Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ „Fólk þyrstir í skemmtun,“ segir Jóel Sæmundsson, leikstjóri hjá Leikfélagi Keflavíkur (LK), spurður hvaða erindi gamanleikritið „Beint í æð“ eftir Ray Cooney, sem nú er sýnt í Frumleikhúsinu, á í dag. „Ég myndi segja að aðalerindið væri það ástand sem við höfum verið í í alveg í heilt ár núna. Hér fær fólk að gleyma sér og hlæja innan um annað fólk.“ Sigurður Smári Hansson, formaður LK, bætir við að þegar maður vill hlæja í leikhúsi á Íslandi séu þýðingar Gísla Rúnars alveg frábærar. „Það er fallega sorglegt á þessum tímapunkti að fá að þakka Gísla Rúnari. Við bjuggum til aukaendi í hans anda til að þakka honum fyrir hláturinn,“ segir Jóel.
Meira