Greinar laugardaginn 6. febrúar 2021

Fréttir

6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

Aukið ofbeldi og vanræksla

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þessar tölur sýna afleiðingar kórónuveirunnar á íslenskt samfélag,“ segir Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á að skapa sem mest verðmæti úr loðnunni

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að einhver íslensku loðnuskipanna haldi til veiða um miðja næstu viku. Mestur þungi verði hins vegar í veiðunum þegar loðnan nálgast hrygningu þegar líður á mánuðinn og reynt verði að gera sem mest verðmæti úr aflanum. Eftir loðnubrest í tvö ár var heildarkvótinn aukinn í 127.300 tonn eftir umfangsmiklar mælingar í janúar. Í sögulegu samhengi er þó ekki stór loðnuvertíð framundan. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 728 orð | 2 myndir

Áhrif Kína í Búrma efld af Vesturlöndum

Fréttaskýring Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, er líklega eitt besta dæmi um þverstæðu alþjóðastjórnmála þar sem aðgerðir hinna frjálsu lýðræðisríkja til stuðnings lýðræðissinnum og mannréttindum hafa beinlínis orðið til þess að Búrma halli sér í sífellt auknum mæli í átt að alræðisríkinu Kína, sem nú hefur komið sér í lykilstöðu gagnvart her Búrma, sem fyrir fáeinum dögum tók völdin í landinu á ný. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 738 orð | 2 myndir

Bátar með merka sögu bíða örlaga sinna

Úr bæjarlífinu Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Vertíð er hafin og hefur gengið vel þótt auðvitað hafi erfitt tíðarfar gert sjómönnum erfitt fyrir. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 221 orð | 3 myndir

Breyta kennslu

„Hér í Vestmannaeyjum hefur öflugt fólk tekið höndum saman og sett sér metnaðarfull markmið um breytta kennsluhætti og nálgun sem byggir á niðurstöðum fremstu vísindamanna,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira
6. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Christopher Plummer fallinn frá

Greint var frá því í gær að kanadíski Óskarsverðlaunahafinn Christopher Plummer hefði látist á heimili sínu í Connecticut-ríki. Hann var 91 árs gamall. Plummer starfaði sem leikari í sjö áratugi og vann til fjölda leiklistarverðlauna á löngum ferli. Meira
6. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Fagna friðarframtaki Bidens

Stríðandi fylkingar í Jemen fögnuðu í gær ákalli Joe Bidens Bandaríkjaforseta um að leitað yrði friðar í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur þar undanfarin sex ár. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Fleiri börn í slæmum aðstæðum

Börnum sem búa við slæmar aðstæður hérlendis hefur fjölgað, að sögn Heiðu Bjargar Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu. Tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum voru 25,3% fleiri í fyrra en árið 2019. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 396 orð | 3 myndir

Framkvæmdir hefjast um páskana

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lokið er niðurrifi húsanna á Steindórsreit, Sólvallagötu 79, og eru þau nú rústir einar. Innan skamms hefjast framkvæmdir við nýbyggingu á reitnum. Lóðarhafi á Steindórsreit er U22 ehf., dótturfélag Kaldalóns hf. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fækka mætti leikskólakennurum

Lenging fæðingarorlofs í átján mánuði gæti minnkað þörf fyrir starfsfólk á leikskólum, starfsfólk sem þegar er ekki til samkvæmt biðlistum, um alla vega 25%. Meira
6. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Greene meinað að sitja í þingnefndum

Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld að svipta bæri Marjorie Taylor Greene rétti sínum til að sitja í nefndum á vegum deildarinnar, en hún hefur vakið athygli fyrir stuðning sinn við umdeildar samsæriskenningar, sem kenndar... Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Ingimar Erlendur Sigurðsson

Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöfundur er látinn, 87 ára að aldri. Ingimar Erlendur fæddist á Akureyri 11. desember 1933, sonur hjónanna Sigurðar Ingimars Helgasonar myndlistarmanns og Friðbjargar Jónsdóttur húsmóður. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 645 orð | 3 myndir

Jón Steinar sýknaður í Hæstarétti

Jón Sigurðsson Nordal Karítas Ríkharðsdóttir Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær sýknudóm yfir fyrrverandi hæstaréttardómaranum Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna meiðyrðamáls sem höfðað var á hendur honum, en málið hefur verið í dómskerfinu síðan 2018. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Kát í kjölfar tilkynningar um tilslakanir

Frá og með mánudegi verður slakað á sóttvarnareglum í samfélaginu og munu nýjar reglur gilda í þrjár vikur. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 798 orð | 3 myndir

Kynna varfærnar tilslakanir

Jón Sigurðsson Nordal Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Jóhann Ólafsson Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í gær tilslakanir á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins sem gilda munu í þrjár vikur, frá 8. febrúar til 1. mars. Þakka má góðu gengi Íslendinga í baráttunni við faraldurinn þessar snemmbúnu breytingar, en til stóð að núgildandi reglugerð myndi gilda til 17. febrúar. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 180 orð | 2 myndir

Loðnan er fyrir land og þjóð

„Þetta verður vertíð, og við erum ánægð með það fyrir land og þjóð,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, um loðnuveiðar. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Mildi og samtakamáttur

