Flokkar hafa ýmis ráð við að raða á lista. Stundum raða menn sér sjálfir, enda flokkarnir lítið annað en umgjörð um einstaklingsframtak. Og listarnir þurfa svo sem ekki að vera verri fyrir það. Önnur aðferð er að flokkurinn velji hóp manna til að velja á lista og þá fæst út listi án þess að átök opinberist og þegar vel tekst til eru allir nokkuð sáttir og flokkurinn stendur sterkur á eftir. Þá er sú aðferð, sem almennt er heppilegust, að leyfa flokksmönnum að velja á listann, oftast með prófkjöri en stundum á stórum flokksfundi. Þetta eru í grófum dráttum þær aðferðir sem í boði eru og hafa allar reynst bæði vel og illa, en almennt má þó segja að þær hafi dugað flokkunum nokkuð vel.
Meira