Greinar laugardaginn 23. janúar 2021

Fréttir

23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

32 milljarðar úr landi á fimm árum

Ómar Friðriksson Andrés Magnússon Ætla má að 7,8 milljarðar króna af heildargreiðslum Íslendinga vegna auglýsingakaupa árið 2019 hafi runnið til erlendra miðla, að líkindum ríflega 90% til netrisanna Facebook og Google. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Aðstaða á bráðadeild verði bætt

„Geðrænn vandi er grunnástæða komu hjá nokkrum einstaklingum á bráðamóttökuna á hverjum degi,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hann hélt í gær erindi á Læknadögum um alvarlegan geðvanda á bráðamóttökunni. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 564 orð | 3 myndir

„Hvers konar fáviti fer í svona viljandi?“

Ragnhildur Þrastardóttir Andrés Magnússon „Það furðulega er að mér finnst þær svolítið líkar gömlu höndunum mínum,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem hlakkar til þess að fá aukið sjálfstæði með auknum mætti í handleggjum sem græddir voru á hann í síðustu viku. Hann segist ætla að sjá vel um handleggina. Meira
23. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Biden ræðst gegn hungri

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað aukningu á bótum hins opinbera til handa bandarískum þegnum sem hafa margir hverjir vart átt til hnífs og skeiðar vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Bylting á sviði hljóðvinnslu

Í Melahvarfi í Kópavogi er risið fyrsta hljóðverið á Íslandi sem er með Dolby Atmos-vottun. Eigandi þess, Gunnar Árnason í Upptekið, segir ófá handtökin að baki en um sé að ræða byltingu á sviði hljóðvinnslu hér á landi. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Erfitt ár 2020 er að baki

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) segir að árið 2020 hafi verið þungt, ekki síst vegna Covid-19. SHS fékk 34.240 boðanir vegna sjúkraflutninga árið 2020, þar af 2.327 vegna Covid-19, samanborið við 33.356 boðanir árið 2019. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Fékk loks hendurnar sem ég beið eftir

Guðmundi Felix Grétarssyni heilsast vel eftir ágræðslu tveggja handleggja á hann í liðinni viku, en hann sendi frá sér ávarp í gær, þar sem hann sagði að án íslensku þjóðarinnar „hefði þetta ekki verið hægt“. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 394 orð | 1 mynd

Fimm með virkt smit á Landspítala

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er miður að fólk sé svo veikt að það þurfi innlögn hjá okkur. Skilaboðin eru klárlega að þetta er ekki búið,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Fólki á 51. ári verði boðin speglun

Skimunarráð lagði til að tillögur fagráða yrðu lagðar til grundvallar við skipulag skimunar fyrir krabbameini í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 658 orð | 1 mynd

Harmar að óunninn fiskur fari úr landi

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Það er slæmt að horfa upp á að mikið magn af óunnum fiski fari úr landi í gámum, segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda og framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 591 orð | 3 myndir

Hvar er brýnast að grafa veggöng?

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þrýstingur á ríkisvaldið að bora jarðgöng víða um land hefur aukist að undanförnu vegna einangrunar staða vegna ófærðar, snjóflóða og skriðufalla. Það á til dæmis við um Fjarðarheiðargöng sem þegar eru í forgangi, Siglufjarðargöng og Súðavíkurgöng. Þá hafa vaxið kröfur um göng undir fjallvegina um Hálfdán og Mikladal á Vestfjörðum. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 82 orð

Hækka loðnuráðgjöf eftir tveggja ára brest

Hafrannsóknastofnun hefur hækkað ráðgjöf sína í loðnuveiðum úr 21.800 tonnum í rúm 54 þúsund tonn. Um fimmtán þúsund tonn koma væntanlega í hlut Íslendinga, en miðað við fyrri ráðgjöf hefði allur afli komið í hlut erlendra skipa samkvæmt samningum. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 163 orð

Hætta á snjóflóðum fyrir norðan og vestan

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Nokkur minni snjóflóð hafa fallið, einkum í Skutulsfirði en einnig í Súgandafirði, þótt ekkert þeirra hafi verið ofan byggðar og ekkert náð niður á veg. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Lexus UX 300e í Kauptúni í dag

Fyrsti rafbíllinn frá Lexus, UX 300e , verður frumsýndur hjá Lexus í Kauptúni, Garðabæ, í dag milli kl 12-16. Lexus UX 300e er með 54 kílóvattstunda rafhlöðu og dregur rúmlega 300 km á hleðslu. Meira
23. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Macron kvartar undan gagnrýni

Emmanuel Macron Frakklandsforseti bar sig aumlega í gær vegna gagnrýni á hann og stjórn hans fyrir hvernig haldið hefur verið á málum í kórónuveirukreppunni. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 267 orð | 2 myndir

Margir vilja í Skarðshlíðina

Mikil eftirspurn er eftir lóðum á nýbyggingarsvæðum í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði. Á síðasta ári var úthlutað 24 lóðum undir 38 íbúðir í Skarðshlíðarhverfi og í 1. áfanga í Hamranesi, alls fjölbýlishúsalóðum fyrir alls 296 íbúðir. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 407 orð | 3 myndir

Minnst átta bæjarfélög eru „veirufrí“

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi höldum við þessu svona, 7, 9, 13,“ segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 1089 orð | 3 myndir