„Hér á Seyðisfirði skynjar maður ógnarkraft skriðanna og þá mildi að enginn fórst þegar fjallið fór af stað,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Guðni og Eliza Reid kona hans voru á Austurlandi í gær og kynntu sér aðstæður. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Mörg smærri fyrirtæki nýttu úrræðin

Yfirgnæfandi meirihluti fyrirtækja sem nýttu sér úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru í fyrra var með tíu launamenn eða færri. Þannig voru þau um 82% þeirra sem nýttu úrræðin eða alls rúmlega 2.500 fyrirtæki. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Norðurslóðasetur í nafni Ólafs

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd um undirbúning að stofnun og byggingu Norðurslóðaseturs í Reykjavík sem yrði kennt við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 1285 orð | 5 myndir

Samgöngusáttmáli á hreyfingu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir kynninguna á fyrsta áfanga borgarlínu marka tímamót í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Meira
6. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Samskiptin við Rússland við frostmark

Rússnesk stjórnvöld ákváðu í gær að vísa sendiráðsstarfsmönnum þriggja aðildarríkja Evrópusambandsins úr landi, en þeir voru sakaðir um að hafa tekið þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Síld og lýsi er málið

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngkonan Helena Eyjólfsdóttir fór á kostum í sjónvarpsþættinum „Það er komin Helgi“ með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna í Sjónvarpi Símans sl. laugardagskvöld, breytist ekkert og hefur engu gleymt. „Þetta tókst rosalega vel og skemmtilegast er að söngröddin er þarna ennþá, þó skrítið sé,“ segir dívan, sem verður áttræð eftir tæpt ár. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Sjónvarp Símans loksins á Apple TV

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hafa margir kallað eftir þessari útgáfu svo þetta eru sannarlega ánægjuleg tímamót,“ segir Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi hjá Símanum. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 1616 orð | 4 myndir

Skóli sem fer ótroðnar slóðir

Sviðsljós Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi (MB) hóf starfsemi sína í ágúst 2007. Skólinn er einkahlutafélag og eru hluthafar hans um 160 talsins. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 240 orð

Sýknaður af ákæru um að hafa kýlt dóttur sína í andlitið

Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um að hafa kýlt dóttur sína í andlitið, ýtt henni í gólfið og upp við vegg með þeim afleiðingum að hún nefbrotnaði. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 231 orð

Umhverfismatið til tafar

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu munu taka lengri tíma en ráðgert var. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Úrskurðað í Laxabakkadeilu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Héraðsdómur Suðurlands hafnaði kröfu Landverndar og Héraðsnefndar Árnesinga bs. á hendur sýslumanninum á Suðurlandi. Landvernd og héraðsnefndin kröfðust þess að ákvörðun þinglýsingastjórans á Suðurlandi frá 22. Meira
6. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Valdaráninu mótmælt

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Efnt var til mótmæla gegn valdaráni herforingjastjórnarinnar í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, í gær eftir að herinn handtók Win Htein, einn helsta ráðgjafa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarflokksins NLD. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 449 orð

Viðræður ganga hægt og óþreyju er farið að gæta

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kjarasamningar sjómanna í Sjómannasambandi Íslands hafa verið lausir í rúmt ár. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Þó nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna morðsins

Þó nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna morðsins á Freyju Egilsdóttur Mogensen sem myrt var á heimili sínu í Malling í Danmörku, að sögn Michaels Kjeldgaards, yfirlögregluþjóns á Austur-Jótlandi. Meira
6. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Þrjú smáhýsi verða sett upp í Laugarnesi

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt afnotasamning um lóðina Kleppsmýrarveg 11 í Laugarnesi. Fram kemur í greinargerð eignaskrifstofu borgarinnar að um sé að ræða 1.569 fermetra lóð sem er í eigu Faxaflóahafna. Meira

Ritstjórnargreinar

6. febrúar 2021 | Staksteinar | 217 orð | 1 mynd

Reykjavík í suðurhöfum

Teikningarnar sem skreyta skýrslu um 1. áfanga borgarlínunnar segja sitt um það raunsæi – eða skort á raunsæi – sem háð hefur þessu verkefni allt frá fyrstu stigum þess. Teikningarnar bera það með sér að verið er að hanna samgöngukerfi fyrir borg sem er á allt annarri breiddargráðu en höfuðborg Íslands. Á myndunum eru flestir mjög léttklæddir, á stuttermabolum, stuttbuxum eða í mesta lagi léttum jökkum. Enginn er dúðaður í þykka úlpu, húfu og vettlinga og veðrið er alltaf óaðfinnanlegt. Meira
6. febrúar 2021 | Leiðarar | 794 orð

Skekkja í skólakerfinu

Drengir njóta sín ekki í íslenska skólakerfinu og það getur haft alvarlegar afleiðingar Meira
6. febrúar 2021 | Reykjavíkurbréf | 2078 orð | 1 mynd

Tilræði við menn og heilbrigða skynsemi

Aðeins er rétt rúmur mánuður frá formlegri útgöngu Breta úr ESB. Meira

Menning

6. febrúar 2021 | Kvikmyndir | 170 orð | 1 mynd

Boseman brýtur blað í sögu SAG

Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman, sem lést úr krabbameini í ágúst í fyrra, braut í gær blað í sögu SAG-verðlaunanna með því að hljóta fjórar tilnefningar fyrir leik í kvikmyndum á einu og sama árinu. Meira
6. febrúar 2021 | Hönnun | 168 orð | 3 myndir

