Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tónlistarmanninum og textahöfundinum Ólafi Þórarinssyni, sem er betur þekktur sem Labbi í Mánum, fellur aldrei verk úr hendi og um þessar mundir er hann að slípa til lag og texta sem hann gerði fyrir Hestamannafélagið Sleipni á Selfossi fyrir nokkrum árum. „Ég er orðinn ellibelgur og sestur í helgan stein, en er samt alla daga í stúdíóinu okkar Bassa, sonar míns, hérna í Hveragerði, tek mikið að mér að útsetja og semja fyrir aðra.“
Meira