Netrisarnir með sífellt meiri hlut

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sífellt stærri hlutur af því fé sem varið er hér á landi til birtingar auglýsinga rennur til erlendra aðila og virðist verulegur hluti greiðslna sem fara í kaup á auglýsingarými í erlendum miðlum renna til netrisanna Facebook og Google. Meira
23. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 130 orð

Nissan eykur bílsmíði í Sunderland

Japanski bílsmiðurinn Nissan ætlar að halda áfram bílsmíði í Bretlandi og jafnvel auka hana. Viðskiptasamningur Breta og Evrópusambandsins tryggir tilvist bílsmiðjunnar í Sunderland til langframa, að sögn BBC. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 704 orð | 3 myndir

Nyt kúnna jókst í nýja fjósinu

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við erum með nýlegt fjós. Framleiðslan jókst hratt eftir að við fluttum í það. Þegar aðstaðan batnar verða kýrnar heilbrigðari,“ segir Guðrún Marinósdóttir, bóndi á Búrfelli í Svarfaðardal. Kúabú þeirra hjóna, hennar og Gunnars Þórs Þórissonar, var með mestu meðalafurðir allra kúabúa landsins á síðasta ári. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Nýtt gólf og ný lýsing í Laugardalshöll í sumar

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út framkvæmdir vegna endurnýjunar á lýsingu og gólfefni í sal Laugardalshallarinnar. Meira
23. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Ólympíuleikar á bak við luktar dyr

Verið getur að Ólympíuleikarnir í Tókýó, sem frestað var um eitt ár í fyrra vegna kórónuveirunnar, þurfi að fara fram á bak við luktar dyr eigi þeir að eiga sér stað í ár. Þetta segir Sebastian Coe, formaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Rarik fer í Larsenstræti

Forstjóri RARIK og yfirmenn fyrirtækisins á Suðurlandi tóku í gær fyrstu skóflustungurnar að byggingu nýrrar svæðisskrifstofu RARIK á Suðurlandi í Larsenstræti 4, sem er austast í Selfossbæ. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Ríkið fækkar einkaskrifstofum

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR) hefur gefið út stefnuskjal með áherslum og viðmiðum fyrir húsnæðismál stofnana ríkisins. Verkefni þeirra og stjórnunarhættir hafi breyst verulega síðastliðinn áratug og í síauknum mæli sé kallað eftir fjölbreyttari vinnurýmum og auknum sveigjanleika starfsaðstöðu. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 392 orð | 3 myndir

Saman fyrir Seyðisfjörð

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Rafræn listahátíð til styrktar íbúum á Seyðisfirði verður aðgengileg og öllum opin í næstu viku, 25.-31. janúar (samanfyrirseydisfjord.info). Hópurinn Saman fyrir Seyðisfjörð (SFS), Rauði krossinn og fjöldi listamanna standa að átakinu og gefa vinnu sína, en styrkja má framtakið með því að senda sms-skilaboðin „HJALP“ í númerið 1900 til að gefa 2.900 krónur eða með því að fara á slóð Rauða krossins (gefa.raudikrossinn.is/9544) til að millifæra upphæð að eigin vali. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Semja um að sameina heildsölurekstur

Samkomulag hefur náðst milli hluthafa ÍSAM ehf. annars vegar og hluthafa Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf. hins vegar um að sameina heildsölurekstur fyrirtækjanna í nýju félagi. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Sex sækja um forstjórastöðu

Sex umsóknir bárust um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var 19. desember, en umsóknarfrestur rann út 19. janúar. Meðal umsækjenda eru forstjóri Hafrannsóknastofnunar, tveir sviðsstjórar hjá stofnuninni og einn fyrrverandi sviðsstjóri. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Séra Jónína verður sóknarprestur við Hafnarfjarðarkirkju

Kjörnefnd kaus nú í vikunni sr. Jónínu Ólafsdóttur, prest á Akranesi, til að starfa sem sóknarprestur í Hafnarfjarðarprestakalli. Starfandi biskup Íslands, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, hefur staðfest ráðningu hennar. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 610 orð | 2 myndir

Stofur breyttust í sundlaugar

Viðar Guðjónsson Guðni Einarsson Jóhann Ólafsson „Jarðhæðin á Háskólatorgi verður ekki nothæf næstu mánuði,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, vegna vatnstjónsins sem varð í skólanum á fimmtudag. Hann segir mikla vinnu fram undan við að gera þá staði klára sem fóru verst út úr vatnstjóninu. Meira
23. janúar 2021 | Erlendar fréttir | 312 orð

Tvídýfukreppa virðist „óhjákvæmileg“

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Þverrandi slagkraftur atvinnu- og viðskiptalífs á evrusvæðinu í janúar boðar nær örugglega nýja efnahagskreppu meðan kórónuveiran heldur áfram að skaðberja hagkerfin, segir rannsóknarstofnunin IHS Marlit. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Tvö hundruð fengu bólusetningu heima hjá sér

Tvö hundruð af skjólstæðingum heimahjúkrunar í Reykjavík hafa fengið heimsókn hjúkrunarfræðings síðustu daga, sem hefur haft góðan glaðning með í för – bóluefni við Covid-19. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 624 orð | 1 mynd