Byggingar tilnefndar

Tilkynnt hefur verið hvaða byggingar eru tilnefndar í fyrsta vali til hinna virtu arkitektúrverðlauna sem Evrópusambandið veitir og eru kennd við stjörnuarkitektinn Mies van der Rohe. Meira
6. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Einn með dýrðinni í Sixtínsku kapellunni

Eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins var í vikunni aftur tekið að hleypa gestum í einstakt listasafn Vatíkansins. Meira
6. febrúar 2021 | Myndlist | 100 orð | 1 mynd

Fjarlægar víðáttur á sýningu fyrir börn í Listasafni Íslands

Ný sýning, Halló geimur, hefst um helgina í Listasafni Íslands. Vegna fjöldatakmarkana sem miðast við 20 manns verður ekki boðið til formlegrar opnunar en þess í stað opið hús um helgina, 6. og 7. febrúar. Meira
6. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 408 orð | 2 myndir

Fjölbreytileg Vetrarhátíð

Sýning á ósamþykktum skissum Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju er meðal fjölmargra og ólíkra viðburða sem boðið er upp á á Vetrarhátíð nú um helgina. Meira
6. febrúar 2021 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Flautur halda í ferðalag norður

Aulos Flute Ensemble heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Hofi á morgun, sunnudag, kl. 17. Meira
6. febrúar 2021 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Nasistablæti á Amazon Prime

Í svartasta skammdeginu í byrjun janúar horfði ég á þættina The Boys á streymisveitunni Amazon Prime. Þættirnir eru framleiddir af Prime og bera það með sér en þær þáttaraðir sem ég hef horft á hingað til frá Prime eiga allar nokkra hluti sameiginlega. Meira
6. febrúar 2021 | Bókmenntir | 412 orð | 3 myndir

Sterkar tilfinningar í verðlaunabók

Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. JPV, 2020. Innbundin, 143 bls. Meira
6. febrúar 2021 | Tónlist | 612 orð | 3 myndir

Svamlað í dökkum sjó

Seint á síðasta ári kom platan Sultry Venom út sem listakonan EVA808 stendur að. Um er að ræða helsvalt „dubstep“ en það er Eva Jóhannsdóttir sem stendur á bak við verkefnið. Meira
6. febrúar 2021 | Myndlist | 165 orð | 1 mynd

Sæla Ragnars sýnd í 12 tíma

Samsýningin „Dýpsta sæla og sorgin þunga“ sem er í Kling & Bang í Marshall-húsinu verður opin í 12 tíma í dag, frá hádegi til miðnættis. Meira
6. febrúar 2021 | Tónlist | 147 orð | 1 mynd

Tónleikastaðir fá Evrópustyrk

Tónlistarborgin Reykjavík og nokkrir tónleikastaðir í borginni hafa fengið fimm milljóna króna styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir átakinu Music Moves Europe: Co-operation of Small Music Venues. Meira
6. febrúar 2021 | Myndlist | 694 orð | 6 myndir

Tveir á stökki, einn á brokki og Bjargey

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
6. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 247 orð | 1 mynd

Vendipunktur er þemað

Ráðstefna Listaháskóla Íslands, Hugarflug, fer fram rafrænt 8.-14. febrúar og er þemað að þessu sinni vendipunktur. Meira
6. febrúar 2021 | Tónlist | 101 orð | 1 mynd

Ýmsar stíltegundir flamenkótónlistar

Fantasía Flamenca heldur tónleika í Hörpu á Sígildum sunnudögum á morgun kl. 16. Á þessum tónleikum flytur tónlistarhópurinn Fantasía Flamenca hefðbundna flamenkótónlist í bland við nýrri verk. Meira
6. febrúar 2021 | Menningarlíf | 1181 orð | 1 mynd

Ævi þeirra var ekki slétt og felld

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég var að velta fyrir mér af hverju væri svona hljótt um biskupsfrúrnar í Skálholti. Við körpuðum um þetta, ég og Karl Sigurbjörnsson. Ég sagði að engin kvennamenning hefði verið fyrir sunnan og við vissum ekki einu sinni nöfnin þeirra. Karl samþykkti þetta ekki og færði mér svo lista yfir þær með ártölum. Það ýtti mér af stað,“ segir Hildur Hákonardóttir, en nýlega kom út seinna bindi hennar af bókunum Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? Þar rekur hún sögu biskupsmatróna Skálholtsstaðar í lúterskum sið og nýtir samtalsformið til að gæða sögu þessara löngu gengnu fyrirkvenna lífi. Meira

Umræðan

6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 663 orð | 1 mynd

Amma og afi eru ekki lengur með gervitennur

Eftir Sverri Örn Hlöðversson: "Með batnandi tannheilsu þjóðarinnar hafa komið fram ný vandamál hjá eldri einstaklingum sem æ oftar hafa sínar eigin tennur í stað gervitanna." Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 236 orð | 1 mynd

Andlát Evrópuhugsjóna ?

