það 24 ára gamall karlmaður sem hafði heppnina með sér en þessa vikuna voru það hjón á efri árum.
Meira
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flutt voru út 2.320 hross á síðasta ári. Eru það umtalsvert fleiri hross en farið hafa úr landi undanfarin tíu ár og slíkar tölur hafa raunar ekki sést síðan á árunum 1993 til 1997 þegar mun fleiri hross voru flutt út.
Meira
Starfshópur, sem fjármálaráðherra skipaði til að meta efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvörnum, segir í lokaskýrslu að tekist hafi tiltölulega vel að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum hér á landi með tímanlegum sóttvarnaaðgerðum og umfangsmikilli...
Meira
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur valið þrjú þverfagleg teymi til að taka þátt í mótun göngugötuhluta Laugavegar, Vegamótastígs og Skólavörðustígs með þarfir notenda og rekstraraðila í fyrirrúmi, eins og það er orðað í tilkynningu frá...
Meira
Það er ekki víst að margir hafi alvarlegar áhyggjur af útþenslu hins opinbera. En sennilega ættu þeir að hafa þær. Sé horft um öxl virðist hún næsta stjórnlaus og undarlega óháð því hvernig þeir eru merktir sem sitja í stjórn landsins. Viðurkenna má þó stóru undantekninguna, stjórn Jóhönnu og Steingríms, sem var sýnu verst. Og annað hvort væri þegar fyrsta hreina vinstristjórnin á Íslandi átti í hlut.
Meira
Í leiðara Viðskiptablaðsins í vikunni er fjallað um Ríkisútvarpið, auglýsingamarkaðinn og þá skekkju sem þessi stofnun veldur á markaðnum. Rúv. fái um fimm milljarða króna framlag frá skattgreiðendum árlega og á síðustu árum hafi bæst við um tveir milljarðar á ári frá auglýsendum.
Meira
Alls hlutu 13 verkefni styrk úr lista- og menningarsjóði Kópavogs í vikunni, en markmið sjóðsins er að stuðla að eflingu menningar- og listalífs í Kópavogi. Að þessu sinni bárust samtals 59 umsóknir.
Meira
Leikarinn Macaulay Culkin, stjarna fyrstu tveggja Home Alone kvikmyndanna, hefur nú bæst í hóp þeirra sem vilja fjarlægja atriði með Donald Trump Bandaríkjaforseta úr Home Alone 2 .
Meira
Galleríinu Open, Grandagarði 27, hefur verið lokað fyrir heimsóknum almennings í hálft ár en í dag verður það opnað á ný með einkasýningu Aapo Nikkanen, These Trying Times eða Þessir erfiðu tímar . Opnun hefst kl. 13 og lýkur kl. 21.
Meira
Tónlistarmaðurinn Mick Fleetwood, einn af liðsmönnum hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, hefur selt útgáfuréttinn að lögum sínum til fyrirtækisins BMG, að því er fram kemur í frétt á vef tímaritsins Rolling Stone.
Meira
Sprungur er nýjasta afurð þeramínsleikarans Heklu sem hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir nálgun sína á hljóðfærið undarlega.
Meira
Veit andinn af efninu? er yfirskrift fyrstu sýningar ársins í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu en um samsýningu er að ræða og verður hún opin frá og með kl. 12 í dag, laugardag.
Meira
Unnur Óttarsdóttir opnaði myndlistarsýninguna Minni um helgina í sal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu, hafnarmegin og mun hún standa yfir til 24. janúar.
Meira
Frumteikning Hergés, höfundar Tinnabókanna, af kápumynd bókarinnar Blái lótusinn , frá árinu 1936, var seld á uppboði fyrir 3,2 milljónir evra, um hálfan milljarð króna. Er það hæsta verð sem greitt hefur fyrir frumteikningu teiknimyndasagna.
Meira
Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður verður með leiðsögn um yfirlitssýninguna á verkum hans, ÓraVídd, á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag, klukkan 14. Sigurður Árni á að baki áhugaverðan listferil og hefur útfært verk sín með fjölbreyttum hætti.