Um 15 þúsund tonn til íslenskra skipa

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær nýja ráðgjöf í loðnuveiðum í vetur. Ráðgjöfin hefur verið hækkuð úr 21.800 tonnum í rúm 54 þúsund tonn. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Veiðiréttur í Ytri-Rangá boðinn út

Eitt umfangsmesta laxveiðisvæði landsins, Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár, er á leið í útboð. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Vel tekið á því í Múlakaffi

Unnendur hins rammíslenska þorramatar geta nú tekið gleði sína. Með bóndadegi í gær gekk þorrinn í garð en kórónuveirufaraldurinn kemur þó í veg fyrir fjöldasamkomur á þorrablótum. Meira
23. janúar 2021 | Innlendar fréttir | 550 orð | 2 myndir

Þorrablót, rakavandamál og körfubolti

Úr bæjarlífinu Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi B59 hótel hefur sýnt og sannað ágæti sitt þar sem fólki þykir gott að koma þangað um helgar og slaka á í breyttu umhverfi með aðgangi að spa og fá góðan dinner um kvöldið. Meira

Ritstjórnargreinar

23. janúar 2021 | Leiðarar | 178 orð

Skjótur dauðdagi

Hjá meirihlutanum í borginni ræður ekki inntak tillagna heldur hver leggur þær fram Meira
23. janúar 2021 | Reykjavíkurbréf | 2268 orð | 1 mynd

Smjaður endist illa. Ritskoðunarkröfur verr

Þorrinn er mættur. Á Vísindavefnum er fróðleikur um hann eins og svo margt annað. Árni Björnsson og Guðrún Kvaran og margir fleiri eru hafsjór um dagana og hvernig þeir og Íslendingar hafa fylgst að frá upphafi landnáms og reyndar átt samleið á öldunum þar á undan. Meira
23. janúar 2021 | Leiðarar | 343 orð

Tengslin við Grænland

Með því að fylgja eftir tillögum nýrrar skýrslu má gerbreyta tengslunum við næsta nágranna Íslands Meira
23. janúar 2021 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Tímasetningapólitík

Fólk hefur misgott tímaskyn og tímasetningar eru iðulega til umræðu í stjórnmálum og ráða gjarnan stórum ákvörðunum. Eitt af því sem tímaskyn hluta stjórnmálamanna, gjarnan af vinstri vængnum en ekki eingöngu, kemur yfirleitt í veg fyrir að verði að veruleika eru skattalækkanir. Rétti tíminn fyrir skattalækkanir er nánast aldrei núna. Meira

Menning

23. janúar 2021 | Menningarlíf | 1202 orð | 5 myndir

Alltaf mikill söngur í Birtingaholti

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl. Meira
23. janúar 2021 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Fjör, fróðleikur og djass í Salnum

Jazz hrekkur er yfirskrift tónleikadagskrár sem boðið verður upp á í dag kl. 13 í Salnum í Kópavogi. Meira
23. janúar 2021 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Geirþrúður leikur þrjár einleikssvítur eftir Bach í Hannesarholti

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari leikur þrjár einleikssvítur eftir Johann Sebastian Bach í Hljóðbergi í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Meira
23. janúar 2021 | Fjölmiðlar | 196 orð | 1 mynd

Guðmundur nennir þessu ekki lengur!

Ég verð að viðurkenna að ég hlusta ekki oft á beinar útvarpslýsingar frá landsleikjum í handbolta; reyni frekar að sjá leikina í sjónvarpinu. Hef raunar staðið mig að því að blóta þessum lýsingum taki þær frá mér góða tónlistarþætti. Meira
23. janúar 2021 | Tónlist | 585 orð | 3 myndir

Höfuð, herðar og tær

Eitt allra eftirtektarverðasta verkið úr heimi raftónlistarinnar á síðasta ári var breiðskífan First Contact með listamanninum Volruptus. Spáum aðeins og spekúlerum í kauða. Meira
23. janúar 2021 | Leiklist | 704 orð | 2 myndir

Ímyndunaraflið fer á flug

Eftir Agnesi Wild og leikhópinn. Leikstjórn: Agnes Wild. Leikmynda-, brúðu- og búningahönnun: Eva Björg Harðardóttir. Tónlist, hljóðmynd og tónlistarflutningur: Sigrún Harðardóttir. Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson. Meira
23. janúar 2021 | Myndlist | 136 orð | 1 mynd

Kyntjáning og myndasögur

Myndasögunámskeið með yfirskriftinni Kyntjáning og myndasögur verður haldið í dag kl. 11 til 13 í Borgarbókasafninu í Grófinni. Meira
23. janúar 2021 | Myndlist | 218 orð | 1 mynd

Málþing til heiðurs Þóru Kristjánsdóttur

Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa í dag, laugardag, fyrir málþingi til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur listfræðingi. Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal safnsins á afmælisdegi Þóru, kl. 13 til 15. Meira
23. janúar 2021 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Með grímu við Fæðingu Venusar

Eftir margra mánaða lokun var hið einstaka Uffizi-listasafn í Flórens, með mörgum helstu dýrgripum ítölsku endurreisnarinnar, opnað gestum að nýju í vikunni. Meira
23. janúar 2021 | Myndlist | 810 orð | 4 myndir

Segja sögur með náttúrulegum efnivið

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Jarðsögur nefnist sýning þriggja listakvenna sem opnuð var í Galleríi Gróttu á Eiðistorgi á fimmtudag. Meira
23. janúar 2021 | Kvikmyndir | 69 orð | 1 mynd