Eftir Einar Benediktsson: "Evrópusambandið er ekki við eigin sögulok. Síður en svo." Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 806 orð | 1 mynd

Baráttan um flatarmálið

Eftir Elías Elíasson: "Þó svo Borgarlínan fái sérstakar akreinar fyrir sig, sem nýtast auðvitað illa, þá gengur hún ekki mikið hraðar en strætó í dag." Meira
6. febrúar 2021 | Pistlar | 429 orð | 3 myndir

„Vísis-kaffið gerir alla glaða“

Ein af eftirlætissögum föður míns, Sigurðar Baldurssonar (1923-2005), var af auglýsingu um Vísiskaffið í dagblaðinu Vísi þar sem faðir hans, Baldur Sveinsson (1883-1932), hafði verið blaðamaður og seinna aðstoðarritstjóri. Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 892 orð | 1 mynd

Endurskoðun búvörusamninga lokið

Eftir Kristján Þór Júlíusson: "„...með endurskoðun búvörusamninga á þessu kjörtímabili hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á starfsskilyrðum íslensks landbúnaðar til hins betra.“" Meira
6. febrúar 2021 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Heilsa út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum

Í nýrri úttekt um heilsu út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við lakara heilsufar og minni lífsgæði en karlar og að ástæður þess megi rekja að hluta til félagslegrar og efnahagslegrar stöðu þeirra í samfélaginu. Meira
6. febrúar 2021 | Pistlar | 573 orð | 1 mynd

Helsti ráðgjafi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir stefnu flokksins

Ég hygg að hvergi sé meiri verðmætasköpun í sjávarútvegi en á Íslandi. Til hliðar hefur myndast hátækniiðnaður og hugbúnaðargerð sem eiga fáa sína líka. Er góð ástæða til að hrófla mikið við slíkum máttarstólpa? Væri það ekki heimskra manna ráð? Meira
6. febrúar 2021 | Pistlar | 334 orð

Nýfrjálshyggjan og lánsfjárkreppan 2008

Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021 kennir Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður, nýfrjálshyggju um flest það, sem aflaga hefur farið í heiminum síðustu fimmtíu árin. Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Samgöngusamningar, Vegagerðin, Norlandair og Ernir

Eftir Jón Svavarsson: "Það er því alveg ljóst að þessi úthlutun er ekki með hagsmuni áfangastaðanna Bíldudals og Gjögurs í huga!" Meira
6. febrúar 2021 | Pistlar | 794 orð | 1 mynd

Samhljómur á þingi um Bandaríkin

Heitstrengingar íslenskra þingmanna úr öllum flokkum um að treysta sambandið við Bandaríkin hafa sjaldan verið jafn samhljóma. Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 443 orð | 1 mynd

Sáttmáli um aukin lífsgæði – líka fyrir börn

Eftir Lovísu Hallgrímsdóttur: "Í leikskólum snúast störfin um nám ungra barna, uppeldi og umönnun. Störf sem ekki verða lögð til hliðar eða geymd." Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Sérfræði- og fagþekking lífeindafræðinga ekki metin að verðleikum

Eftir Öldu Margréti Hauksdóttur: "Spurningar vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini, útvistunar rannsókna, taps á þekkingu og mögulegra áhrifa þess á heilsu kvenna." Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 495 orð | 1 mynd

Til hamingju Benedikt!

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "... var ég í reynd að hlífa þeim við því að halda því fram að þeir hafi ekki haft næga lögfræðiþekkingu til að dæma málið." Meira
6. febrúar 2021 | Aðsent efni | 593 orð | 1 mynd

Velferðin veðsett

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Kjarni málsins er að erlend lántaka ríkissjóðs eykur hættuna á því að ekki verði til lengri tíma unnt að verja velferðarkerfið. Sú áhætta er veruleg." Meira

Minningargreinar

6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 848 orð | 1 mynd

Anna María Haraldsdóttir

Anna María Haraldsdóttir var fædd á Seyðisfirði 18. september 1933. Hún lést 27. janúar 2021 á hjúkrunarheimilinu Fossahlíð á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Haraldur Guðmundsson, f. 1876, d. 1958 og María Þórðardóttir, f. 1891, d. 1975. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1372 orð | 1 mynd

Gerður Jónína Hallgrímsdóttir

Gerður Jónína Hallgrímsdóttir fæddist í Friðfinnshúsi á Blönduósi 4. apríl 1935. Hún lést á HSN Blönduósi 26. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Hermína Sigvaldadóttir, f. 19.6. 1909, d. 28.6. 1994, og Hallgrímur Sveinn Kristjánsson, f. 25.9. 1901, d. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2611 orð | 1 mynd

Guðríður Ágústsdóttir

Guðríður Ágústsdóttir, Ríta, fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1942. Hún lést á líknardeild Landspítala 16. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Ágúst Jónsson frá Hákonarbæ, f. 8.8. 1896, d. 6.9. 1969, og Magda María Balzeit Jónsson frá Þýskalandi, f. 17.8. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 3063 orð | 1 mynd

Kristinn Jónsson

Kristinn Jónsson fæddist á Hæringsstöðum í Svarfaðardal 27. desember 1928. Hann lést á heimili sínu á Dalvík 31. janúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Lilja Árnadóttir, f. 7. desember 1893, d. 14. október 1959, og Jón Jóhannesson, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 310 orð | 1 mynd

Laura Frederikke Claessen

Laura Frederikke Claessen fæddist 24. janúar 1925. Hún lést 13. janúar 2021. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 885 orð | 1 mynd