Meira
Hannesarholt hefur frá stofnun 2013 boðið upp á söngstund annan hvern sunnudag þar sem textar birtast á tjaldi og allir mega syngja með og er söngstundinni streymt á fésbókarsíðu Hannesarholts en gestir eru velkomnir þegar sóttvarnir leyfa.
Meira
Bókarkafli Jón Arason biskup á Hólum leiddi hjá sér siðaskiptin í nær áratug en nýtti sér síðan átök Dana og Þjóðverja um verslunarrétt á Íslandi, hóf vopnaða uppreisn með stuðningi Þjóðverja og lét lýsa landið kaþólskt sumarið 1550.
Meira
Eftir Werner Ívan Rasmusson: "Hvar er stjórnarandstaðan? Engar kröfur um þingfund eða afsagnir og enginn kallaður inn á teppi í Kastljósinu. Hvað veldur?"
Meira
Mörgum hættir til að líta á enskunotkun á Íslandi svipað og kórónuveiruna; óværu sem ógni íslensku málsamfélagi og enginn hafi boðið henni til landsins. En erlend mál eru engin pest heldur dýrmætur lykill að fróðleik, afþreyingu og víðsýni.
Meira
Eftir Ólaf F. Magnússon: "Eftir þennan undanfara í meirihluta„samstarfi“ við vinstrimenn leið mér ekki vel í návist þeirra enda óvelkominn í hópinn og samstarfið frá fyrstu tíð."
Meira
Eftir Tryggva Felixson: "Í grænum umskiptum í hagkerfinu leynast mörg góð fjárfestingartækifæri en hvatann til umskipta vantar. Það er pólitískt viðfangsefni."
Meira
Þegar sólin nálgast vestrið og umsvifin minnka fara menn að hugsa sinn gang. Þá er litið um öxl og myndum bregður fyrir frá liðnum tíma. Þá rita sumir æviminningar sínar, sérstaklega fólk sem er þekkt fyrir og vill minna á sig enn á ný.
Meira
Áhrif heimsfaraldurs á menningu og skapandi greinar um heim allan hafa verið gríðarleg. Aðstæðurnar hafa dregið fram styrk og veikleika ólíkra greina, en jafnframt gert fleirum ljóst hversu efnahagslegt fótspor þeirra er stórt.
Meira
Oft er með réttu talað um mikil áhrif Halldórs Laxness á hreyfingu íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista. Minna hefur verið rætt um áhrif helstu íslensku stalínistanna á skáldið.
Meira
Eftir Guðjón Sigurbjartsson: "Landbúnaðurinn er ábyrgur fyrir um 73% af heildarlosun Íslands á gróðurhúsalofttegundum. Um 60% fullorðinna eru yfir kjörþyngd hér á landi."
Meira
Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Mikill fengur er að skýrslunni og er hún afar gagnleg þeim sem vilja kynna sér þróun viðskiptasamninga, eðli þeirra og nytsemi fyrir einstök fyrirtæki, atvinnulífið og samfélagið í heild."
Meira
Emil Gunnlaugsson fæddist í Hallkelsstaðahlíð Kolbeinsstaðahreppi 11. febrúar 1933. Hann lést á Fossheimum á Selfossi 8. janúar 2021. Emil var yngsti sonur Gunnlaugs Magnússonar bónda í Hallkelsstaðahlíð, f. 21. apríl 1897, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfræðingur fæddist á Litlu-Laugum í Reykjadal þann 19. júlí 1924. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 11. janúar 2021.
MeiraKaupa minningabók
Guðrún María Tómasdóttir, húsmóðir og skólaritari, fæddist 31. ágúst 1929 í Sólheimatungu í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 30. desember 2020.
MeiraKaupa minningabók
Gunnar A. Þormar tannlæknir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1932. Hann lést 3. janúar 2021. Útför Gunnars fór fram 14. janúar 2021.
MeiraKaupa minningabók
Helgi Jóhann Kristjánsson fæddist í Reykjavík þann 19. október 1954. Hann lést á heimili sínu 30. desember 2020. Foreldrar Helga voru Kristján Sveinn Kristjánsson, fæddur 31. júlí 1924 en dáinn 15. október 2001, og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir, fædd 19.