Sjónvarpssería um Vigdísi forseta

Baldvin Z mun leikstýra fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Með titilhlutverkið fer Nína Dögg Filippusdóttir. Meira
23. janúar 2021 | Myndlist | 105 orð | 1 mynd

Sykrað morgunkorn í Harbinger

Einkasýning Petru Hjartardóttur, Sykrað morgunkorn / Sugar Cereal, verður opnuð í galleríinu Harbinger í dag kl. 14 en ekki verður þó um formlega opnun að ræða heldur verður opið til kl. 17 og listamaðurinn á staðnum. Meira

Umræðan

23. janúar 2021 | Velvakandi | 157 orð | 1 mynd

Blöðum flett

Blöðin halda velli, sama hvað, og það er áhugavert að greina þau um leið og þeim er flett. Hægast að taka Moggann, sem ég les daglega. Hann er þrautskipulagður og blaðhlutarnir vel merktir. Blaðamenn sjá um fréttir og viðtöl við og um menn og dýr. Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 393 orð | 1 mynd

Djúpstæð meinsemd

Eftir Kristin Jens Sigurþórsson: "...er með öðrum orðum fullyrt að biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hafi ekki farið að lögum og ekki ráðið við verkefni sín." Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 660 orð | 1 mynd

Draumur um þjóðgarð

Eftir Snorra Baldursson: "Stjórnarliðar reka flótta undan sáttmála um miðhálendisþjóðgarð" Meira
23. janúar 2021 | Pistlar | 409 orð | 1 mynd

Dýrmæt mjólkurkýr leidd á blóðvöllinn

Sala á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á ljóshraða mun ekki þjóna hagsmunum almennings. Þessi áform eru aðeins nýjasta dæmið um þá raunstefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að best sé að þjóðnýta tapið en einkavæða gróðann. Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Framboð og prófkjör 2021

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Ég er á góðum aldri. Ég er yngri en Bretadrottning og breski ríkisarfinn. Ég er yngri en forseti Bandaríkjanna. Þroskaðir þurfa sinn fulltrúa." Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Hálendisþjóðgarður, nei takk

Eftir Þorvarð Inga Þorbjörnsson: "Almannaréttur og ferðafrelsi fótum troðið." Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 532 orð | 1 mynd

Hvar er kirkjan?

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Þökk sé starfsfólki kirknanna fyrir að koma svo ljúflega inn í aðstæður með kærleika Guðs að vopni á svo hugmyndaríkan og lausnamiðaðan hátt." Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 676 orð | 1 mynd

Hækka í 2,20?

Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur: "Því er rétt að spyrja, hvað ætla stjórnvöld að gera; hækka rána í 2,20 eða einhenda sér í verkefnið með atvinnulífinu?" Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 448 orð | 2 myndir

Ólík áhrif

Eftir Sigurð Guðmundsson: "Samdrátturinn var mun meiri hjá sveitarfélögum en ríki en þau fyrrnefndu standa fyrir rúmum þriðjungi opinberrar fjárfestingar." Meira
23. janúar 2021 | Pistlar | 321 orð

Rakhnífur Occams

Þegar ég stundaði forðum heimspekinám var okkur kennt um „rakhníf Occams“. Vilhjálmur af Occam var enskur munkur af reglu heilags Frans frá Assisi, og var hann uppi frá 1285 til 1349. Meira
23. janúar 2021 | Pistlar | 467 orð | 2 myndir

Spennó í Gúttó

Stjörnustríð Gettu betur er hafið í sjónvarpi allra landsmanna, þar er hitað upp fyrir hina raunverulegu keppni með glensi og gömlum kempum. Í fyrsta þætti voru á dagskrá snjallar hraðaspurningar, sem hljómuðu hefðbundnar. Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 514 orð | 2 myndir

Stórsókn í nýsköpun, rannsóknum og þekkingargreinum

Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Willum Þór Þórsson: "Það eru uppi vonir um að hagvöxtur á heimsvísu muni taka verulega við sér." Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 827 orð | 1 mynd

Tækifæri til breytinga

Eftir Katrínu Jakobsdóttur: "Þær breytingar sem lagðar eru til svara ákalli samfélagsins um að stjórnarskráin verði ekki þögul um sum stærstu málefni samtímans, ekki síst þjóðareign á auðlindum og umhverfis- og náttúruvernd." Meira
23. janúar 2021 | Pistlar | 863 orð | 1 mynd

Valdaskipti í Washington

Bandaríkin eina aflið sem ræður við einræðisríkin. Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 696 orð | 2 myndir

Vingumst við náttúruna

Eftir Dóru Björt Guðjónsdóttur og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur: "Með yfirlýsingunni skuldbindur Reykjavíkurborg, ásamt öðrum borgum, sig til að setja aðgerðir í loftslagsmálum í forgang við alla ákvarðanatöku." Meira
23. janúar 2021 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Þingmenn axli ábyrgð

Eftir Sighvat Björgvinsson: "Hvaða öfl og/eða hvaða einstaklingar á löggjafarsamkomu þjóðarinnar bera ábyrgð á því, að sú afgreiðsla hefur dregist?" Meira