Rúnar Karl Jónsson

Rúnar Karl Jónsson fæddist 22. apríl árið 1962 á Breiðabólsstað í Miðdalahreppi. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð Borgarnesi 26. janúar 2021. Faðir hans var Jón Svanberg Karlsson, f. 11. júní 1931 á Fitjum í Staðardal, Staðarsókn á Ströndum, d. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 4404 orð | 1 mynd

Sigríður Pálsdóttir

Sigríður Pálsdóttir fæddist á Fit undir Eyjafjöllum 24. október 1930. Hún lést á Landspítalanum 27. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Jóhanna Ólafsdóttir húsmóðir á Fit, f. 21. júní 1901, d. 16. mars 1982, og Páll Guðmundsson bóndi á Fit, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2021 | Minningargreinar | 442 orð | 1 mynd

Stefán Karlsson

Stefán Karlsson fæddist 17. september 1979. Hann lést 19. janúar 2021. Útförin fór fram 29. janúar 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 505 orð | 2 myndir

500 milljónir í markaðsstuðning

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Isavia hyggst verja hálfum milljarði króna í markaðsstuðning til að stuðla að flugi til Íslands. Kemur hann til viðbótar hvatakerfinu á flugvellinum en m.a. er veittur afsláttur af notendagjaldskrá utan háannatíma. Meira
6. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 266 orð | 1 mynd

Lögleiðing rafrænna húsfélagsfunda

Snorri Másson snorrim@mbl.is Fundir í húsfélögum mega samkvæmt núgildandi lögum ekki vera haldnir rafrænt en það breytist ef frumvarpsdrög sem nú liggja fyrir í félagsmálaráðuneytinu verða að lögum. Meira
6. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 219 orð | 1 mynd

Stafræn verðlaun

Íslensk erfðagreining hlaut í gær UT-verðlaun Ský 2021 sem voru afhent á ráðstefnu UT-messunnar . Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti verðlaunin sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók við. Meira
6. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 378 orð | 4 myndir

Viaplay gæti haft áhuga á deildinni

Baksvið Snorri Másson snorrim@mbl.is Streymisveitan Viaplay er ekki ólíkleg til þess að ásælast sjónvarpsréttinn í úrvalsdeildum knattspyrnu hér á landi, þegar samningar við Stöð 2 Sport renna út í lok þessa árs. Meira

Daglegt líf

6. febrúar 2021 | Daglegt líf | 1156 orð | 2 myndir

Tungumál eru brýr út í heim

Nú stendur yfir leit að tungumálum í leik- og grunnskólum landsins, undir heitinu Íslandskort - leitin að tungumálaforða barna og ungmenna á Íslandi . Meira

Fastir þættir

6. febrúar 2021 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 cxd5 5. Bf4 Rc6 6. e3 a6 7. Rf3 e6...

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. cxd5 cxd5 5. Bf4 Rc6 6. e3 a6 7. Rf3 e6 8. Hc1 Be7 9. Bd3 0-0 10. 0-0 h6 11. Bb1 Ra5 12. Dd3 b5 13. Meira
6. febrúar 2021 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

„Lífið er núna“

Kraftur er með átak um þessar mundir sem gengur undir heitinu „Lífið er núna“ en Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þess. Meira
6. febrúar 2021 | Í dag | 256 orð

Fáir eru draugar dagljósir

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Letiblóð mun leynast hér. Líka nafn á viði. Lítill steinn í ljánni er. Leikur grind í hliði. Þannig skýrir Guðmundur gátuna: Draugur latur drengur er. Draugur nafn á viði hér. Draugur steinn er loks í... Meira
6. febrúar 2021 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Í dag, 6. febrúar 2021, fagna 50 ára brúðkaupsafmæli Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur og lýðheilsufræðingur og Leifur Bárðarson... Meira
6. febrúar 2021 | Árnað heilla | 148 orð | 1 mynd

Haraldur Marinó Helgason

Haraldur Marinó Helgason fæddist 8. febrúar 1921 á Hrappstöðum í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Foreldrar hans voru hjónin Ólafa Kristjánsdóttir, f. 1876, d. 1924, og Helgi Kolbeinsson, f. 1876, d. 1951. Meira
6. febrúar 2021 | Fastir þættir | 576 orð | 5 myndir

Hrein úrslitaskák á Skákþingi Reykjavíkur

Skákþing Reykjavíkur 2021 tók óvænta stefnu sl. sunnudag er Vignir Vatnar Stefánsson lagði stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson að velli í frábærri baráttuskák þeirra og komst þar með í efsta sætið ásamt Guðmundi Kjartanssyni. Meira
6. febrúar 2021 | Árnað heilla | 82 orð | 1 mynd

Hugi Halldórsson

40 ára Hugi ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur og á Sauðárkróki en býr í Hafnarfirði. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og er sjálfstætt starfandi framleiðandi. Maki : Ástrós Signýjardóttir, f. Meira
6. febrúar 2021 | Árnað heilla | 886 orð | 4 myndir

Hætti lögmennskunni 77 ára

Jón Finnsson fæddist 7. febrúar 1926 í húsinu Hóli á Ísafirði og verður því 95 ára á morgun. Meira
6. febrúar 2021 | Í dag | 57 orð

Málið

Skilja leiðir, skiljast þær eða skilur þær? Meira
6. febrúar 2021 | Í dag | 371 orð | 1 mynd

Messur

ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 9.30. Athugið breyttan tíma – klukkan hálftíu. Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur og séra Sigurður Jónsson leiða samverustundina. Fermingarbörn aðstoða. Kaffisopi og djús í Ási á eftir. Meira
6. febrúar 2021 | Fastir þættir | 177 orð

Multi-ævintýri. A-NS Norður &spade;4 &heart;G107532 ⋄10852...