MeiraKaupa minningabók
Ingimar Ágúst Guðmarsson fæddist 31. mars 1980 í Vestmannaeyjum. Hann lést af slysförum 6. janúar 2021. Foreldrar Ingimars eru Ragnhildur Ragnarsdóttir, f. 21. september 1954, og Guðmar W. Stefánsson, f. 8. október 1952.
MeiraKaupa minningabók
Ingvar Már Guðjónsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1993. Hann lést 25. desember 2020. Foreldrar hans eru Ásta Björk Arnardóttir frá Hafnarfirði og Guðjón Benediksson frá Miðskeri í Nesjum. Ingvar Már var annað barn þeirra.
MeiraKaupa minningabók
Ragna Ágústdóttir fæddist 26. febrúar 1925 á Hofi í Vatnsdal. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. desember 2020. Foreldar hennar voru Ágúst B. Jónsson, f. 9. júní 1892, d. 28.
MeiraKaupa minningabók
Valdimar Sigurður Gunnarsson fæddist 31. júlí 1931. Hann lést 19. desember 2020. Útför hans fór fram 29. desember 2020. Jóhanna Sæmundsdóttir, ávallt kölluð Nanna, fæddist 23. september 1928. Hún lést 12. júní 2017. Útför hennar fór fram 30. júní 2017.
MeiraKaupa minningabók
Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, telur að nýjustu aðgerðir stjórnenda Norwegian Air Shuttle til bjargar flugfélaginu skapi tækifæri fyrir Icelandair. Á fimmtudag var greint frá því að norska lággjaldaflugfélagið myndi hætta flugi milli Ameríku og Evrópu og beina í auknum mæli sjónum sínum að styttri flugleiðum innan Noregs, milli ríkja Norðurlanda og innan Evrópu.
Meira
Sparisjóður Strandamanna og Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafa komist að samkomulagi um að sjóðurinn greiði 2,5 milljónir króna í sekt vegna brota gegn ákvæðum laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Meira
Komnar eru um 140 hugmyndir úr Breiðholtinu í leit Reykjavíkurborgar að verkefnum úrbótum og framkvæmdum sem bætt geta aðstöðu og lífsgæði íbúa. Hugmyndasöfnunin Hverfið mitt 2020 er nú haldin 9. árið í röð og alls hafa 55.
Meira
Í gær, föstudag, var undirritaður samstarfssamningur milli Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og Borgarholtsskóla, Fjölbrautaskólans við Ármúla, Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Tækniskólans hins vegar.
Meira
Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári . Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.
Meira
Frelsi! Íþróttastarf er að færast í eðlilegt horf. Afreksfólk til alls líklegt og æ fleiri á hlaupum. Geð batnar og gleði eykst, segir Freyr Ólafsson.
Meira
Ólína Jónsdóttir , fyrrverandi aðstoðarskólastjóri, á 90 ára afmæli á morgun, 17. janúar. Hún fæddist á Granastöðum í Útkinn í Þingeyjarsveit og lauk kennaraprófi 1951.
Meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir er fædd 16. janúar 1991 á Landspítalanum í Reykjavík. „Ég ólst upp í Austurbænum, 101 og síðan í Vesturbænum 101. Ég hef því alltaf búið í 101. Mig langaði að verða leikkona strax sem barn,“ segir Blær aðspurð.
Meira
Erling Edwald fæddist 16. janúar 1921 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður, og Sigrún Edwald (f. Aspelund). Erling varð stúdent frá MA 1940 og lauk lyfjafræðinámi, cand.pharm., í Kaupmannahöfn 1947.
Meira
40 ára Guðrún er Akureyringur en býr í Kópavogi. Hún er bókmenntafræðingur að mennt og ritstjóri hjá netöryggisfyrirtækinu AwareGO. Maki : Birna Kristjánsdóttir, f. 1986, viðskiptafræðingur og sölustjóri hjá Ísorku. Börn : Margrét Hrönn, f.