Minningargreinar

23. janúar 2021 | Minningargreinar | 743 orð | 1 mynd

Anna Kristín Elísdóttir

Anna Kristín Elísdóttir fæddist í Laxárdal í Hrútafirði 17. september 1937. Hún andaðist 28. desember 2020 á Hrafnistu Laugarási. Foreldrar hennar voru Guðrún Benónýsdóttir, f. 2.2. 1899, d. 5.12. 1984 og Elís Bergur Þorsteinsson, f. 25.2. 1894, d.... Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2021 | Minningargreinar | 1944 orð | 1 mynd

Ásdís Erna Guðmundsdóttir

Ásdís Erna Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1954 en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún lést á heimili sínu þann 9. janúar 2021. Ásdís var líffræðileg dóttir Guðmundar Péturssonar, f. 13. nóv. 1931, d. 20. des. 2017, og Eyglóar Jónsdóttur, f.... Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2021 | Minningargreinar | 1004 orð | 1 mynd

Gunnar Breiðfjörð Kristjánsson

Gunnar Breiðfjörð Kristjánsson fæddist í Selárdal í Hörðudalshreppi 17. júní 1939. Hann lést á Landspítalanum þann 12. janúar 2021. Foreldrar hans voru Kristján Einar Guðmundsson frá Dunkárbakka, f. 4.10. 1904, d. 23.11. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2021 | Minningargreinar | 579 orð | 1 mynd

Hrefna Bjarnadóttir

Hrefna Bjarnadóttir fæddist 30. október 1964 á Ísafirði. Hún andaðist 31. desember 2020 á Akureyri. Útför Hrefnu fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2021 | Minningargreinar | 3232 orð | 1 mynd

Inga Ólafsdóttir

Inga Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1932. Hún lést á Vífilsstöðum 1. janúar. Foreldrar hennar voru Ólafur Þorkelsson, sjómaður og vörubílstjóri frá Bíldudal, fæddur 30. mars 1897, látinn 25. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2021 | Minningargreinar | 770 orð | 1 mynd

Oddný Sveinsdóttir

Oddný Sveinsdóttir fæddist 20. júlí 1920. Hún lést 25. desember 2020. Oddný var fædd á Gilsárstekk í Breiðdal í Suður-Múlasýslu, elst af fimm dætrum Sveins Guðbrandssonar, f. 1896, d. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2021 | Minningargreinar | 201 orð | 1 mynd

Þóranna Bjarnadóttir

Þóranna Bjarnadóttir (Tóta) fæddist 15. september 1955. Hún lést 12. janúar 2021. Útför fór fram 22. janúar 2021. Mistök voru gerð við vinnslu greina sem birtust í blaðinu í gær, 22. janúar, og endurbirtum við þær hér á eftir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira  Kaupa minningabók
23. janúar 2021 | Minningargreinar | 2674 orð | 1 mynd

Þórður Haukur Ásgeirsson

Þórður Haukur Ásgeirsson fæddist á Ólafsfirði 6. desember 1953. Hann andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans 10. janúar 2021. Foreldrar hans eru Ásgeir Hólm Jónsson, f. 4. mars 1933, d. 14. apríl 2011, og Guðrún Elín Hartmannsdóttir, f. 10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 229 orð

Aldrei minni vanskil

Vanskil einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi hafa aldrei verið minni en á árinu 2020. Þetta sýna nýjustu tölur úr vanskilaskrá Creditinfo. Meira
23. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 215 orð | 1 mynd

Diplóma sjúkraliða

Á nýrri námsbraut við Háskólann á Akureyri sem verið er að setja á laggirnar býðst fagnám á háskólastigi til diplómaprófs fyrir útskrifaða og starfandi sjúkraliða. Fyrsta sérhæfing brautarinnar er á sviði öldrunar- og heimahjúkrunar. Meira
23. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Kampi á Ísafirði fær greiðslustöðvun

Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði hefur fengið greiðslustöðvun til næstu þriggja vikna, en frá þessu var greint á vestfirska fréttavefnum bb.is í gær. Meira
23. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 697 orð | 2 myndir

Töpuðu 250 milljónum

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðmundur Ágúst Pétursson, forstjóri Reebok Fitness, telur það munu taka eitt til tvö ár að ná upp fyrri aðsókn í kjölfar mikils samdráttar í kórónuveirufaraldrinum. Meira
23. janúar 2021 | Viðskiptafréttir | 263 orð | 1 mynd

Útlánamet hjá bönkunum

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ný útlán viðskiptabankanna til heimila þar sem veðandlag er íbúðarhúsnæði námu tæpum 306 milljörðum króna á nýliðnu ári. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. Meira

Daglegt líf

23. janúar 2021 | Daglegt líf | 457 orð | 3 myndir

Galdurinn að fólk upplifi sig statt í partíinu

Tónninn gefinn og talið í. Helgi áfram í Sjónvarpi Símans. Á dagskrá í kvöld. Sungið og leikið og landinn tekur undir. Þór Freysson stjórnar útsendingu og segir meginmálið að skapa rétt andrúm í myndveri. Meira
23. janúar 2021 | Daglegt líf | 246 orð | 1 mynd

Krabbameinið snertir marga

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, hleypti í vikunni af stokkunum vitundarvakningu og fjáröflunarherferð sem stendur til 4. febrúar. Meira

Fastir þættir

23. janúar 2021 | Fastir þættir | 172 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. De2 c5 3. g3 Rc6 4. c3 e5 5. Bg2 Rf6 6. Rf3 Be7 7. 0-0 0-0...