Multi-ævintýri. A-NS Norður &spade;4 &heart;G107532 ⋄10852 &klubs;102 Vestur Austur &spade;K53 &spade;ÁD8762 &heart;K8 &heart;9 ⋄K973 ⋄DG6 &klubs;G987 &klubs;653 Suður &spade;G109 &heart;ÁD64 ⋄Á4 &klubs;ÁKD4 Suður spilar 3G. Meira
6. febrúar 2021 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Sólveig Klara Káradóttir

50 ára Sólveig er Reykvíkingur, ólst upp í Sundunum en býr á Bústaðavegi. Hún er búfræðingur frá Hólum, hjúkrunarfræðingur frá HA og með diplóma í geðhjúkrun frá HÍ. Hún er einnig dáleiðslutæknir og EMDR-meðferðarfræðingur. Meira

Íþróttir

6. febrúar 2021 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Daninn áfram í Kópavogi

Danski knattspyrnumaðurinn Martin Rauschenberg verður áfram í röðum HK en í gær tilkynnti félagið að lánssamningur við Stjörnuna varðandi hann hefði verið framlengdur út komandi keppnistímabil. Rauschenberg er 29 ára gamall varnarmaður. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 110 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla ÍR – Grindavík 98:76 KR – Keflavík 74:98...

Dominos-deild karla ÍR – Grindavík 98:76 KR – Keflavík 74:98 Staðan: Keflavík 871735:64914 Stjarnan 862766:69212 Þór Þ. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 841 orð | 2 myndir

Gamli riffillinn Brady er enn þá toppleikmaður

NFL Gunnar Valgeirsson Los Angeles Eftir keppnistímabil sem margir íþróttafréttamenn og leikmenn héldu að myndi aldrei ganga upp í Covid-faraldrinum, leika loks Tampa Bay Buccaneers og núverandi meistarar Kansas City Chiefs í Ofurskálarleik NFL-ruðningsdeildarinnar á morgun, sunnudag, í Tampaborg í Flórída. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd

Grill 66 deild karla Kría – Víkingur 18:27 Valur U – Selfoss...

Grill 66 deild karla Kría – Víkingur 18:27 Valur U – Selfoss U 35:30 Fram U – Vængir Júpíters 21:24 Staðan: Víkingur 8701211:18414 Valur U 8602239:22612 Fjölnir 7421199:18310 HK 7502200:15310 Kría 8413212:2159 Haukar U 7304172:1776... Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – ÍBV L14 Ásvellir: Haukar – Valur L17 Kaplakriki: FH – Stjarnan L18 Kórinn: HK – Fram S17 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta – Valur... Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Jörundur Áki þjálfar drengina

Garðbæingurinn Jörundur Áki Sveinsson er tekinn við þjálfun U17 ára landsliðs karla í knattspyrnu samkvæmt frétt á vef KSÍ. Segja má að keðjuverkun hafi farið í gang innan KSÍ þegar Arnar Þór Viðarsson tók við A-landsliði karla. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 329 orð | 2 myndir

Keflvíkingar líta gríðarlega vel út

Körfuboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflavík er með tveggja stiga forskot á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 98:74-sigur á KR á útivelli í gærkvöldi. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Kjartan líklegast í Vesturbæinn

KR-ingar eru vongóðir um að Kjartan Henry Finnbogason muni leika með KR ef hann flytur heim til Íslands í sumar eins og útlit er fyrir. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 273 orð | 1 mynd

Ljóst er að margir sem tengjast íþróttahreyfingunni urðu fyrir...

Ljóst er að margir sem tengjast íþróttahreyfingunni urðu fyrir vonbrigðum í gær þegar nýjar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum voru kynntar. Iðkendur fá aðeins meira rými en áður en áhorfendur mega ekki mæta á íþróttaviðburði til 3. mars, hið minnsta. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Reykjavíkurmeistarar í 12. sinn á 14 árum

Valur tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitil kvenna í fótbolta með 2:0-sigri á Fylki á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Bæði mörk Vals komu í seinni hálfleik og þau gerðu Diljá Ýr Zomers á 56. mínútu og Elín Metta Jensen á 83. mínútu. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Reykjavíkurmót kvenna Úrslitaleikur: Valur – Fylkir 2:0 Diljá Ýr...

Reykjavíkurmót kvenna Úrslitaleikur: Valur – Fylkir 2:0 Diljá Ýr Zomers 56., Elín Metta Jensen 83. Fótbolti.net-mót karla Úrslitaleikur: Breiðablik – ÍA 5:1 Gísli Eyjólfsson 6., Thomas Mikkelsen 9., Brynjólfur Andersen Willumsson 13., 37. Meira
6. febrúar 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Rúnar fær ekki tækifærið

Ástralski markvörðurinn Mat Ryan mun að öllum líkindum standa á milli stanganna er Arsenal og Aston Villa eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Rúnar Alex Rúnarsson verður á varamannabekknum. Meira

Sunnudagsblað

6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 350 orð | 1 mynd

All sem þú segir er orka VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER

Elsku Vogin mín, þú varst búin að gera sérstakt plan fyrir líf þitt, en það gekk ekki upp því að uppsprettan og lífið er að finna akkúrat réttan farveg fyrir þig. Það er ekki alltaf rétti tíminn til að breyta þó manni finnist það stundum. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagspistlar | 629 orð | 1 mynd

Bannað að flissa!