Meira
Hamfaramyndir veita oft góða afþreyingu. Þrátt fyrir augljósar neikvæðar tilfinningar sem heimsendir kann að hafa í för með sér geta slíkar kvikmyndir boðið upp á góð handrit, fallega sviðsetningu, sannfærandi og vel leiknar persónur.
Meira
Anna Lóa er með Hamingjuhornið alla mánudaga í morgunþættinum Ísland vaknar. Þar ræðir hún við þau Ásgeir Pál, Jón Axel og Kristínu Sif um hina ýmsu hluti sem hægt er að gera til þess að efla hamingjuna.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Leikfang þetta lítið er. Lítið bein á fæti þér. Heybaggi, sem hestur ber. Horsk sú kona þykir mér.
Meira
50 ára Sigurður er Reykvíkingur, ólst upp í Gerðunum en býr á Háaleitisbraut. Hann er húsasmiður að mennt og er sjálfstætt starfandi. Áhugamálin eru motocross, vélsleðar og kajak. Maki : Sigrún Inga Birgisdóttir, f. 1974, heilari og hómópati.
Meira
Ég hef verið aðlesa bók Guðmundar G. Þórarinssonar um einvígi Fischers og Spasskís sem Guðmundur kallar Einvígi allra tíma . Hann skýrir nafngiftina með því að benda á að þær aðstæður sem þá voru fyrir hendi munu aldrei koma aftur.
Meira
HM í handbolta Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Dagur Sigurðsson var nálægt því að ná í ótrúlegan sigur með lærisveinum sínum í japanska landsliðinu er það mætti Króatíu á HM í handbolta í Egyptalandi í gær.
Meira
Kvennalandslið Íslands í körfuknattleik fer til Slóveníu í lok janúar og mætir þar Grikklandi og Slóveníu í undankeppni Evrópumótsins dagana 4. og 6. febrúar.
Meira
Körfuboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Grannarnir í Keflavík og Grindavík eru með tvo sigra úr tveimur leikjum í Dominos-deild karla í körfubolta eftir sannfærandi heimasigra í gærkvöldi.
Meira
Frakkland Lyon – Reims 3:0 • Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður á 75. mínútu hjá Lyon. París SG – Bordeaux 1:0 • Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í leikmannahópi Bordeaux.
Meira
KA/Þór varð fyrir miklu áfalli þegar í ljós kom að Martha Hermannsdóttir verður ekki meira með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla á hæl. Greint var frá þessu í Seinni bylgjunni á Stöð 2 í gærkvöldi.
Meira
HM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Handknattleikskappinn Ýmir Örn Gíslason var duglegur að slást við bræður sína á yngri árum og vílar því ekki fyrir sér að taka fast á mönnum á línunni á HM í Egyptalandi.
Meira
Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Alsírbúar, andstæðingar Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í kvöld, eru ein rótgrónasta Afríkuþjóðin í handboltanum og var lengi vel sú sigursælasta.
Meira
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, reiknar með að vera frá keppni í sex vikur eftir að hafa slitið og rifið liðbönd í ökkla í leik með Andorra gegn Unics Kazan, sínu gamla félagi frá Rússlandi, í Evrópubikarnum í vikunni.
Meira
Wayne Rooney, einn fremsti knattspyrnumaður Englendinga á þessari öld, tilkynnti í gær að hann hefði lagt skóna á hilluna. Um leið var hann kynntur til leiks sem knattspyrnustjóri Derby til sumarsins 2023.
Meira
Það var svo innilega ánægjulegt að sjá úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik fara af stað á nýjan leik í vikunni sem er að líða. Konurnar riðu á vaðið á miðvikudaginn og karlarnir fóru svo af stað á fimmtudaginn.
Meira
Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur mannvistfræðings. Hún vill bjóða fólki nýja valkosti við lífslok. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
„Sjónvarp ryður sjer mjög til rúms erlendis og þykir að sjálfsögðu hin besta skemmtun.“ Þetta sagði Víkverji í Morgunblaðinu í óspurðum fréttum á þessum degi fyrir sjötíu árum, 17. janúar 1951.
