Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar fyrst var tilkynnt um samkomutakmarkanir snemma á liðnu ári greindi Anna Kristín Kristjánsdóttir frá því á Facebook að hún ætlaði að skrifa stutta frásögn úr ævi sinni á hverjum degi í 30 daga. Hún stóð við það og þó ekki hafi staðið til að gefa efnið út í bók lét hún undan þrýstingi og sendi bókina Bernskuminningar úr sjávarþorpi og sveit frá sér í haust með aðstoð eiginmannsins, Hjálmtýs Heiðdals, sem sá um útgáfuna, umbrot, myndir og fleira.
Meira