Það er erfitt að lifa sig almennilega inn í leiðindin ef fólk er svo flissandi út um allt. Bara eins og það sé hægt að hafa gaman af öllu mögulegu. Það viljum við ekki. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 679 orð | 8 myndir

„Eyjamenn eru svo mikið smekkfólk“

Vestmannaeyingurinn Sigrún Arna Gunnarsdóttir útskrifaðist sem innanhússhönnuður í Svíþjóð árið 2018. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 2644 orð | 3 myndir

„Þvílíkur spenningur, ég gargaði af gleði“

Böðvar Sturluson byrjaði að veikjast árið 2015, þá 32 ára gamall. Tveimur árum síðar kom í ljós hvað hrjáði unga manninn en Böðvar reyndist vera með ólæknandi nýrnasjúkdóm. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 313 orð | 1 mynd

Brölt og breytingar LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST

Elsku Ljónið mitt, alveg sama þótt þú reynir að forðast athygli, þá mun ljósið skína á þig, eins og það sé falin myndavél alls staðar. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 111 orð | 1 mynd

Clarice snýr aftur

Endurkoma Clarice nefnist nýr framhaldsþáttur sem frumsýndur verður í Bandaríkjunum síðar í mánuðinum. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 345 orð | 1 mynd

Ekki halda aftur af þér SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER

Elsku Sporðdrekinn minn, þú átt ekki að halda aftur af þér í neinu sem þú hefur ástríðu fyrir. Og alls ekki endurskoða hvert skref sem þú tekur því þá verðurðu eins og hikstandi bíll. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 422 orð | 1 mynd

Englar allt um kring NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ

Elsku Nautið mitt, það kemur alltaf öðru hvoru inn í líf okkar og ég segi okkar því að ég er sjálf Naut, að við verðum hrædd og skiljum ekki alveg hvert við erum að fara. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 14 orð | 1 mynd

Finnur Finnsson Já, sex. Ég er fæddur 2006, bróðir minn 1996 og pabbi...

Finnur Finnsson Já, sex. Ég er fæddur 2006, bróðir minn 1996 og pabbi... Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 20 orð | 1 mynd

Fjóla Ýr Ómarsdóttir Já, sex. Hann er ekki of framarlega og ekki of...

Fjóla Ýr Ómarsdóttir Já, sex. Hann er ekki of framarlega og ekki of aftarlega ef maður telur upp á... Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 3081 orð | 4 myndir

Foreldrar hafi trú á færni sinni

Nú þrengir að drengjum í íslenska skólakerfinu, svo sem rakið var með tölulegum staðreyndum, tilvísunum í rannsóknir og samtölum við sérfræðinga hér í blaðinu fyrir viku. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 422 orð | 1 mynd

Grímuklæddur veruleikinn

Gríman er óþægileg, krækist í eyrnarlokkum, flækist í hári, móðar gleraugun og stundum líður manni eins og maður nái ekki andanum. Örugglega líka mjög slæm fyrir andfúla. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 552 orð | 1 mynd

Hakkarar koma af stað sístreymi

Tónlistarveitan Spotify er víða orðin markaðsleiðandi á sínu sviði. Úrvalið þar er gríðarlegt og um leið er spilun laga á veitum á borð við Spotify, Apple Music, Amazon Music og Deezer notuð til þess að meta og mæla vinsældir. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 80 orð | 1 mynd

Halford ekki með Iommi

Nei Tony Iommi hefur eytt orðrómi þess efnis að Rob Halford, söngvari Judas Priest, komi til með að syngja á væntanlegri plötu bandsins hans, Heaven & Hell, og leysa þar með Ronnie James Dio af hólmi. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 744 orð | 2 myndir

Hekl í heimsfaraldri

Vinsældir Tinnu Þórudóttur Þorvaldar heklara hafa aldrei verið meiri og má segja að hún hafi lagt heiminn að fótum sér. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 48 orð | 1 mynd

Hvert er landnámsfólkið?

Á Hamarskotsklöppum er bronsstyttan Landnemarnir, listamaðurinn Jónas S. Jakobsson gerði árið 1956. Hún sýnir landnema Eyjafjarðar, karl og konu, sem bjuggu raunar suður á Kristnesi. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 164 orð | 1 mynd

Högglangur á tunglinu

„Alan Shepard þykir heldur lítill golfleikari, og félagar hans á jörðinni hafa oft gert grín að honum fyrir hvað honum gengur illa að slá kúluna einhverja vegalengd. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 381 orð | 4 myndir

Jafntefli við kærustuna

Ég reyni alltaf að lesa meðfram námi, með misjöfnum árangri, en í fyrra lögðum við kærastan okkur sérstaklega fram við að lesa meira. Í hvatningarskyni skráðum við bækurnar sem við lásum hvort á sinn listann sem héngu í svefnherberginu okkar. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 272 orð | 1 mynd

Kafla lokað og góð tíðindi BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER

Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert að lenda inni í hröðu tímabili og þér mun líka það. Það er uppgjör í gangi ef lífið og vitleysan hefur verið að særa þig. Þú lokar þeim kafla og færð góðar fréttir. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 64 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 7. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Leó Magnússon 29. Af því ég er fæddur 29. mars...