1. e4 e6 2. De2 c5 3. g3 Rc6 4. c3 e5 5. Bg2 Rf6 6. Rf3 Be7 7. 0-0 0-0 8. Ra3 b6 9. d4 cxd4 10. cxd4 exd4 11. e5 Rd5 12. Hd1 Rdb4 13. Rxd4 Rxd4 14. Hxd4 Hb8 15. Bf4 Bc5 16. Hd2 Ba6 17. Dg4 He8 18. Had1 Bc8 19. e6 d6 20. exf7+ Kxf7 21. Bd5+ Rxd5 22. Meira
23. janúar 2021 | Árnað heilla | 72 orð | 1 mynd

Aðalheiður Kristín Þórarinsdóttir

60 ára Aðalheiður er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og býr þar. Hún er sjúkraþjálfari og stjórnsýslufræðingur að mennt frá HÍ og vinnur við heimasjúkraþjálfun. Maki : Árni Oddsson, f. 1960, slökkviliðsmaður. Synir : Magnús, f. 1994, Þórarinn, f. Meira
23. janúar 2021 | Í dag | 268 orð | 1 mynd

ÁSKIRKJA | Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný sunnudaginn 24. janúar...

ÁSKIRKJA | Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný sunnudaginn 24. janúar 2021. Athugið breyttan tíma, því nú tökum við daginn snemma og verðum framvegis kl. 9.30. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni leiðir samverustundina. Meira
23. janúar 2021 | Árnað heilla | 149 orð | 1 mynd

Bergur Thorberg

Bergur Thorberg fæddist 23. janúar 1829 á Hvanneyri í Siglufirði. Foreldrar hans voru hjónin séra Ólafur Hjaltason Thorberg og Guðfinna Bergsdóttir. Bergur lauk stúdentsprófi árið 1851 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla árið 1857. Meira
23. janúar 2021 | Árnað heilla | 696 orð | 4 myndir

Gefandi að hafa átt þátt í þróun ræktunar í gróðurhúsum

Hjalti Garðar Lúðvíksson fæddist 23. janúar 1951 í Reykjavík. Hann ólst upp í Miðstræti 4 og frá 13 ára aldri í Stóragerði. „Afi og amma áttu líka heima í Miðstræti 4 og æskuslóðirnar voru Tjörnin, hallargarðurinn, höfnin, flugvöllurinn. Meira
23. janúar 2021 | Árnað heilla | 68 orð | 1 mynd

Hulda Proppé

50 ára Hulda er Hafnfirðingur en býr í Reykjavík. Hún er mannfræðingur að mennt, með BA- og MA-gráðu frá HÍ og stundaði einnig nám í mannfræði við Cambridge-háskóla. Hulda er rannsóknastjóri á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Synir : Ævar Uggason, f. Meira
23. janúar 2021 | Fastir þættir | 174 orð

Liðsauki. V-NS Norður &spade;8642 &heart;D6 ⋄G98743 &klubs;4 Vestur...

Liðsauki. V-NS Norður &spade;8642 &heart;D6 ⋄G98743 &klubs;4 Vestur Austur &spade;KG5 &spade;3 &heart;7532 &heart;K10984 ⋄Á52 ⋄D106 &klubs;K63 &klubs;G987 Suður &spade;ÁD1097 &heart;ÁG ⋄K &klubs;ÁD1052 Suður spilar 5&spade; doblaða. Meira
23. janúar 2021 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Margar konur upplifa skert lífsgæði á breytingaskeiðinu

Kristín Steindórsdóttir næringarþerapisti mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þau Ásgeir Pál, Kristínu Sif og Jón Axel um breytingaskeið kvenna og náttúrulyfið Femarelle sem hjálpar konum að slá á einkenni þess. Meira
23. janúar 2021 | Í dag | 56 orð

Málið

Að vera við sama heygarðshornið , sem þýðir að klifa stöðugt á því sama; vera samur við sig; hafa óbreytta afstöðu, er ekki alveg hlutlaust. Meira
23. janúar 2021 | Fastir þættir | 551 orð | 4 myndir

Skákþing Reykjavíkur með hefðbundnu sniði

Hjörvar Steinn Grétarsson og Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson hljóta að teljast sigurstranglegustu keppendurnir á Skákþingi Reykjavíkur sem hófst á sunnudaginn og er þetta jafnframt fyrsta skákmótið sem fram fer hér á landi með venjulegum... Meira
23. janúar 2021 | Í dag | 239 orð

Uppi eru allir dallar

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Í búri þennan brátt ég finn. Bullar mikið drengur sá. Fær úr honum hundurinn. Horni þessu er ýtt á sjá. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Í búrinu brúnn er dallur. Þá bullar oft rugludallur. Meira

Íþróttir

23. janúar 2021 | Íþróttir | 226 orð | 1 mynd

Allt í húfi hjá Norðmönnum

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Norðmenn verða með allt undir á morgun þegar þeir mæta Íslendingum í lokaumferðinni í milliriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Áttum möguleika á að vinna

„Þetta var góður leikur og það var mikil barátta í liðinu og við áttum góða möguleika á að vinna þetta. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Stjarnan – Þór Þ 100:111 Njarðvík &ndash...

