Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ekkert jafnast á við að tefla, að mati Dóru Steindórsdóttur frá Hlíðardal í Vestmannaeyjum, og til stendur að koma á móti innan tíðar. „Fjórir dóttursynir mínir tefla og við ætlum að halda fámennt heimilisskákmót.“ Dóra er ekkja á 87. ári og býr ein í Garðabæ. „Skák hefur verið áhugamál mitt frá 10 ára aldri,“ segir hún. „Ég skil ekki þennan áhuga,“ heldur hún áfram og segist aldrei hafa fundið fyrir utanaðkomandi þrýstingi í þessa veru. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að tefla, en samt hef ég lítið getað teflt!“
Meira