Leó Magnússon 29. Af því ég er fæddur 29.... Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 402 orð | 1 mynd

Magnaður mánuður MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER

Elsku Meyjan mín, ef hægt væri að gefa einkunn á tímabil sem maður væri að fara inn í, mynduð þið fá 10! Þessi magnaði og margslungni mánuður er eins og leiðréttingaforrit á erfiðleika þína. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 2512 orð | 2 myndir

Málfrelsið á félagsmiðlum

Helstu félagsmiðlar heims skrúfuðu á dögunum fyrir Donald Trump við hrifningu margra. En er lýðræðið betra fyrir það að auðkýfingar netrisanna taki að sér hliðvörslu á torgi þjóðmálaumræðu? Andrés Magnússon andres@mbl.is Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 285 orð | 1 mynd

Með kraft Snæfellsjökuls HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL

Elsku Hrúturinn minn, þú hefur svo sérstakan kraft að ég vil líkja þér við Snæfellsjökul. Það sem er svo merkilegt við hann er að hann er tær orkustöð og magnar upp þær tilfinningar sem þú hefur í brjóstinu þegar þú ert í kringum hann. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 1091 orð | 2 myndir

Nóg eftir af vetri enn

Þrátt fyrir að undurvel hafi gengið að hemja veiruna greindi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá því að tilslakanir á sóttvarnareglum hefðu ekkert verið ræddar. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 705 orð | 2 myndir

Oft var þörf

Hið opinbera ætti að mínu mati að nýta sér í stórauknum mæli ýmsar af þeim lausnum sem nýsköpunarfyrirtæki eru að þróa. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 285 orð | 1 mynd

Óttinn að gleymast

Hvernig kviknaði hugmyndin að leikritinu Útlendingurinn? Fyrir einu og hálfi ári flutti ég til Bergen í Noregi en kona mín fór þar í nám. Þar þurfti ég að aðlagast lífi þar sem ég hafði hvorki hlutverk né erindi. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Rush hvergi nærri hætt

Áfram gakk Alex Lifeson, gítarleikari Rush, staðfestir í samtali við Make Weird Music að bandið sé hvergi nærri hætt störfum en trymbillinn, Neil Peart, féll frá á síðasta ári. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Samviskuleysi, svik og prettir

Prettir I Care a Lot eða Mér stendur ekki á sama kallast ný kvikmynd sem frumsýnd verður á efnisveitunni Netflix 19. þessa mánaðar. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Sigurveig Sara Björnsdóttir Já, sjö. Ég á afmæli sjöunda nóvember...

Sigurveig Sara Björnsdóttir Já, sjö. Ég á afmæli sjöunda... Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 363 orð | 1 mynd

Sláandi falleg orka VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR

Elsku Vatnsberinn minn, þetta er tilfinningaþrunginn mánuður sem þú ert að fara inn í. Ég segi að tilfinningar eru yfirleitt blekking. Maður fær sterka tilfinningu og magnar hana upp og gerir stærri og stærri. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 369 orð | 1 mynd

Sofa meira og slaka á TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ

Elsku Tvíburinn minn, hugur þinn er að stríða þér núna og halda of mikið aftur af þér. Þér finnst eins og þú sért fastur í Groundhog day sem þýðir að þú þolir afskaplega illa að upplifa að þú sért að gera það sama aftur og aftur og dag eftir dag. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 102 orð | 1 mynd

Tómleikasalir í Reykjavík

Tónleikasalir í Reykjavík taka í dag, laugardag, þátt í Open Club Day og minna okkur þannig á hvað við söknum starfseminnar sem þar fer fram. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 285 orð | 1 mynd

Úr ljósi ótta í ljós ástar FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS

Elsku Fiskurinn minn, þér finnst margt svo ósanngjarnt og að þér vegið frá ýmsum stöðum sem þú bjóst við eða bjóst ekki við. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 379 orð | 1 mynd

Út með tímaþjófa KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ

Elsku Krabbinn minn, það er bara þannig að mótlætið skerpir og gerir þig sterkari, alltaf. Breytingar sem þú varst ekki alveg búinn að sjá fyrir eru yfirvofandi og þú verður ótrúlega ánægður og hamingjusamur þegar þú sérð að þær muni gera líf þitt... Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 152 orð | 1 mynd

Það besta flýtur alltaf á toppnum

Það er virkilega líflegur hlaðvarpsmarkaður á Íslandi og einn af þeim sem er mjög virkur í þeim bransa er Snæbjörn Ragnarsson hjá Hljóðkirkjunni. Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 1023 orð | 3 myndir

Þú ert ekki James Dean!

Hvað vill bandarískur leikari sem lést árið 1955 upp á dekk í einu vinsælasta dægurlaginu á Íslandi um þessar mundir, sungnu af rétt tvítugri stúlku? Er James Dean ennþá á allra vörum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
6. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 337 orð | 1 mynd

Þú situr við stýrið STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR

Elsku Steingeitin mín, það hefur verið magnað tímabil í kringum þig og þú ert af öllum krafti að breyta, bæta og finna nýjar leiðir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.