Marc A. Thiessen, pistlahöfundur The Washington Post, skrifaði um árás á þinghús í pistli sínum á dögunum. Pistillinn fjallaði þó ekki um nýlega árás á þinghúsið í Washington, heldur árás á þinghúsið í Madison í Wisconsin fyrir áratug. Thiessen, sem skrifaði bók um árásina í Madison, segir frá því að þúsundir mótmælenda hafi troðist inn um dyrnar og inn í þinghúsið þar, skriðið inn um glugga og þvælst ógnandi um húsið, rétt eins og gerðist í Washington fyrir skömmu.
Meira