Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Oft ekur hárprútt fólk greitt og fimmaurabrandarar hafa lifað góðu lífi í áratugi eftir að fimmeyringurinn var tekinn úr umferð. Fimmaurabrandarafjelagið hefur enda eflst til muna árlega frá stofnun 2013, sent frá sér tvær bækur með fimmaurabröndurum og undirbúningur að þeirri þriðju er þegar hafinn. „Í stað þess að fá höfundagreiðslur styrkjum við félög eða málefni sem eru okkur hugleikin,“ segir Kristján B. Heiðarsson, forseti félagsins frá upphafi, en Krabbameinsfélagið fékk höfundalaun fyrstu bókarinnar.
Meira