Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, segir að ráðist verði í markaðskönnun á rekstri nýs þjóðarleikvangs. Með nýjum og betri leikvangi skapist viðskiptatækifæri á ýmsum sviðum. Meðal annars skapi færanlegt þak forsendur til að halda stórtónleika með stærstu nöfnum tónlistarinnar og stærri viðburði en nú er mögulegt á Íslandi. Fyrst og fremst muni nýr völlur þó gera landsliðum og félagsliðum kleift að leika allt árið en það muni styrkja rekstrargrundvöll mannvirkisins enn frekar. Horft sé til þess að auka þjónustustigið á vellinum til samræmis við erlenda velli.
Meira