Meira
Helgi Tómasson er goðsögn í lifanda lífi; einn af sonum Íslands. Hann hefur stjórnað San Francisco-dansflokknum hátt í fjörutíu ár en hefur nú tilkynnt afsögn sína árið 2022. En Helgi mun ekki sitja auðum höndum og ýmislegt er á dagskrá.
Meira
Eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins var svokallaður „bumbubolti“ leyfður á ný á Íslandi í vikunni. Karlar og konur þustu þá út á völlinn í stórum stíl – eins og kýr að vori. Ryðguð og úthaldslítil en alsæl. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Amma Ísabellu Rósar Ingimundardóttur kenndi henni fyrst að prjóna þegar hún var lítil stelpa. Síðan þá hefur handavinna verið eitt af aðaláhugamálum Ísabellu og í dag er hún farin að hanna sínar eigin uppskriftir. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is
Meira
Vatnslitamynd af Guðlaugu Þorsteinsdóttur, þá ellefu ára, að tefla við argentínska stórmeistarann Miguel Najdorf í Reykjavík árið 1972 er nú til sölu á uppboðsvefnum eBay.
Meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur staðið í ströngu undanfarin ár. Aukinnar spennu hefur gætt í alþjóðasamfélaginu og heimsfaraldurinn hefur ekki síður reynt á utanríkisráðuneytið en önnur stjórnvöld.
Meira
Feður leita í ofboði að horfnum dætrum sínum í sjónvarpi um þessar mundir; bæði í bresku þáttunum Save Me Too og dönsku þáttunum DNA. Eru þær látnar eða í klóm misindismanna? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Þrjátíudalastapi heitir þessi háai stakstæði klettur. Nafnið er fengið úr alþekktu bókmenntalegu stefi; að á toppnum mætti finna 30 ríkisdali, sá sem klifi klettinn mætti eiga þá. Slíkt var svo gert og þar var þá auðvitað ekki grænn eyrir.
Meira
Hann fussaði og sveiaði og sagðist ekki hafa heyrt aðra eins vitleysu; kaffi væri bara alveg hollt í hófi og ég ætti barasta að drífa mig inn í eldhús og skella í mig einum bolla.
Meira
Gleði Julia Quinn, höfundur Bridgerton-ástarsagnanna, kveðst hafa misst andann svo lengi þegar hún frétti að stórleikkonan Julie Andrews myndi ljá lafði Whistledown rödd sína í sjónvarpsþáttunum eftir bókaflokknum, að með réttu hefði átt að úrskurða...
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 17.
Meira
Veikindi Ástralska leikkonan Nicole Kidman viðurkennir að það hafi tekið verulega á, bæði andlega og líkamlega, að leika í spennuþáttunum The Undoing, sem Stöð 2 sýndi fyrir skemmstu. Þar leikur hún eiginkonu manns sem grunaður er um morð.
Meira
Pönk Enski leikstjórinn Danny Boyle hyggst gera leikna sjónvarpsseríu í sex hlutum um pönkbandið goðsagnakennda Sex Pistols. Þættirnir munu kallast Pistol og byggjast á endurminningum Steve Jones gítarleikara, Lonely Boy, sem komu út 2018.
Meira
Hjón sem ég þekki voru orðin svo þreytt í október, í miðri annarri eða þriðju bylgjunni, að þau ákváðu bara að halda jól. Skreyttu heimilið, fóru í sparifötin, elduðu jólamatinn og skiptust á gjöfum.
Meira
Er ekki gott að fá að opna aftur? Það er yndislegt og þvílíkur léttir. Það hefur verið lokað hér í sex mánuði í heildina. Hvernig munuð þið hátta málum? Við munum fara eftir reglunum í einu og öllu.
Meira
Tröll Synd væri að segja að Chris gamli Holmes, sem frægastur er fyrir að hafa verið gítarleikari W.A.S.P. á gullaldarárum málmbandsins glysgjarna, hafi verið áberandi í tónheimum hin síðari ár og misseri.
Meira
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.