Dominos-deild karla Stjarnan – Þór Þ 100:111 Njarðvík – Keflavík 77:90 Staðan: Keflavík 440382:3148 Grindavík 440396:3668 ÍR 431387:3566 Stjarnan 431374:3506 Njarðvík 422362:3644 KR 422374:3754 Þór Þ. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 68 orð | 1 mynd

Fer frá einu stórliði til annars

Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er gengin til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United frá Chelsea. United tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Frakkland París FC – Lyon 0:5 • Sara Björk Gunnarsdóttir lék...

Frakkland París FC – Lyon 0:5 • Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn með Lyon og lagði upp mark. Holland B-deild: Cambuur – Jong PSV 5:1 • Kristófer Ingi Kristinsson var varamaður hjá PSV og kom ekki við sögu. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 935 orð | 4 myndir

Gamla góða íslenska seiglan enn til staðar

HM 2021 Kristján Jónsson kris@mbl.is Frakkland vann Ísland 28:26 í milliriðli 3 á HM karla í handknattleik í Egyptalandi í gær. Var þetta annar leikur Íslands í milliriðlinum og sá fimmti í keppninni. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Framhús: Fram – FH L13.30 Eyjar: ÍBV – Stjarnan L13.30 Origo-höll: Valur – KA/Þór L15 Ásvellir: Haukar – HK L17 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – Fram S13. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

HM karla í Egyptalandi MILLIRIÐILL 3: Sviss – Portúgal 29:33...

HM karla í Egyptalandi MILLIRIÐILL 3: Sviss – Portúgal 29:33 Ísland – Frakkland 26:28 Noregur – Alsír 36:23 Staðan: Frakkland 4400110:1008 Noregur 4301120:1046 Portúgal 4301112:1006 Sviss 410398:1072 Ísland 4103106:972 Alsír... Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 319 orð | 1 mynd

Njarðvíkingar réðu ekkert við Milka

Körfuboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Það fer vart á milli mála að Keflvíkingar eru með sterkasta lið úrvalsdeildar karla í körfubolta um þessar mundir. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Tveir lykilmenn eru meiddir

Tveir af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verða ekki með liðum sínum næstu vikurnar vegna meiðsla. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 158 orð | 1 mynd

Var einhver ólund í þeim

„Við vorum í þessu allan tímann og strákarnir voru flottir. Það var mikil ákefð í þessu hjá okkur og við spiluðum fantavörn. Meira
23. janúar 2021 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Þegar horft verður til baka til heimsmeistaramótsins í Egyptalandi árið...

Þegar horft verður til baka til heimsmeistaramótsins í Egyptalandi árið 2021 þá fær það ekki góðan sess í íslensku handboltasögunni. Meira

Sunnudagsblað

23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 351 orð | 5 myndir

Alltaf með bók í töskunni

Ég les allajafna nokkuð mikið og finnst fátt skemmtilegra en kaupa nýja bók eða fá bækur að gjöf. Þær eru í stöflum á náttborðinu, á sófaborðinu og í bókahillum heimilisins. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 4 orð | 1 mynd

Almar Kristmannsson Já, snjóbretti...

Almar Kristmannsson Já,... Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 154 orð | 1 mynd

Árásarmaðurinn í næsta rúmi

„Þegar lögreglumenn í Denver Colorado voru að yfirheyra sjúkling, sem orðið hafði fyrir hnífsstungu, til að komast að því hver hefði verið árásarmaðurinn, benti sjúklingurinn Jose Deluna yfir í næsta rúm og sagði „það var hann“. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 645 orð | 2 myndir

Einstök tækifæri í orkumálum

Framtíðarsýnin um að verða óháð jarðefnaeldsneyti er okkar næsta tunglskot í orkumálum. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 972 orð | 3 myndir

Engar fjöldatakmarkanir á toppnum

Englandsmótið í knattspyrnu er nú hálfnað, að kalla. Nokkrir frestaðir leikir óleiknir. Vart má á milli efstu sveitanna sjá og útlit fyrir æðisgengnasta vormisseri í manna minnum, þar sem góðkunningjum og boðflennum ægir saman í samkvæminu. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 1132 orð | 2 myndir

Erfiðir tímar og atvinnuþref

Í upphafi vikunnar fóru skráð dánartilvik af völdum kórónuveirunnar yfir tvær milljónir manna á heimsvísu. Hlutfallslega hafa Belgar farið verst út úr heimsfaraldrinum, en þar hafa 1.756 af hverri milljón íbúa látist eða 3% af þeim sem veikjast. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 4399 orð | 6 myndir

Ég var gefinn fyrir ævintýri

Ævintýramaðurinn Reynir Ragnarsson í Vík hefur margoft komist í hann krappan en alltaf sloppið fyrir horn. Hann var sjómaður, ýtumaður, lögreglumaður, björgunarsveitarmaður og flugmaður sem stofnaði sitt eigið flugfélag. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 252 orð | 1 mynd

Fimm ár og fuglabjarg

Hver er konan? Ég heiti Viktoría Sigurðardóttir og er útskrifuð leikkona frá London College of Music. Ég kom heim 2016 og hef leikið í Rocky Horror, Matthildi, We Will Rock You og Vorið vaknar en ég lærði einmitt söngleikjaleiklist. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 672 orð | 6 myndir

Fimm tíma að farða mig

Embla Wigum er samfélagsmiðlastjarna og áhrifavaldur með 35.000 fylgjendur á Instagram og 800.000 á Tik-tok. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 639 orð | 1 mynd

Fjölskyldan lagði allt undir

Sjanghaí. AFP. | Yan Bingtao er af fátæku f´ólki kominn og þegar hann tekur fram kjuðann til að spila snóker er það til að styðja móður sína, sem þjáist af krabbameini. Yan er nýjasta undrabarnið í kínverskum íþróttaheimi. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 74 orð | 1 mynd

Fjölskyldufaðir tekinn af lífi

Glæpir Önnur sería bresku glæpaþáttanna The Bay er nú aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagspistlar | 539 orð | 1 mynd

Fótbolti og forseti

Kom Guðni ekki bara hjólandi með buffið og tók við þessu? Hjólaði svo heim og tók með fjölskyldutilboð á Dominos í leiðinni. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 384 orð | 1 mynd

Gjörningur, glens og guðmundska

Ég meina, Kínverjar eru mættir á svæðið, Rússar eru með bæði augun opin og áhugi Bandaríkjanna hefur farið vaxandi, þó sumum finnist að hann mætti vera meiri. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 146 orð | 8 myndir

Hamingjuaukandi hægindahorn í einstöku húsi

Á ísköldum janúardögum þegar veira geisar um heiminn er fátt notalegra en að láta sig dreyma um glæsivillur í útlöndum. Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 989 orð | 3 myndir

Hrokkið í kjuðung

Lars Ulrich og Dave Lombardo eru líklega tveir frægustu trymblar málmsögunnar, af ólíkum afrekum þó. Var sá fyrrnefndi virkilega nálægt því á sínum tíma að missa kjuðana í hendur hinum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 57 orð | 1 mynd

Hvað heitir staðurinn?

Norðanvert við Hvalfjörðinn er vísir að þorpi. Þarna var lengi starfrækt bensínstöð og söluskáli á staðnum er heilleg byggð stríðsbragga sem lengi voru vinnubúðir hvalskurðarmanna. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 9 orð | 1 mynd

Íris Freyja Kristínardóttir Nei, ekki nema fjallgöngur teljist með...

Íris Freyja Kristínardóttir Nei, ekki nema fjallgöngur teljist... Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Kominn með fjólublátt belti

Bardagalist Dave Mustaine, gítarleikari og söngvari Megadeth, gerði sér lítið fyrir og hlaut fjólubláa beltið í jiu-jitsu á dögunum. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 24. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Pabbi, þú kýldir Chuck Berry!

Búmm Rokkgyðjan Suzi Quatro fer mikinn í viðtali við breska blaðið The Guardian í vikunni og segir m.a. frá því að faðir hennar hafi gefið sjálfum föður rokksins, Chuck Berry, á lúðurinn forðum daga. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Saga Waris Dirie

Sjónvarp Ríkissjónvarpið sýnir í kvöld, sunnudagskvöld, kvikmyndina Eyðimerkurblómið (Desert Flower) frá árinu 2009. Um er að ræða ævisögulega mynd um ofurfyrirsætuna og aðgerðasinnann Waris Dirie sem fæddist í Sómalíu árið 1965. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Salómon Kjartansson Já, ég geng á fjöll og er í Ferðafélagi Íslands...

Salómon Kjartansson Já, ég geng á fjöll og er í Ferðafélagi... Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 1001 orð | 1 mynd

Setjið svefn í forgang!

Þórgunnur Ársælsdóttir, geðlæknir og yfirlæknir bráðaþjónustu geðdeildar, segir svefn vera hornstein heilsunnar. Hún segir að fólk verði að bera meiri virðingu fyrir svefni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 36 orð

Söngleikurinn Fimm ár er frumsýndur í Kaldalóni í Hörpu laugardaginn 23...

Söngleikurinn Fimm ár er frumsýndur í Kaldalóni í Hörpu laugardaginn 23. janúar. Viktoría leikur þar annað aðalhlutverkið á móti Rúnari Kristni Rúnarssyni. Viktoría leikur einnig á litla sviði Borgarleikhússins í barnasöngleiknum Fuglabjarginu. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 130 orð | 2 myndir

Týndu og fundu Alice í sömu vikunni

Sjónvarpsþættirnir Losing Alice og Finding Alice hófu göngu sína í vikunni. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Vináttan getur einnig átt sér skuggahliðar

Þættirnir Vinátta hófust í útsendingu í sjónvarpi Símans fyrir tveimur vikum. Kristborg Bóel er ein af þeim sem áttu hugmyndina að þáttaröðinni en í henni er skyggnst inn í fjölda vinasambanda, allt frá æskuvinum á grunnskólaaldri til eldri borgara. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 2242 orð | 5 myndir

Þreifað á hljóðinu

Í Melahvarfi í Kópavogi er risið fyrsta hljóðverið á Íslandi sem er með Dolby Atmos-vottun. Eigandi þess, Gunnar Árnason, segir ófá handtökin að baki en um sé að ræða byltingu á sviði hljóðvinnslu hér á landi. Hljóðið smýgur þarna inn að beini. Meira
23. janúar 2021 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Ösp Jónsdóttir Nei. Stundaði skíði sem barn en ekkert núna...

Ösp Jónsdóttir Nei. Stundaði skíði sem barn en ekkert... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.